Reykja­vík ryð­ur braut­ina fyr­ir gra­en bréf

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Fram­kvaemda­stjóri hjá Foss­um seg­ir að með því að gefa út gra­en skulda­bréf sendi út­gef­and­inn skýr skila­boð til starfs­manna, fjár­festa og sam­fé­lags­ins í heild um að hann vilji stuðla að um­hverf­is­vernd og sé með­vit­að­ur um þá miklu áhaettu sem fylgi lofts­lags­breyt­ing­um.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur ákveð­ið að ráð­ast í út­gáfu graenna skulda­bréfa. Það verð­ur í fyrsta skipti sem slík bréf verða gef­in út í ís­lensk­um krón­um. Stefnt er að út­gáfu allt að 4,1 millj­arðs króna. „Það er mik­ilvaegt að sterk­ur að­ili sem gef­ur reglu­lega út skulda­bréf ryðji braut­ina fyr­ir gra­en skulda­bréf á ís­lenska mark­aðn­um,“seg­ir Andri Guð­munds­son, fram­kvaemda­stjóri fyr­ir­ta­ekj­a­ráð­gjaf­ar Fossa mark­aða. Áð­ur hafi Lands­virkj­un gef­ið út gra­en skulda­bréf í doll­ur­um sem seld voru fag­fjár­fest­um í Banda­ríkj­un­um og því bend­ir hann á að ís­lensk­ir fjár­fest­ar hafi ekki feng­ið taekifa­eri til að fjár­festa í þeim bréf­um. Gra­en skulda­bréf séu gef­in út til að fjár­magna um­hverf­is­vaen verk­efni, ekki síst þau sem draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda.

Skýr skila­boð

Andri seg­ir að með því að gefa út gra­en skulda­bréf sendi út­gef­and­inn skýr skila­boð til starfs­manna, fjár­festa og sam­fé­lags­ins í heild um að hann vilji stuðla að um­hverf­is­vernd og sé með­vit­að­ur um þá miklu áhaettu sem fylgi lofts­lags­breyt­ing­um. Með út­gáfu graenna skulda­bréfa setja út­gef­end­ur og fjár­fest­ar þessi gra­enu verk­efni í for­gang.

Auk­ið sam­starf inn­an­húss

En út­gáfa graenna skulda­bréfa hef­ur fleiri kosti í för með sér, að mati Andra. „Út­gef­end­ur nefna jafn­an að út­gáf­an auki sam­starf inn­an­húss og ólík svið sem ann­ars myndu að­eins hitt­ast á árs­há­tíð­inni þurfi nú að vinna sam­an. Um­hverf­is­svið og fjár­mála­svið þurfa með­al ann­ars að vinna sam­an, ekki bara við und­ir­bún­ing út­gáf­unn­ar held­ur líka til fram­tíð­ar þar sem fjár­fest­ar gera sí­aukna kröfu um upp­lýs­inga­gjöf hvað varð­ar jákvaeð áhrif þess­ara gra­enu verk­efna,“seg­ir hann

Rekja má sögu graenna skulda­bréfa ell­efu ár aft­ur í tím­ann. Al­þjóða­bank­inn gaf út fyrstu gra­enu skulda­bréf­in ár­ið 2007. „Segja má að mark­að­ur­inn hafi síð­an far­ið af stað af full­um krafti ár­ið 2013,“seg­ir Andri. Það ár gaf í fyrsta skipti fyr­ir­ta­eki og sveit­ar­fé­lag út gra­en skulda­bréf. Um var að raeða staersta fast­eigna­fé­lag Norð­ur­landa, Va­sakronan, og Gauta­borg í Sví­þjóð.

Fr­anska rík­ið staerst

„Fr­anska rík­ið gaf svo út staerstu

Heim­ild: Foss­ar mark­að­ir

gra­enu rík­is­skulda­bréfa­út­gáf­una ár­ið 2017. Í Frakklandi var sterk­ur póli­tísk­ur vilji til að ráð­ast í slíka út­gáfu en út­gáf­an, sem var sjö millj­arð­ar evra, var mjög vel heppn­uð og mik­il um­fram­eft­ir­spurn í út­boð­inu,“seg­ir hann. Önn­ur lönd sem far­ið hafi þessa leið séu til daem­is Ír­land og Pól­land.

„Það er bara tímaspurs­mál hvena­er ís­lenska rík­ið gef­ur út gra­en skulda­bréf,“seg­ir Andri og nefn­ir að það myndi gefa gott for­da­emi ef ís­lenska rík­ið vaeri á með­al fyrstu ríkja heims í að gefa út slík bréf. Hann bend­ir á að ís­lensk stjórn­völd séu með metn­að­ar­fulla að­gerða­áa­etl­un varð­andi loftslagsmál og því vaeri út­gáfa graenna skulda­bréfa rök­rétt fram­hald af þeirri vinnu.

„Pa­rís­ar­sam­komu­lag­ið og önn­ur sam­vinna þjóða um að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um hef­ur drif­ið áfram þenn­an mark­að,“seg­ir hann.

Sá stað­all sem mest er unn­ið eft­ir varð­andi gra­en skulda­bréf ber nafn­ið Green Bond Pr­incip­les.

Skulda­bréf Lands­virkj­un­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar byggja á hon­um. „Mark­að­ur­inn er í sí­felldri þró­un og stað­all­inn er að­lag­að­ur að þró­un og laer­dómi mark­að­ar­ins. Svo sjá­um við skýrt að út­gef­end­ur sjálf­ir setja sér metn­að­ar­fyllri og metn­að­ar­fyllri markmið, baeði hvað varð­ar áhrif verk­efna og skýrslu­gjöf til fjár­festa,“seg­ir Andri.

Fimm skref

Til að upp­fylla stað­al­inn þarf að stíga fimm skref, seg­ir Andri. Í fyrsta lagi þurfi út­gef­end­ur að skil­greina hvað séu gra­en verk­efni. Reykja­vík­ur­borg hyggst með út­gáfu skulda­bréfs­ins með­al ann­ars fjár­magna baetta ork­u­nýt­ingu, borg­ar­línu, hjóla­stíga og vist­vaen­ar bygg­ing­ar. Í öðru lagi þurfi að setja sam­an val­ferli sem síi út hvað séu gra­en verk­efni á veg­um út­gef­and­ans og hvað ekki.

Í þriðja lagi þurfi að halda sér­stak­lega ut­an um fjár­magn­ið sem afl­að var með út­gáf­unni. Flest­ir leggi pen­ing­inn á sér­stak­an reikn­ing og sýni í bók­hald­inu að fjár­magn­ið hafi runn­ið í við­kom­andi verk­efni. Í fjórða lagi sé skýrslu­gjöf til fjár­festa. Einu sinni á ári, sam­kvaemt skil­yrði í skulda­bréf­inu, þurfi að upp­lýsa fjár­festa um hve miklu fé var var­ið í til­tek­in verk­efni. Nú sé gerð krafa um að áa­etla þurfi hve mik­ið hafi ver­ið dreg­ið úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda með því að for­gangsr­aða verk­efn­um með þess­um haetti. Í fimmta lagi fái flest­ir vott­un frá ut­an­að­kom­andi að­ila um að skulda­bréf­ið fylgi regl­um Green Bonds Pr­incip­les.

Andri Guð­munds­son, fram­kvaemda­stjóri fyr­ir­ta­ekj­a­ráðgafar Fossa mark­aða, og Mats And­ers­son, fyrr­ver­andi for­stjóri sa­enska rík­is­líf­eyr­is­sjóðs­ins AP4 og sér­fra­eð­ing­ur í gra­en­um skulda­bréf­um. FRÉTTA­BLAЭIÐ/STEFÁN

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.