1.100 millj­ón­ir dugðu ekki fyr­ir enska bolt­ann

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Til­boð Sýn­ar í sýn­ing­ar­rétt í enska bolt­an­um naestu þrjú ár­in nam naerri átta millj­ón­um evra, jafn­virði 1.100 millj­óna króna, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins.

Út­boð á enska bolt­an­um fyr­ir leiktíma­bil­ið 2019 til 2022 fór fram í síð­ustu viku þar sem Sím­inn hafði bet­ur gegn Sýn. Út­boðs­ferl­ið var með þeim haetti að ef mun­ur á til­boð­um vaeri inn­an tíu pró­senta faeri út­boð­ið í aðra um­ferð. Ekki kom til þess og því ljóst að til­boð Sím­ans var minnst tíu pró­sent­um haerra.

Mat Sýn­ar var að haerra til­boð gerði það að verk­um að tap yrði á þess­ari starf­semi mið­að við eðli­legt verð til við­skipta­vina. Björn Víg­lunds­son, fram­kvaemda­stjóri miðla Sýn­ar, gat ekki tjáð sig um til­boð­ið í sam­tali við Mark­að­inn. Hann sagði að á ann­an tug þús­unda hefðu að­gang að enska bolt­an­um gegn­um Sýn og að nið­ur­stað­an vaeri óheppi­leg fyr­ir neyt­end­ur.

„Það er ljóst að menn aetli með ein­hverj­um haetti að fá pen­ing­ana sem þeir borga fyr­ir svona sýn­ing­ar­rétti til baka þannig að mik­il sam­keppni í svona út­boði kem­ur sér illa fyr­ir neyt­end­ur á end­an­um,“sagði Björn.

Magnús Ragn­ars­son, fram­kvaemda­stjóri af­þrey­ing­ar­miðla og sölu Sím­ans, sagði til­boð­ið byggt á við­skipta­áa­etl­un um nýt­ingu á stök­um rétti.

„Enski bolt­inn hef­ur ver­ið dýr vegna þess að fólk hef­ur þurft að kaupa mik­ið með hon­um. Við telj­um að við get­um selt rétt­inn stak­an og þannig náð til fleiri heim­ila með ódýr­ari vöru,“sagði Magnús. – tfh

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.