MARKAÐURINN Citi ráð­gjafi við sölu á Valitor

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­bank­inn Citi verð­ur ráð­gjafi Ari­on banka við sölu á Valitor, dótt­ur­fé­lagi bank­ans, en áform­að er að selja fé­lag­ið, að hluta eða í heild, í opnu sölu­ferli á naesta ári. Gert er ráð fyr­ir því að geng­ið verði form­lega frá ráðn­ingu á

Citi á naestu dög­um, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins. Citi var einnig ráð­gjafi Ari­on banka í hluta­fjárút­boði bank­ans fyrr á ár­inu.

Ari­on banki hef­ur um nokk­urt skeið horft til þess að selja stór­an meiri­hluta í Valitor til er­lendra fjár­festa sem myndu leiða al­þjóð­leg­an vöxt og við­gang fé­lags­ins. Hösk­uld­ur Ólafs­son, banka­stjóri Ari­on banka, hef­ur sagt að bank­inn kunni að hafa áhuga á að halda eft­ir um 20 til 25 pró­senta hlut í Valitor og þannig geta feng­ið hlut­deild í mögu­legri virð­is­aukn­ingu fé­lags­ins í fram­tíð­inni. Um­svif Valitor hafa auk­ist gríð­ar­lega síð­ustu ár – naerri 400 manns starfa hjá sam­sta­eð­unni – en yf­ir 70 pró­sent tekna fé­lags­ins koma til vegna er­lendr­ar starf­semi, einkum í Bretlandi. Heild­ar­tekj­ur Valitor í fyrra námu 20 millj­örð­um og eig­ið fé fé­lags­ins er um 16 millj­arð­ar. – hae

Hösk­uld­ur H.Ólafs­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.