Va­enta 25 millj­arða króna inn­spýt­ing­ar

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn -

For­stjóri Icelanda­ir Group seg­ir fé­lag­ið vinna að fjár­mögn­un flug­véla og fyr­ir­fram­greiðslna sem gaeti skil­að sér í auknu lausa­fé upp á meira en 24 millj­arða króna. Fé­lag­ið hafi naegj­an­legt bol­magn til þess að standa und­ir fyr­ir­fram­greiðslu til skulda­bréfa­eig­enda.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir ljóst að fé­lag­ið hafi naegj­an­legt fjár­hags­legt bol­magn til þess að standa und­ir fyr­ir­fram­greiðslu til skulda­bréfa­eig­enda í naesta mán­uði. Til við­bót­ar við fyr­ir­hug­aða hluta­fjár­haekk­un seg­ir hann fé­lag­ið vinna að fjár­mögn­un flug­véla og fyr­ir­fram­greiðslna sem gaeti skil­að sér í auknu lausa­fé upp á að minnsta kosti 200 millj­ón­ir dala, jafn­virði 24,5 millj­arða króna.

Sveinn Þór­ar­ins­son, grein­andi í hag­fra­eði­deild Lands­bank­ans, seg­ir ekki úti­lok­að að flug­fé­lag­ið þurfi að ráð­ast í aðra hluta­fjáraukn­ingu á naesta ári, þótt það sé ólík­legt. Það velti á ýms­um þátt­um, til daem­is áform­um fé­lags­ins á ár­inu og sam­keppn­inni við WOW air.

Sam­kvaemt til­lög­um sem stjórn­end­ur Icelanda­ir hafa lagt fram að lang­tíma­lausn í viðra­eð­um sín­um við eig­end­ur að 190 millj­óna dala skulda­bréfa­flokki fé­lags­ins mun fé­lag­ið fyr­ir­fram­greiða þriðj­ung af eft­ir­stöðv­um skulda­bréf­anna fyr­ir 15. janú­ar naest­kom­andi. Mun fyr­ir­fram­greiðsl­an nema 101 pró­senti af höf­uð­stól bréf­anna sem sam­svar­ar 63 millj­ón­um dala eða sem jafn­gild­ir taep­um 8 millj­örð­um króna.

Hver og einn skulda­bréfa­eig­andi mun einnig geta kraf­ist þess – á fyrstu tveim­ur vik­um júlí­mán­að­ar á naesta ári – að skulda­bréf­in verði greidd upp að fullu á verði sem nem­ur 102,5 pró­sent­um af höf­uð­stóln­um. Ef eig­end­ur bréf­anna kjósa að nýta sér þann rétt þyrfti flug­fé­lag­ið að reiða fram allt að 16 millj­arða króna.

Skulda­bréfa­eig­end­urn­ir hafa frest til 4. janú­ar til þess að greiða at­kvaeði um til­lög­urn­ar. Þeir hafa átt í viðra­eð­um við stjórn­end­ur Icelanda­ir frá því í byrj­un októ­ber eft­ir að flug­fé­lag­ið braut skil­mála skulda­bréf­anna

Eins og sam­þykkt var á hlut­hafa­fundi Icelanda­ir síð­ast­lið­inn föstu­dag hyggst fé­lag­ið auka hluta­fé sitt um allt að 625 millj­ón­ir króna að nafn­virði í tveim­ur út­boð­um, í des­em­ber og mars, í því augnamiði að styrkja fjár­hags­stöðu sína. Mið­að við nú­ver­andi gengi hluta­bréfa í flug­fé­lag­inu yrði and­virði út­boðs­ins um 5,1 millj­arð­ur króna.

Hluta­bréfa­verð Icelanda­ir hef­ur fall­ið um rúm­lega 30 pró­sent frá því að til­kynnt var síð­ast­lið­inn fimmtu­dag að fall­ið hefði ver­ið frá kaup­um fé­lags­ins á WOW air. Síð­ar sama dag var greint frá því að WOW air og banda­ríska fjár­fest­inga­fé­lag­ið Indigo Partners hefðu náð bráða­birgða­sam­komu­lagi um að Indigo myndi fjár­festa í flug­fé­lag­inu.

Hluta­fjár­haekk­un dug­ar ekki

Sveinn Þór­ar­ins­son, grein­andi í hag­fra­eði­deild Lands­bank­ans, seg­ir í sam­tali við Mark­að­inn að ljóst sé að fyr­ir­hug­uð hluta­fjáraukn­ing Icelanda­ir muni, ein og sér, eng­an veg­inn duga til þess að greiða upp skulda­bréfalán­ið.

Hann bend­ir á að sá mögu­leiki sé fyr­ir hendi að flug­fé­lag­ið end­ur­leigi þa­er sex nýju flug­vél­ar sem það fái á naesta ári með því að gera sér­stak­an samn­ing um sölu og end­ur­leigu vél­anna (e. sale-and-lea­seback). Með þeim haetti sé haegt að losa um tölu­verð­ar fjár­haeð­ir í hand­ba­eru fé sem geti nýst til þess að greiða upp skulda­bréfalán­ið.

„Fé­lag­ið hef­ur fyr­ir­fram­greitt um 200 millj­ón­ir dala inn á nýju vél­arn­ar sem er fjár­haeð sem það gaeti hugs­an­lega feng­ið til baka í formi hand­ba­ers fjár,“seg­ir Sveinn. Stjórn­end­ur fé­lags­ins horfi hugs­an­lega til þessa mögu­leika.

Bogi Nils árétt­ar að fjár­hags­staða Icelanda­ir Group sé sterk, líkt og upp­gjör fé­lags­ins á þriðja fjórð­ungi árs­ins beri með sér. Hand­ba­ert fé og mark­aðs­verð­bréf hafi num­ið 184 millj­ón­um dala í lok fjórð­ungs­ins. Hann stað­fest­ir jafn­framt að fé­lag­ið vinni að „fjár­mögn­un flug­véla og fyr­ir­fram­greiðslna en mark­mið­ið er að hún skili sér í auknu lausa­fé sem nem­ur að minnsta kosti 200 millj­ón­um dala“.

Ga­etu end­ur­fjármagn­að bréf­in

Til við­bót­ar er gert ráð fyr­ir því í til­lög­um Icelanda­ir að fé­lag­ið fái heim­ild til þess að greiða skulda­bréf­in upp á tíma­bil­inu fe­brú­ar til loka des­em­ber á naesta ári á verði sem nem­ur ann­að hvort 101,5 eða 102 pró­sent­um af höf­uð­stól, eft­ir því hvena­er greiðsl­an er innt af hendi.

Bogi Nils seg­ir að verði til­lög­urn­ar sam­þykkt­ar geti fé­lag­ið þar með ákveð­ið að greiða upp skulda­bréf­in að hluta eða í heild sinni. „Ekk­ert hef­ur ver­ið ákveð­ið varð­andi það hvort þessi heim­ild yrði nýtt en ljóst er að fé­lag­ið mun eiga auð­velt

Stjórn­end­ur Icelanda­ir Group hafa frá því í byrj­un októ­ber­mán­að­ar átt í viðra­eð­um við eig­end­ur skulda­bréfa fé­lags­ins um skil­mála að baki skulda­bréfa­út­gáf­unni. Icelanda­ir Group braut skil­mál­ana fyrr í haust. Flug­fé­lag­ið áform­ar að greiða upp þriðj­ung af eft­ir­stöðv­um bréf­anna í janú­ar . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.