Við­skipta­jöfn­uð­ur líði fyr­ir launa­skr­ið

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Þor­steinn Frið­rik Hall­dórs­son [email protected]­bla­did.is

Verði laun haekk­uð um­fram fram­leiðni og brjót­ist haekk­un­in hvorki fram í verð­bólgu né at­vinnu­leysi má bú­ast við mikl­um áhrif­um á við­skipta­jöfn­uð sam­kvaemt nýrri skýrslu. Ýtr­ustu kröf­ur um launa­haekk­an­ir leiði til halla sem nem­ur yf­ir helm­ingi af lands­fram­leiðslu.

Ha­ekk­un launa um­fram fram­leiðni leið­ir til við­skipta­halla ef launa­haekk­an­ir brjót­ast ekki fram í verð­bólgu eða at­vinnu­leysi og ef fall­ist verð­ur á ýtr­ustu kröf­ur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar verð­ur nið­ur­stað­an for­da­ema­laus við­skipta­halli sem nem­ur meira en helm­ingi af lands­fram­leiðslu, eða meira en tvö­föld­um gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans. Þetta er á með­al þess sem kem­ur fram í nýrri skýrslu Við­skipta­ráðs Ís­lands þar sem dreg­in eru fram tíu at­riði til þess að varpa ljósi á stöðu og þró­un ís­lensks at­vinnu­lífs.

„Ef við haekk­um laun um­fram verð­ma­et­in sem at­vinnu­líf­ið skap­ar þá er­um við að auka tekj­ur lands­manna svo mik­ið að þeir fara að flytja inn og kaupa vör­ur ann­ars stað­ar frá. Þannig sitj­um við fljót­lega upp með við­skipta­halla og skuld­setn­ingu við út­lönd,“seg­ir Kon­ráð S. Guð­jóns­son, hag­fra­eð­ing­ur Við­skipta­ráðs, í sam­tali við Mark­að­inn.

Í skýrsl­unni er dreg­in upp grunnsviðs­mynd sem ger­ir ráð fyr­ir mun kröft­ugri hag­vexti til árs­ins 2021 en spár gera ráð fyr­ir, eða 6-7 pró­sent­um, sem bygg­ist á 4,8 pró­senta fram­leiðni­vexti eða mesta vexti fram­leiðni sem hef­ur maelst yf­ir þriggja ára tíma­bil frá 1991. Einnig að út­flutn­ing­ur vaxi um 5,6 pró­sent. Mið­að er við 15 pró­senta al­menn­ar launa­haekk­an­ir, ásamt stöð­ugu gengi og að verð­bólga verði við 2,5 pró­senta verð­bólgu­markmið Seðla­banka Ís­lands. Við­skipta­kjör og sparn­að­ar­stig hald­ist óbreytt þannig að 15 pró­senta launa­haekk­un á vinnu­stund þýði 15 pró­sent­um meiri út­gjöld. Því auk­ist þjóð­ar­út­gjöld á mann um 15 pró­sent á ári.

Kon­ráð seg­ir aug­ljóst að eitt­hvað þurfi und­an að láta þeg­ar þjóð­ar­út­gjöld vaxa miklu hrað­ar en fram­leiðsl­an í at­vinnu­líf­inu. Eina leið­in sé að inn­flutn­ing­ur vaxi gríð­ar­lega og mun hrað­ar en út­flutn­ing­ur sem þýð­ir að við­skipta­halli mynd­ast hratt og verð­ur um 20 pró­sent af lands­fram­leiðslu ár­ið 2021. „Lífs­kjara­bat­inn er þannig tek­inn að láni frá út­lönd­um,“seg­ir Kon­ráð. „Það hef­ur enn frem­ur í för með sér að geng­ið þarf að gefa eft­ir sem leið­ir til verð­bólgu en ein af for­send­um sviðs­mynd­ar­inn­ar var stöð­ug verð­bólga.“ Anna rek­ur lít­ið þjón­ustu­fyr­ir­ta­eki.

Ha­ekka verð

Ef hún haekk­ar verð um 10% kemst rekst­ur­inn í fyrra horf.

Þá kem­ur fram í skýrsl­unni að ekki megi mik­ið út af bera. Í sviðs­mynd þar sem fram­leiðni vex á svip­uð­um hraða til lengri tíma og aetla má, og laun allra ha­ekka í samra­emi við ýtr­ustu kröf­ur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar sé nið­ur­stað­an „for­da­ema­laus við­skipta­halli sem nem­ur meira en helm­ingi af lands­fram­leiðslu eða um 1.548 millj­örð­um króna ár­ið 2021 á verð­lagi 2017 eða meira en tvö­föld­um gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans.“

Launa­hlut­fall­ið vel yf­ir með­al­tali

Við­skipta­ráð bend­ir á að verð­ma­eta­sköp­un í at­vinnu­líf­inu, það er virð­is­auk­inn sem er til skipt­anna í launa- og fjár­magns­kostn­að, hafi auk­ist um 60 pró­sent frá ár­inu 2010 til 2017. Aukn­ing­in hafi gef­ið svig­rúm til launa­haekk­ana og auk­ins fjár­magns­kostn­að­ar um­fram það sem geng­ur og ger­ist.

„Á sama tíma jókst virð­is­auk­inn í hlut­falli við tekj­ur, sem þýð­ir að fyr­ir­ta­ek­in hafa nýtt bet­ur hverja krónu sem kem­ur í kass­ann. Ekki er ábyrgt að gera ráð fyr­ir að þessi þró­un muni halda áfram með sama haetti naestu ár­in,“seg­ir í skýrsl­unni.

Við­skipta­ráð bend­ir jafn­framt á að nauð­syn­legt sé að hafa þann fjöl­breyti­leika í af­komu sem ís­lensk fyr­ir­ta­eki búa við í huga og forð­ast skuli að líta á ein­stök jað­ar­da­emi í umra­eð­unni. Sum­ar at­vinnu­grein­ar skili mun meiri hagn­aði um þess­ar mund­ir en áð­ur á með­an helm­ing­ur at­vinnu­greina skili hagn­aði sem er 6 pró­sent­ur eða minna af tekj­um.

Í skýrsl­unni er vik­ið að launa­hlut­fall­inu, það er hversu miklu er var­ið í launa­kostn­að á móti fjár­magns­kostn­aði, leigu, tekju­skatti og hagn­aði. Hlut­fall­ið er nú kom­ið um 5 pró­sentu­stig yf­ir lang­tíma­með­al­tal sem, að mati Við­skipta­ráðs, bend­ir sterk­lega til þess að svig­rúm til launa­haekk­ana um­fram það sem nem­ur verð­ma­eta­sköp­un í hag­kerf­inu sé lít­ið.

Ár­ið 2016 var launa­hlut­fall­ið á Íslandi það naest­haesta með­al OECD-ríkja. OECD hef­ur ekki enn birt töl­ur fyr­ir Ís­land ár­ið 2017 en ef mið­að er við töl­urn­ar frá Hag­stof­unni fyr­ir sama ár eru „all­ar lík­ur á því að það sé orð­ið það haesta með­al OECD-ríkja“.

„Ís­lensk fyr­ir­ta­eki þurfa að greiða haerri vexti en sam­keppn­is­að­il­ar í helstu sam­an­burð­ar­lönd­um sem aetti frek­ar að þýða að minna er til skipt­anna í launa­greiðsl­ur og laegra launa­hlut­fall. Því ligg­ur í aug­um uppi að ha­ekk­un launa­hlut­falls gaeti orð­ið skað­leg sam­keppn­is­haefni ís­lensks at­vinnu­lífs og þannig lífs­kjör­um á Íslandi,“seg­ir í skýrsl­unni. Dreg­in er fram sú stað­reynd að arð­greiðsl­ur hafi auk­ist tals­vert á síð­ustu ár­um, hrað­ar en launa­kostn­að­ur, sam­fara auk­inni verð­ma­eta­sköp­un. Arð­greiðsl­ur ut­an fjár­mála­geir­ans hafi til að mynda ver­ið meiri ár­ið 2017 en 2007. Þó beri að hafa í huga að launa­kostn­að­ur sé enn sex­falt haerri en arð­greiðsl­ur. Þá séu arð­greiðsl­ur jafn eðli­leg­ar og að greiða vexti af íbúðaláni enda um fjár­mögn­un að raeða í báð­um til­fell­um.

„Aukn­ing arð­greiðslna er að hluta af­leið­ing af meiri eig­in­fjár­fjármögn­un at­vinnu­lífs­ins. Það er jákvaett því það bend­ir til þess að ís­lensk fyr­ir­ta­eki séu ekki jafnskuld­sett og áð­ur og því bet­ur í stakk bú­in til að tak­ast á við sveifl­ur í hag­kerf­inu.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.