Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir selja bréf sín í Klakka

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir hafa að und­an­förnu geng­ið frá sölu á stór­um hluta bréfa sinna í Klakka, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Fyr­ir söl­una áttu líf­eyr­is­sjóð­irn­ir, að­al­lega Birta, Gildi og LSE, sam­an­lagt um sex pró­senta hlut í eign­ar­halds­fé­lag­inu, sem held­ur ut­an um allt hluta­fé í Lykli, áð­ur Lýs­ingu.

Tveir stjórn­ar­menn í Klakka, þar á með­al haesta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Kristján B. Thorlacius, sem set­ið hef­ur í stjórn­inni í um­boði líf­eyr­is­sjóð­anna, munu ha­etta í stjórn á hlut­hafa­fundi sem verð­ur hald­inn naesta mánu­dag, að því er heim­ild­ir Mark­að­ar­ins herma. Í þeirra stað verð­ur einn nýr stjórn­ar­mað­ur kjör­inn, studd­ur af banda­ríska vog­un­ar­sjóðn­um Da­vidson Kempner, lang­sam­lega staersta eig­anda Klakka, en á fund­in­um verð­ur stjórn­ar­mönn­um eign­ar­halds­fé­lags­ins faekk­að úr sex í fimm.

Markaðurinn greindi frá því í haust að vilji staerstu hlut­hafa Klakka staeði til þess að fé­lag­ið aetti að óbreyttu hlut­inn í Lykli til naestu ára eft­ir að viðra­eð­um um kaup TM á eigna­leigu­fyr­ir­ta­ek­inu var slit­ið fyrr í sum­ar. Áform­ar Klakki að auka um­svif Lyk­ils hér á landi og breikka vöru­fram­boð fé­lags­ins. – hae, kij

Klakki fer með 100 pró­senta hlut í Lykli. FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.