Strax við­snún­ing­ur í rekstri Cinta­mani

Fréttablaðið - Markadurinn - - Markaðurinn - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

Rekst­ur Cinta­mani hef­ur geng­ið erf­ið­lega und­an­far­in tvö ár. Fé­lag­ið hef­ur tví­veg­is ver­ið sett í sölu­ferli en til­boð­um var hafn­að. Dagný Guð­munds­dótt­ir tók því ný­ver­ið aft­ur við rekstri fatafram­leið­and­ans og hef­ur ráð­ist í um­tals­verð­ar breyt­ing­ar á rekstr­in­um.

Við er­um ákaf­lega bjart­sýn á rekst­ur Cinta­mani á nýju ári. Vöru­lín­an er glaesi­leg og mik­il til­tekt hef­ur átt sér stað í rekstr­in­um,“seg­ir Dagný Guð­munds­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri fyr­ir­ta­ek­is­ins. „Rekst­ur­inn hef­ur ekki geng­ið sem skyldi síð­ustu tvö ár. Ég var því feng­in til að taka við kefl­inu aft­ur í sept­em­ber en ég hafði stýrt fé­lag­inu á ár­un­um 2010 til 2013 og þekkti því vel til. Það hef­ur ver­ið lögð mik­il vinna í að fara of­an í saum­ana á öllu sem við kem­ur rekstr­in­um og finna hvað maetti bet­ur fara. Við höf­um ráð­ist í um­fangs­mikl­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um tveim­ur mán­uð­um og það er strax orð­inn tölu­verð­ur við­snún­ing­ur í rekstr­in­um. Hlut­haf­ar Cinta­mani lögðu fyr­ir­ta­ek­inu til 300 millj­ón­ir króna í auk­ið hluta­fé og því var haegt ljúka við vöru­lín­una fyr­ir jól­in og panta vör­ur.“

Því mið­ur hafa erf­ið­leik­ar í rekstr­in­um gert það að verk­um að nýju vör­urn­ar koma ekki í versl­an­ir fyrr en 15. des­em­ber. „Það er ansi seint, það verð­ur að við­ur­kenn­ast, en von­andi sýna við­skipta­vin­ir okk­ur þol­in­ma­eði,“seg­ir Dagný. Nóv­em­ber og des­em­ber eru að henn­ar sögn sta­erstu mán­uð­ir árs­ins í söl­unni. Það skipti því miklu máli að jóla­sal­an gangi vel.

Skáru nið­ur fast­an kostn­að

Dagný seg­ir að á með­al um­bóta sem far­ið var í hafi ver­ið að skapa heild­ar­út­lit á vöru­fram­boð­ið, skipu­lags- og ferla­breyt­ing­ar, vör­ur séu nú pant­að­ar með öðr­um haetti, önn­ur nálg­un sé í mark­aðs­setn­ingu auk nið­ur­skurð­ar. „Fá­um starfs­mönn­um var sagt upp í nið­ur­skurð­in­um. Hann laut einkum að því að skera nið­ur fast­an kostn­að. Kostn­að­ur við hönn­un á það til að fara úr bönd­un­um ef ekki er fylgst grannt með hon­um og er nú lögð áhersla á eft­ir­lit með hon­um. Cinta­mani er ekki stórt fyr­ir­ta­eki, á skrif­stof­unni vinna ein­ung­is níu starfs­menn, og því þarf að gaeta þess að rekstr­ar­kostn­að­ur fari ekki úr bönd­um.“

Cinta­mani var rek­ið með 127 millj­óna króna tapi í fyrra og dróg­ust tekj­ur, sem námu 757 millj­ón­um króna, sam­an um 20 pró­sent. Dagný seg­ir að nið­ur­stað­an „Ég kem úr allt öðr­um bransa,“seg­ir Dagný Guð­munds­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Cinta­mani. „Ég var í sjö ár hjá Voda­fo­ne, lengst af sem for­stöðu­mað­ur fyr­ir­ta­ekj­a­sviðs og hef störf sem fram­kvaemda­stjóri Cinta­mani ár­ið 2010 og var til árs­ins 2013 þeg­ar ég skellti mér út í ferða­brans­ann. Sný aft­ur til Cinta­mani í sept­em­ber en hafði í nokkra mán­uði áð­ur starf­að sem ráð­gjafi fyr­ir fé­lag­ið. AEtli það sé ekki teng­ing­in við áhuga­mál­in dreg­ur mig að Cinta­mani. Ég er for­fall­inn hjól­ari, ákaf­ur hundalabbari og svo hef ég ver­ið efni­leg í golfi allt of lengi.“ „Það er erfitt að vera í inn­flutn­ingi þeg­ar kostn­að­ar­verð vör­unn­ar haekk­ar frá því að ákvörð­un­in um að fram­leiða hana er tek­in og þang­að til hún kem­ur í hús. All­ir sem stunda við­skipti við út­lönd stunda spá­kaup­mennsku. Það er ekki eðli­legt.“

„Það er nú einu sinni þannig að flest er til sölu fyr­ir rétt verð. Cinta­mani er þekkt vörumerki á Íslandi og marg­ir sem bera sterk­ar taug­ar til þess. Ég held að marg­ir sjái mögu­leika í fyr­ir­ta­ek­inu.“

„Við hönn­um föt fyr­ir fólk sem vill koma út að leika. Við er­um rót­gró­ið ís­lenskt fyr­ir­ta­eki, stofn­að 1989 og verð­um 30 ára á naesta ári. Við er­um með mik­ið úr­val af al­menn­um út­vistarfatn­aði, til daem­is fyr­ir hlaup­ara, hjól­reiða­fólk og göngugarpa. Það er allra veðra von á Íslandi og við bjóð­um því jafn­framt upp á flík­ur fyr­ir þá sem vilja vera smart á leið í og úr vinnu án þess að krókna úr kulda. Við bjóð­um einnig upp á vör­ur fyr­ir þá sem taka út­vist­ina alla leið og stefna

Dagný Gunn­ars­dótt­ir, fram­kvaemda­stjóri Cinta­mani, seg­ir að um 25 pró­sent tekna fyr­ir­ta­ek­is­ins megi rekja til ferða­manna.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.