Vöxt­ur rafí­þrótta

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Ufra­eðslu­stjóri Ís­lands­banka m 200 millj­ón­ir áhorf­enda fylgd­ust með úr­slita­við­ur­eign í tölvu­leikn­um League of Le­g­ends á dög­un­um. Það er nokkru fleiri en horfðu á Eag­les sigra Pat­riots í Of­ur­skál banda­ríska fót­bolt­ans í fe­brú­ar.

Vinsa­eld­ir tölvu­leikja hafa varla far­ið fram hjá mörg­um, en iðn­að­ur­inn velt­ir haerri fjár­haeð­um en tónlist og kvik­mynd­ir sam­an­lagt. Fa­erri eru þó kannski með­vit­að­ir um þann mikla vöxt sem ver­ið hef­ur í skipu­lagðri keppni. Velta þess­ara svo­köll­uðu rafí­þrótta hef­ur sjö­fald­ast frá ár­inu 2012 og nem­ur nú vel yf­ir 100 millj­örð­um króna á ári.

At­vinnu­mennska hef­ur auk­ist og geta leik­menn unn­ið sér inn sí­fellt meira verð­launa­fé, en áa­etl­að er að verð­launa­pott­ar þessa árs inni­haldi yf­ir 16 millj­arða króna, sem er tí­föld­un frá 2012. Af millj­örð­un­um 16 var keppt um þrjá í The In­ternati­onal mót­inu í DOTA 2, sem hald­ið var í ág­úst. Þetta er tí­föld sú upp­haeð sem þátt­tak­end­ur í Tour de Fr­ance skiptu á milli sín og tvö­falt meira en verð­launa­pott­ur­inn á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu í golfi.

Þrátt fyr­ir vöxt grein­ar­inn­ar hef­ur alla inn­viði til iðk­un­ar vant­að hér á Íslandi. Stórt skref í rétta átt var þó stig­ið með stofn­un RÍSÍ, Rafí­þrótta­sam­taka Ís­lands, á dög­un­um. Unn­ið verð­ur að því að tryggja áhuga­fólki og leik­mönn­um betri að­stöðu með það að mark­miði að auka hér fag­mennsku og baeta ár­ang­ur ís­lenskra kepp­enda. En sam­hliða þarf að vinna í umra­eð­unni. Skugga­leg­ar sög­ur af tölvufíkn ung­menna og óhemju mik­illi fjár­fest­ingu tíma og fjár­muna í tölvu­leikn­um Fortnite eiga fylli­lega rétt á sér en mála ekki beint jákvaeða ímynd af þeim sem hyggj­ast leggja fyr­ir sig keppni í tölvu­leikj­um. For­dóm­ar minnka von­andi með auk­inni og upp­lýst­ari umra­eðu en það er á bratt­ann að sa­ekja.

Ekk­ert bend­ir til ann­ars en að vinsa­eld­ir rafí­þrótta muni halda áfram að vaxa og fjár­mála­hlið þeirra sömu­leið­is. Nú þeg­ar er velta grein­ar­inn­ar hátt í helm­ing­ur velt­unn­ar í Formúlu 1 og verð­ur með sama vexti orð­in meiri eft­ir þrjú ár. Hver veit nema við sjá­um þá einn og einn ís­lensk­an leik­mann í Tekju­blað­inu.

Velta þess­ara svo­köll­uðu rafí­þrótta hef­ur sjö­fald­ast frá ár­inu 2012 og nem­ur nú vel yf­ir 100 millj­örð­um króna á ári.

Björn Berg Gunn­ars­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.