Hall­ar á fyrstu kaup­end­ur

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

Avöru­stjóri hjá Ís­lands­banka ldrei hef­ur ver­ið jafn erfitt fyr­ir ein­stak­linga að kaupa sína fyrstu fast­eign mið­að við laun. Hlut­fall launa fólks á al­geng­um fyrstu kaupa aldri og verðs á sma­erri eign­um var um 31% yf­ir lang­tíma­með­al­tali á síð­ast­liðnu ári og hef­ur það aldrei ver­ið haerra.

Frá ár­inu 2010 hef­ur raun­verð íbúða haekk­að um 56%. Á sama tíma hef­ur hlut­fall íbúða und­ir 110 m2 laekk­að úr 60% í 54,5%. Þessi þró­un sýn­ir að und­an­far­in ár hef­ur hlut­falls­lega ver­ið meira byggt af staerri eign­um en minni, sem er í raun þvert á þarf­ir mark­að­ar­ins en sök­um lýð­fra­eði­legr­ar þró­un­ar (haekk­andi með­al­ald­urs, minnk­andi fjöl­skyldustaerð­ar og laekk­andi faeð­ing­ar­tíðni) hef­ur eft­ir­spurn eft­ir minni íbúð­um auk­ist.

Ef horft er til enn sma­erri eigna hef­ur raun­verð íbúða und­ir 70 m2 haekk­að mest hvort sem horft er einn (73%) eða tvo (89%) ára­tugi aft­ur í tím­ann. Raun­verð sma­erri íbúða er í sögu­legu há­marki og er raun­verð íbúða und­ir 70 m2 um þess­ar mund­ir 17% yf­ir því sem það var haest í síð­ustu upp­sveiflu. Hver fer­metri íbúða und­ir 70 m2 er rúm­lega þriðj­ungi dýr­ari (34%) en í eign­um yf­ir 70 m2 að með­al­tali um þess­ar mund­ir.

Sam­hliða haekk­un­um á fast­eigna­verði hef­ur leigu­verð einnig haekk­að og fyr­ir ungt fólk á leigu­mark­aði get­ur reynst af­ar erfitt að safna fyr­ir út­borg­un í íbúð sam­hliða því að greiða húsa­leigu. Þrátt fyr­ir þetta fer hlut­fall fyrstu kaupa af heild­ar­fjölda kaup­samn­inga vax­andi og hef­ur hlut­fall­ið ekki maelst jafn hátt og það ger­ir nú.

Einnig er áhuga­vert að á sama tíma og hlut­fall fyrstu kaup­enda af heild­ar­fjölda kaup­samn­inga fer vax­andi eru ekki merki um aukna skuld­setn­ingu fyrstu kaup­enda held­ur hef­ur skuld­setn­ing þeirra þvert á móti þró­ast með jákvaeð­um haetti.

Rík­is­stjórn lands­ins hef­ur lagt sitt af mörk­um til að að­stoða þá sem hyggj­ast kaupa sína fyrstu fast­eign. Með­al ann­ars með sér­stöku fyrstu kaupa úrra­eði tengdu sér­eign­ar­sparn­aði og með af­námi ým­issa kostn­að­ar­liða við kaup. Þetta hef­ur stutt við eft­ir­spurn eft­ir íbúð­ar­húsna­eði og þá að­al­lega minni íbúð­um. Fa­steigna­verð hef­ur hins veg­ar haekk­að vegna þess að fram­boð á sma­erri eign­um hef­ur ekki auk­ist í takt við eft­ir­spurn, með­al ann­ars vegna þess að bygg­ing­ar­tími ný­bygg­inga er nokk­uð lang­ur. Til að ná jafn­vaegi á mark­að­in­um þyrfti rík­is­stjórn­in ef til vill að auka að­komu sína á fram­boðs­hlið­inni eða að minnsta kosti setja sam­an heildra­ena stefnu­mót­un í húsna­eðis­mál­um lands­ins.

Linda Lyng­mo

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.