Skulda­bréfa­eig­end­ur fá 20 pró­senta þókn­un

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Yfir­taka Icelanda­ir Group á WOW air er háð því skil­yrði að kauprétt­ir að hluta­fé í síð­ar­nefnda fé­lag­inu verði felld­ir nið­ur. Í stað­inn fá eig­end­ur skulda­bréfa WOW air auka­greiðslu. Kos­ið verð­ur á naestu vik­um um breytta skil­mála bréf­anna.

37%

Eig­end­ur skulda­bréfa WOW air munu á naestu vik­um greiða at­kvaeði um þá til­lögu flug­fé­lags­ins að kauprétt­ir þeirra að hluta­fé í fé­lag­inu verði felld­ir nið­ur. Þess í stað býðst WOW air til að greiða bréf­in á loka­gjald­daga haust­ið 2021 með 20 pró­senta þókn­un.

Í bréfi WOW air til skulda­bréfa­eig­end­anna, dag­settu 9. nóv­em­ber, seg­ir að það sé skil­yrði þess að yfir­taka Icelanda­ir Group á fé­lag­inu nái fram að ganga að kauprétt­irn­ir falli nið­ur. Því til við­bót­ar eru þau skil­yrði með­al ann­ars sett í kaup­samn­ingi Icelanda­ir Group og WOW air að veð­trygg­ing­um að hluta­fé í síð­ar­nefnda fé­lag­inu verði aflétt og að skulda­bréf fé­lags­ins verði ekki skráð á mark­að í Stokk­hólmi.

At­kvaeð­a­greiðslu eig­enda skulda­bréf­anna um breytta skil­mála bréf­anna lýk­ur 6. des­em­ber naest­kom­andi en áskil­ið er að tveir þriðju eig­end­anna, mið­að við fjár­haeð, sam­þykki til­lög­ur WOW air. Staerð skulda­bréfa­flokks­ins nem­ur 60 millj­ón­um evra, jafn­virði 8,4 millj­arða króna.

Þeir sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði flug­fé­lags­ins, sem lauk um miðj­an sept­em­ber­mán­uð, fengu sem kunn­ugt er kauprétt að hluta­fé í fé­lag­inu sem nem­ur helm­ingi af höf­uð­stól skulda­bréf­anna. Til­laga WOW air, sem nú ligg­ur fyr­ir, felst í því að kauprétt­irn­ir verði felld­ir úr gildi og í stað­inn muni fé­lag­ið greiða eig­end­um skulda­bréf­anna höf­uð­stól bréf­anna á gjald­daga, eft­ir þrjú ár, auk þókn­un­ar sem nem­ur 20 pró­sent­um af höf­uð­stóln­um. Þá eru vext­ir á skulda­bréf­un­um um níu pró­sent á ári. Í bréf­inu til skulda­bréfa­eig­end­anna, sem birt var á vef WOW air fyr­ir helgi, er rak­ið að skulda­bréfa­út­gáfa flug­fé­lags­ins hafi ver­ið byggð á við­skipta­áa­etl­un fyr­ir ár­ið 2019 sem hafi gert ráð fyr­ir að EBITDAR – hagn­að­ur fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magnsliði, leigu og skatta – yrði þá 142 millj­ón­ir dala bor­ið sam­an við 42 millj­ón­ir dala á síð­ustu tólf mán­uð­um. Á með­an á út­boð­inu stóð eru stjórn­end­ur WOW air sagð­ir í bréf­inu hafa ver­ið „full­viss­ir“um að láns­féð myndi duga þar til sjóðs­streymi fé­lags­ins yrði jákvaett.

Í kjöl­far út­boðs­ins hafi hins veg­ar að­sta­eð­ur á flug­mark­aði far­ið versn­andi, með­al ann­ars með þeim af­leið­ing­um að lausa­fjárstaða WOW hafi versn­að hratt á síð­ustu vik­um. Ytra rekstr­ar­um­hverfi flug­fé­laga hafi breyst til hins verra, með haerra olíu­verði, laegri flug­far­gjöld­um og harðri sam­keppni, og þá hafi ný­legt gjald­þrot Pri­mera Air ekki baett úr skák. Er tek­ið fram í bréf­inu að vax­andi íhalds­semi hafi jafn­framt gaett á með­al kröfu­hafa.

Af þess­um ásta­eð­um hafi Skúli Mo­gensen, for­stjóri og eini eig­andi WOW air, ákveð­ið að ganga til viðra­eðna við Icelanda­ir Group til að tryggja áfram­hald­andi rekst­ur fé­lags­ins og veita því mögu­leika á að efna skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart skulda­bréfa­eig­end­un­um.

Hlut­haf­ar Icelanda­ir munu greiða at­kvaeði um yf­ir­tök­una á WOW air á hlut­hafa­fundi í lok mán­að­ar­ins en hún er jafn­framt háð sam­þykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Á sama fundi verð­ur kos­ið um til­lögu um að heim­ila stjórn að auka hluta­fé Icelanda­ir um allt að 960 millj­ón­ir króna að nafn­verði.

Í til­kynn­ingu Icelanda­ir vegna kaup­anna kom fram að fé­lög­in yrðu áfram rek­in und­ir sömu vörumerkj­um. Með yf­ir­tök­unni skap­að­ist taekifa­eri til sókn­ar á nýja mark­aði auk þess sem gert vaeri ráð fyr­ir að ein­inga­kostn­að­ur Icelanda­ir Group laekk­aði. Skúli mun að lág­marki eign­ast 1,8 pró­senta hlut í sam­ein­uðu fé­lagi, að virði 1,1 millj­arð­ur króna mið­að við nú­ver­andi gengi bréfa í Icelanda­ir Group, en verð­ið get­ur haekk­að í 6,6 pró­senta hlut, að upp­fyllt­um ákveðn­um skil­yrð­um.

Ís­lend­ing­ar með þriðj­ung

Eins og Markaðurinn hef­ur greint frá voru ís­lensk­ir fjár­fest­ar með 37 pró­sent af heild­ar­eft­ir­spurn­inni í skulda­bréfa­út­gáfu WOW air í sept­em­ber eða sem nem­ur um 22 millj­ón­um evra. Tveir sjóð­ir í stýr­ingu GAMMA Capital Mana­gement fjár­festu til daem­is fyr­ir sam­an­lagt tvaer millj­ón­ir evra.

Banda­rísk­ir fjár­fest­ar keyptu um fjórð­ung­inn af út­gáf­unni og fjár­fest­ar frá Norð­ur­lönd­un­um 19 pró­sent á með­an af­gang­ur­inn – um 19 pró­sent – var seld­ur til annarra fjár­festa í Evr­ópu. Eng­ir einka­fjár­fest­ar tóku þátt í út­boð­inu sem norska verð­bréfa­fyr­ir­ta­ek­ið Pa­reto Secu­rities hafði yf­ir­um­sjón með. krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.