Rétti tím­inn til að marka at­vinnu­stefnu

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­ill@fretta­bla­did.is

Fram­kvaemda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins seg­ir að sam­keppn­is­haefni sé eins og heims­meist­ara­mót­ið í lífs­ga­eð­um. Við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa lengra fram í tím­ann og nálg­ast mál­ið með öðr­um haetti. Ann­ars drög­umst við aft­ur úr.

Nú er rétti tím­inn fyr­ir rík­ið til að marka sér at­vinnu­stefnu til langs tíma. End­ur­reisn efna­hags­lífs­ins er að baki og mik­ilvaegt að líta fram á veg­inn til að efla sam­keppn­is­haefni lands­ins sem baet­ir hag allra lands­manna. Önn­ur lönd vinna með þeim haetti um þess­ar mund­ir og stuðla að upp­bygg­ingu fjöl­breytts iðn­að­ar. „Það mun reyn­ast sam­fé­lag­inu vel enda lyft­ast öll skip á flóð­inu,“seg­ir Sig­urð­ur Hann­es­son, fram­kvaemda­stjóri Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Sam­tök iðn­að­ar­ins birta í dag skýrslu þar sem skyggnst er inn í fram­tíð­ina og gerð­ar til­lög­ur að um­bót­um sem ráð­ast maetti í á naestu tveim­ur ár­um til þess að auka verð­ma­eta­sköp­un sem er grund­völl­ur að vel­ferð og baett­um lífs­ga­eð­um lands­manna. Sig­urð­ur seg­ir að fjór­ir þa­ett­ir skipti mestu fyr­ir sam­keppn­is­haefni landa: Mennt­un, inn­við­ir, ný­sköp­un og starfs­um­hverfi.

Hlut­falls­lega faerri vinn­andi

„Við skoð­um hvernig hag­kerf­ið gaeti lit­ið út ár­ið 2050. Öldrun þjóð­ar­inn­ar mun leiða til þess að faerri verða á vinnu­mark­aði fyr­ir hvern eldri borg­ara þeg­ar fram í sa­ek­ir. Í dag eru um fimm manns á vinnu­mark­aði fyr­ir hvern eldri borg­ara en þeir verða ekki nema þrír ár­ið 2050 ef spá­in raet­ist. Ann­ars veg­ar munu faerri hend­ur geta að­stoð­að þá sem eldri eru og hins veg­ar verða faerri hend­ur til að knýja áfram hag­vöxt. Lofts­lags­mál eru ann­að daemi um sam­fé­lags­lega áskor­un þar sem hugsa þarf mál­in upp á nýtt. Með ný­sköp­un og breyttri nálg­un mun iðn­að­ur­inn finna lausn­ir á þess­um áskor­un­um. Þess vegna þarf að ýta und­ir ný­sköp­un og nýja hugs­un til að leysa sam­fé­lags­leg við­fangs­efni og skapa jafn­framt hag­vöxt. Það hef­ur okk­ur Ís­lend­ing­um tek­ist vel á sviði ork­u­nýt­ing­ar og með auk­inni verð­ma­eta­sköp­un í sjáv­ar­út­vegi og við höf­um öll taekifa­eri til að end­ur­taka leik­inn þeg­ar kem­ur að öðr­um við­fangs­efn­um,“seg­ir Sig­urð­ur í sam­tali við Mark­að­inn.

Hag­vöxt­ur síð­ustu ald­ar var knú­inn áfram af nátt­úru­auð­lind­um en í fram­tíð­inni mun hug­vit draga vagn­inn. „Það þarf sann­ar­lega að hlúa að þeirri starf­semi sem nú er en jafn­framt sjá til þess að hér rísi ný og öfl­ug fyr­ir­ta­eki sem eiga er­indi á al­þjóð­lega mark­aði sem geti skap­að gjald­eyris­tekj­ur og áhuga­verð störf,“seg­ir hann og vek­ur at­hygli á að auk­in fjöl­breytni í at­vinnu­lífi muni skapa auk­inn stöð­ug­leika í efna­hags­líf­inu. og Evr­ópu­sam­band­ið birti slíka stefnu fyr­ir ári til að standa bet­ur að vígi í sam­keppni við fyr­ir­ta­eki í As­íu og Banda­ríkj­un­um. „Sam­keppn­is­haefni er eins og heims­meist­ara­mót­ið í lífs­ga­eð­um. Sam­keppn­is­haefni er breið­ur maeli­kvarði og mun breið­ari held­ur en lands­fram­leiðsla ein og sér. Öll ríki eru að leita leiða til að baeta sína stöðu. Við Ís­lend­ing­ar þurf­um því að hugsa lengra fram í tím­ann og nálg­ast mál­in með öðr­um haetti. Ef við ger­um ekk­ert drög­umst við aft­ur úr og ef við elt­um ein­ung­is naestu lönd dug­ar það okk­ur skammt af því að all­ir eru að hlaupa.“ „Skyn­sam­leg at­vinnu­stefna verð­ur rauð­ur þráð­ur í ann­arri stefnu­mót­un hins op­in­bera. Það myndi leiða sem daemi til þess að mennta­stefn­an styðji við ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu og að sýn stjórn­valda á loft­lags­mál myndi skapa betri sam­fellu í öðr­um mál­um. Stefnt er á að raf­magn muni í aukn­um maeli knýja bíla en til þess að það nái fram að ganga þarf að virkja í meiri maeli og styrkja flutn­ingsnet fyr­ir raf­orku. Þannig vaeri unn­ið að samra­emi í ólík­um mála­flokk­um svo að fjár­mun­ir nýt­ist á sem skil­virk­ast­an hátt og dreg­ið verði úr sóun. Eins og sak­ir standa er stefnu­mót­un rík­is­ins ekki naegj­an­lega sam­haefð,“seg­ir hann.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.