Ís­lands­banki hafn­aði sátta­til­boði Gamla Byrs

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Ís­lands­banki hafn­aði ný­ver­ið til­lögu Gamla Byrs, sem lauk nauða­samn­ing­um í janú­ar ár­ið 2016, að sátt­um í ágrein­ings­máli um virði út­lána­safns sem bank­inn keypti af Byr og rík­is­sjóði haust­ið 2011. Gamli Byr taldi jafn­framt gagn­til­boð bank­ans, sem var það sama og bank­inn lagði fram í byrj­un árs­ins, óvið­un­andi.

Fram kem­ur í bréfi sem stjórn Gamla Byrs sendi kröfu­höf­um 7. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og Markaðurinn hef­ur und­ir hönd­um að fé­lag­ið hafi – í kjöl­far upp­byggi­legra viðra­eðna við full­trúa Ís­lands­banka – gert bank­an­um form­legt sátta­til­boð til þess að binda enda á deil­una. Bank­inn hafi í fyrstu brugð­ist jákvaett við til­boð­inu en síð­ar hafn­að því og lagt fram sama gagn­til­boð og í janú­ar síð­ast­liðn­um.

Sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins var til­boð Gamla Byrs lít­il­lega haerra en gert var ráð fyr­ir í óform­leg­um viðra­eð­um dei­lenda fyr­ir um ári. Var þá áa­etl­að að rík­ið myndi fá – á grund­velli sátta­til­lögu Byrs – um þrjá millj­arða króna í sinn hlut. Slík greiðsla hefði þá ver­ið þrí­þa­ett, í formi tveggja millj­arða króna stö­uð­ug­leikafram­lags, lausn­ar­gjalds til Ís­lands­banka og út­greiðslu til bank­ans sem kröfu­hafa í slita­bú­inu, en bank­inn á um átta pró­sent krafna í Gamla Byr.

Í áð­ur­nefndu bréfi til kröfu­hafa Gamla Byrs seg­ir að þrátt fyr­ir að enn beri mik­ið á milli fé­lags­ins og Ís­lands­banka hafi dei­lend­ur heit­ið því að halda viðra­eð­um áfram.

Gert er ráð fyr­ir að frá­vís­un­ar­krafa Gamla Byrs í skaða­bóta­máli Ís­lands­banka á hend­ur fé­lag­inu verði tek­in fyr­ir í hér­aðs­dómi á morg­un. Á sama tíma er bú­ist við því að nið­ur­staða dóm­kvaddra mats­manna, sem bank­inn fékk til þess að meta meint fjár­tjón sitt, liggi fyr­ir en hátt í fimm ár eru síð­an mats­menn­irn­ir voru skip­að­ir. – kij

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Ís­lands­banka. FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.