Saestreng­ur til Ís­lands „taekni­leg áskor­un“

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

John Pettigrew, for­stjóri Nati­onal Grid, seg­ir í sam­tali við The Gu­ar­di­an að lagn­ing saestrengs á milli Ís­lands og Bret­lands, eins og hug­mynd­ir hafa ver­ið uppi um, feli í sér „raun­veru­lega taekni­lega áskor­un“. Ís­lensk orku­fyr­ir­ta­eki sem breska blað­ið raeddi við segja ólík­legt, eins og sak­ir standa, að ráð­ist verði í slíka fram­kvaemd.

Ís­lensk stjórn­völd og Lands­virkj­un hafa um nokk­urt skeið haft það til skoð­un­ar að tengja ís­lenska raf­orku­kerf­ið við það evr­ópska með lagn­ingu saestrengs til Bret­lands. Ra­ett var við bresk stjórn­völd um verk­efn­ið, sem ber vinnu­heit­ið IceL­ink, á ár­un­um 2015 og 2016 og lýstu full­trú­ar beggja ríkja áhuga sín­um á lagn­ingu slík strengs. Mörg­um spurn­ing­um er þó enn ósvar­að, með­al ann­ars um fjár­mögn­un strengs­ins.

Kostn­að­ar- og ábata­grein­ing Kviku banka og ráð­gjaf­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins Pöyry frá ár­inu 2016 leiddi í ljós að þjóð­hags­leg arð­semi Ís­lands og Bret­lands af lagn­ingu raf­orku­strengs myndi sam­tals nema meira en 50 millj­örð­um króna á hverju ári. Helsta for­senda nið­ur­stöð­unn­ar var sú að bresk stjórn­völd vaeru reiðu­bú­in að veita slíku verk­efni um­tals­verð­an fjár­hags­leg­an stuðn­ing.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.