Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­eki eigi er­indi á mark­að

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Þol­in­mótt fjár­magn hluta­bréfa­mark­að­ar­ins er vel til þess fall­ið að styðja við ný­sköp­un og vöxt í sjáv­ar­út­vegi, að sögn sér­fra­eð­ings hjá Ari­on banka. Á tím­um haekk­andi vaxta geti fyr­ir­ta­ek­in not­ið góðs af sveigj­an­legri fjár­mögn­un­ar­leið­um.

Skrán­ing ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekja á hluta­bréfa­mark­að get­ur veitt að­gang að sveigj­an­legri fjár­mögn­un á tím­um haekk­andi láns­kjara og þannig skap­að grein­inni frjó­an jarð­veg til frek­ari vaxt­ar og ný­sköp­un­ar. Ljóst er að áhugi fjár­festa er til stað­ar og að fyr­ir­ta­eki í sjáv­ar­út­vegi upp­fylla kröf­ur og vaent­ing­ar fjár­festa.

Þetta seg­ir Ás­mund­ur Gísla­son, sér­fra­eð­ing­ur hjá fyr­ir­ta­ekj­a­ráð­gjöf Ari­on banka, í sam­tali við Mark­að­inn. Á tí­unda ára­tug síð­ustu ald­ar fjölg­aði sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekj­um í Kaup­höll­inni ört. Skráð­um sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekj­um fjölg­aði úr þrem­ur í 24 á ár­un­um 1992 til 1999, en ár­ið 1997 var virði hluta­fjár skráðra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekja ríf­lega 40 pró­sent af heild­ar­staerð hluta­bréfa­mark­að­ar­ins.

„Það laet­ur naerri að í hverj­um firði og hverri vík hafi ver­ið skráð sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­eki. Kaup­höll Ís­lands var nokk­urs kon­ar sjáv­ar­út­vegs­kaup­höll. Á þess­um tíma nýttu fé­lög í sjáv­ar­út­vegi og tengdri starf­semi kosti kaup­hall­ar við innri og ytri vöxt og skráð fé­lög leiddu yf­ir­tök­ur í grein­inni,“seg­ir Ás­mund­ur. Þró­un­in sner­ist við um alda­mót­in og var fjöldi fé­laga skráð­ur af mark­aði á naestu ár­um. Ás­mund­ur nefn­ir nokkr­ar ásta­eð­ur sem geta hafa leg­ið að baki.

„Svo virð­ist sem áhugi fjár­festa á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekj­um hafi dvín­að á ár­un­um eft­ir alda­mót­in og mark­aðs­grein­end­ur gáfu þeim minni gaum. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ek­in féllu í skugg­ann af fyr­ir­ta­ekj­um í öðr­um at­vinnu­grein­um, eins og fjár­mála­geir­an­um, sem sýndu betri ávöxt­un,“seg­ir Ás­mund­ur. Hann baet­ir við að lít­il velta hafi ver­ið með bréf í fé­lög­un­um og verð­mynd­un­in því mögu­lega verri en skyldi. Gott að­gengi að láns­fjár­magni hafi síð­an greitt göt­una fyr­ir yf­ir­tök­ur og af­skrán­ing­ar af mark­aði.

Sem stend­ur eru tvö ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­eki skráð á hluta­bréfa­mark­að; HB Gr­andi og Ice­land Sea­food In­ternati­onal. Sé horft til fé­laga sem stunda veið­ar og vinnslu þá er HB Gr­andi þó eina fé­lag­ið sem stend­ur al­menn­um fjár­fest­um til boða sem fjár­fest­ing­ar­kost­ur. Hlut­deild fé­lags­ins í heild­arafla­marki er um 10 pró­sent og þannig má segja að það hlut­fall end­ur­spegli taekifa­eri al­mennra fjár­festa til að taka þátt í fjár­fest­ing­um í fé­lög­um sem stunda veið­ar og vinnslu á Íslandi.

Hlut­deild sjáv­ar­út­vegs­ins í heild­ar EBITDA-fram­legð ís­lenskra fyr­ir­ta­ekja hef­ur breyst sam­hliða auk­inni fjöl­breytni í ís­lensku at­vinnu­lífi. Ár­ið 2017 nam þessi hlut­deild taep­um 10 pró­sent­um en ár­ið 2002 var þetta sama hlut­fall um 27 pró­sent.

„Hvað sem tíma­bundn­um sveifl­um í af­komu líð­ur og breyttri hlut­deild grein­ar­inn­ar í út­flutn­ings­tekj­um þá er fyr­ir­séð að hlut­deild grein­ar­inn­ar verð­ur alltaf veru­leg og mik­ilvaeg fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. Það má segja að þátt­taka fjár­festa í fjár­mögn­un grein­ar­inn­ar í dag sé í litlu sam­hengi við mik­ilvaegi grein­ar­inn­ar og staerð.“

Öll fjár­mögn­un frá bönk­um kom­in

Ís­lensku bank­arn­ir eru lang­sam­lega staersti fjár­mögn­un­ar­að­ili lang­tíma­skulda grein­ar­inn­ar með um 80 pró­senta hlut­deild á móti er­lend­um bönk­um sem eru með um 20 pró­senta hlut­deild. Ís­lensk­ur skulda­bréfa­mark­að­ur hef­ur ekki að neinu marki ver­ið nýtt­ur sem fjár­mögn­un­ar­leið fyr­ir grein­ina. Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ek­in hafa not­ið hagsta­eðra kjara hjá lána­stofn­un­um vegna góðr­ar af­komu grein­ar­inn­ar en rekstr­ar­töl­ur frá síð­asta ári benda hins veg­ar til þess að rekstr­ar­um­hverf­ið sé að versna. Þá geta aðr­ir fjár­mögn­un­ar-

kost­ir orð­ið ákjós­an­leg­ir.

„Það eru mikl­ar fjár­fest­ing­ar að baki í grein­inni og skuld­setn­ing hef­ur haekk­að. Skrán­ing á mark­að skap­ar taekifa­eri til að renna styrk­ari stoð­um und­ir rekst­ur­inn í um­hverfi haekk­andi láns­kjara,“seg­ir hann.

Ás­mund­ur nefn­ir einnig að ný­leg kaup Ice­land Sea­food In­ternati­onal á Solo Sea­food, sem voru fjár­mögn­uð með út­gáfu nýrra hluta í Ice­land Sea­food In­ternati­onal, sé gott daemi um hvernig hluta­bréfa­mark­að­ur­inn geri fé­lög­um kleift að vaxa.

„Hluta­bréfa­mark­að­ur­inn get­ur veitt að­gang að sveigj­an­legri fjár­mögn­un og það má segja að þol­in­mótt fjár­magn hluta­bréfa­mark­að­ar­ins sé vel til þess fall­ið að styðja við ný­sköp­un og vöxt inn­an grein­ar­inn­ar.“

Haekka megi kvóta­þak

Auk­in sam­þjöpp­un hef­ur ein­kennt sjáv­ar­út­veg­inn á síð­ustu ár­um. Hlut­fall af heild­ar þorskí­gild­um í eigu 20 staerstu út­gerð­anna er 71 pró­sent í dag, sam­an­bor­ið við 58 pró­sent um síð­ustu alda­mót, en sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­eki mega þó að há­marki að­eins eiga 12 pró­sent af sam­an­lögðu heild­ar­verð­ma­eti afla­hlut­deilda. Ás­mund­ur seg­ir að krafa um dreifð­ara eign­ar­hald geti far­ið sam­an með auk­inni sam­þjöpp­un.

„Það má faera rök fyr­ir því að haekka megi kvóta­þak­ið ef sam­hliða verð­ur gerð krafa um dreift al­mennt eign­ar­hald þeirra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­ta­ekja sem í hlut eiga. Slíkt dreift eign­ar­hald er best tryggt með skrán­ingu fé­laga á al­menn­an hluta­bréfa­mark­að,“seg­ir Ás­mund­ur. Þá geti dreift eign­ar­hald einnig leitt af sér meiri og al­menn­ari sátt um gjald­töku af nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. thor­[email protected]­bla­did.is

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.