Óvissa um fram­tíð bíla­banda­lags­ins

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Hand­taka Car­los Ghosn, stjórn­ar­for­manns Niss­an, Renault og Mitsu­bis­hi, get­ur veikt 20 ára banda­lag bíla­fram­leið­end­anna þriggja. Ghosn er grun­að­ur um mis­ferli í störf­um sín­um fyr­ir Niss­an. Fyrr­ver­andi stjórn­andi seg­ir fyr­ir­ta­ek­in ekki treysta hvert öðru.

vissa rík­ir um fram­tíð banda­lags Renault, Niss­an og Mitsu­bis­hi eft­ir að Car­los Ghosn, forsprakki þess og leið­togi, var hand­tek­inn á mánu­dag­inn.

Car­los Ghosn er stjórn­ar­formað­ur Niss­an, stjórn­ar­formað­ur og for­stjóri Renault og stjórn­ar­formað­ur Mitsu­bis­hi. Hann er auk þess for­stjóri og stjórn­ar­formað­ur banda­lags­ins sem fyr­ir­ta­ek­in þrjú mynda.

Til­kynnt var um hand­töku Ghosn á mánu­dag­inn en hann er grun­að­ur um fjár­mála­m­is­ferli. Niss­an gaf út að innri end­ur­skoð­un hefði kom­ist að því að Ghosn hefði gef­ið ranga mynd af tekj­um sín­um í því skyni að friða hlut­hafa, að því er Wall Street Journal grein­ir frá.

Sam­kvaemt japönsk­um fjöl­miðl­um þén­aði hann 88,7 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala yf­ir fimm ára tíma­bil en gaf að­eins helm­ing­inn upp í fjár­hags­skýrsl­um fyr­ir­ta­ek­is­ins. Það mun vera brot á japönsk­um verð­bréfa­lög­um. Þá hafi Ghosn not­að eign­ir fyr­ir­ta­ek­is­ins með óeðli­leg­um haetti ut­an vinnu­tíma.

Launa­kjör Ghosn hafa vak­ið at­hygli allt frá því að hann varð launa­haesti stjórn­andi Jap­ans ár­ið 2010 en laun stjórn­enda þar í landi eru hlut­falls­lega lág í al­þjóð­leg­um sam­an­burði. Niss­an og Mitsu­bis­hi hétu því á mánu­dag að reka Ghosn úr stjórn­inni. Renault sagð­ist myndu boða til stjórn­ar­fund­ar og er bú­ist við að hann verði hald­inn í þess­ari viku.

Hluta­bréf í Niss­an og Mitsu­bis­hi laekk­uðu um naer sex pró­sent í fyrstu við­skipt­um í gaer en jap­anski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn var lok­að­ur þeg­ar greint var frá hand­töku Ghosn á mánu­dag­inn.

Niss­an for­da­em­is Ghosn

Banda­lag Renault, Niss­an og Mitsu­bis­hi bygg­ir á krosseigna­tengsl­um og sam­starfs­verk­efn­um sem miða að kostn­að­ar­hagra­eði og sam­legðaráhrif­um. Til að mynda stefna fyr­ir­ta­ek­in að því að sam­eina bíla­fram­leiðsl­una ár­ið 2022. Sam­an eru fyr­ir­ta­ek­in ann­ar staersti bíla­fram­leið­andi heims á eft­ir Volkswagen.

Ghosn átti staer­st­an þátt í því að koma á sam­starf­inu fyr­ir um 20 ár­um en ný­lega hef­ur það ein­kennst af met­ingi á milli fyr­ir­ta­ekj­anna og deil­um um notk­un á taekninýj­ung­um. Hafa hlut­haf­ar Niss­an lýst yf­ir áhyggj­um af því að fyr­ir­ta­ek­ið verði tek­ið yf­ir af Renault en Hiroto Saikawa, for­stjóri Niss­an, er þó al­far­ið mót­fall­inn samruna bíla­fram­leið­end­anna.

Saikawa kom í stað Ghosn sem for­stjóri Niss­an fyr­ir um ári. Á blaða­manna­fundi varði hann mikl­um tíma í að for­da­ema Ghosn sem hef­ur not­ið mik­ill­ar hylli fyr­ir að hafa bjarg­að Niss­an frá gjald­þroti rétt fyr­ir alda­mót­in. Saikawa sagði að völd Ghosn sem stjórn­ar­for­manns baeði Niss­an og Renault hefðu átt þátt í því að gera hon­um kleift að brjóta af sér.

„Þetta er neikvaeða hlið­in á langri stjórn­ar­tíð Ghosn,“sagði Saikawa á blaða­manna­fundi, að því er Fin­ancial Ti­mes grein­ir frá. „Það er stað­reynd sem við þurf­um að horf­ast í augu við. Í fram­tíð­inni mun­um við sjá til þess að við reið­um okk­ur ekki á einn ein­stak­ling. Við þurf­um að finna sjálf­ba­er­ara skipu­lag.“

Treysta ekki hver öðr­um

Óvaent starfs­lok Ghosn eru sögð skapa tóma­rúm í banda­lag­inu og eru efa­semd­ir um hvort ein­hver inn­an fyr­ir­ta­ekj­anna þriggja hafi burð­ina sem þarf til taka við kefl­inu og halda banda­lag­inu sam­an.

„Þau treysta ekki hver öðr­um,“sagði einn fyrr­ver­andi stjórn­andi hjá Renault í sam­tali við Fin­ancial Ti­mes. „Fyr­ir­ta­ekj­a­menn­ing þeirra er ólík og þau eru mjög stolt af sín­um eig­in rót­grónu vörumerkj­um.“

„Brott­vikn­ing Ghosn úr stjórn Renault eða Niss­an yrði áfall fyr­ir und­ir­stöð­ur hluta­bréfa­verðs í Renault, það er, að­gerð­ir sem taka á nú­ver­andi skipu­lagi banda­lags­ins,“sagði bíla­mark­aðs­grein­and­inn Arndt Ell­ing­horts við Fin­ancial Ti­mes.

Bíla­mark­aðs­grein­and­inn Julie Boote sagði í sam­tali við The Wall Street Journal að vafi léki á um fram­tíð að­gerða banda­lags­ins sem snúa að kostn­að­ar­hagra­eði. Stjórn­end­ur Niss­an hafi ver­ið ósátt­ir við stjórn Ghosn og byrj­að­ir að breyta stefn­unni. „Í Banda­ríkj­un­um ein­blíndi Ghosn á að ná markaðs­hlut­deild á kostn­að arð­semi. Niss­an hef­ur tek­ið U-beygju í þess­um efn­um,“sagði hún.

Mark­mið­ið með stofn­un banda­lags­ins var staerð­ar­hag­kvaemni en síð­an þá hef­ur markaðurinn tek­ið mikl­um breyt­ing­um. Grein­and­inn Max War­burt­on sagði við WSJ að kostn­að­ar­hagra­eð­ið sem fael­ist í sam­starfi fyr­ir­ta­ekj­anna vaeri „furðu lít­ið“. Staerð­ar­hag­kvaemni vaeri ekki endi­lega besta leið­in til að tak­ast á við áskor­an­irn­ar sem fyr­ir­ta­ek­in standa frammi fyr­ir í dag, eins og sjálf­virkni­vaeð­ingu. thor­[email protected]­bla­did.is

Car­los Ghosn átti staer­st­an þátt í því að koma á sam­starfi bíla­fram­leið­end­anna og hef­ur not­ið mik­ill­ar hylli fyr­ir vik­ið.NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.