Millj­arð­ur í hluta­fé og Jakob ráð­inn for­stjóri

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Nú­ver­andi hlut­haf­ar ásamt nýj­um fjár­fest­um leggja Korta­þjón­ust­unni til 1.050 millj­ón­ir í hluta­fé. Þá hef­ur Jakob Ás­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Straums og áð­ur stjórn­ar­mað­ur í Ari­on banka, ver­ið ráð­inn nýr for­stjóri fyr­ir­ta­ek­is­ins. 1.600 millj­ón­ir króna nam tap Korta­þjón­ust­unn­ar í fyrra eft­ir að hafa lent í al­var­leg­um greiðslu­vanda í kjöl­far gjald­þrot Mon­arch flug­fé­lags­ins.

Hluta­fé Korta­þjón­ust­unn­ar var í gaer auk­ið um 1.050 millj­ón­ir króna en sam­hliða hluta­fjáraukn­ing­unni var Jakob Már Ás­munds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Straums fjár­fest­ing­ar­banka, ráð­inn for­stjóri faerslu­hirð­ing­ar­fyr­ir­ta­ek­is­ins.

Í sam­tali við Mark­að­inn seg­ist Jakob, sem lagði sjálf­ur til um 80 millj­ón­ir króna í hluta­fjáraukn­ing­unni, hlakka mik­ið til að tak­ast á við þetta verk­efni.

„Korta­þjón­ust­an er sterkt fé­lag með öfl­uga bak­hjarla. Það er mik­il gróska í greiðslu­þjón­ustu og fjár­ta­ekn­i­lausn­um og eru vaxta­mögu­leik­ar fé­lags­ins mikl­ir. Korta­þjón­ust­an hef­ur allt sem þarf til að sa­ekja fram á þess­um mark­aði og því eru spenn­andi tím­ar fram und­an,“seg­ir Jakob.

Sam­kvaemt upp­lýs­ing­um frá Korta­þjón­ust­unni voru þátt­tak­end­ur í hluta­fjáraukn­ing­unni, sem kom til vegna ta­prekst­urs á yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ári fyr­ir­ta­ek­is­ins, nú­ver­andi hlut­haf­ar ásamt nýj­um fjár­fest­um. Kvika banki er eft­ir sem áð­ur staersti ein­staki hlut­hafi fé­lags­ins eft­ir hluta­fjáraukn­ing­una með um 40 pró­senta eign­ar­hlut.

Magnús Ingi Ein­ars­son, fram­kvaemda­stjóri fjár­mála- og rekstr­ar­sviðs Kviku og nýr stjórn­ar­formað­ur Korta­þjón­ust­unn­ar, seg­ir í sam­tali við Mark­að­inn að hluta­fjáraukn­ing­in sýni hið sterka bak­land sem Korta­þjón­ust­an býr að.

„Það er ána­egju­legt að nú­ver­andi hlut­haf­ar fé­lags­ins ásamt nýj­um fjár­fest­um sjái taekifa­er­in sem fólg­in eru í fé­lag­inu og séu reiðu­bún­ir að styðja við fé­lag­ið með þess­um haetti. Korta­þjón­ust­an hef­ur tek­ist á við mikl­ar breyt­ing­ar á und­an­förn­um miss­er­um í kjöl­far gjald­þrots Mon­arch flug­fé­lags­ins und­ir lok árs 2017,“seg­ir Magnús.

Að sögn Magnús­ar er þess­um verk­efn­um nú lok­ið og fé­lag­ið stend­ur á sterk­um grunni. „Starfs­menn Korta­þjón­ust­unn­ar hafa unn­ið frá­ba­ert starf við oft á tíð­um krefj­andi að­sta­eð­ur. Hluta­fjáraukn­ing­in mun nýt­ast vel til að grípa þau fjöl­mörgu sókn­ar­fa­eri sem fé­lag­ið stend­ur frammi fyr­ir.“

Jakob, sem var for­stjóri Straums fjár­fest­ing­ar­banka á ár­un­um 2013 til 2015 og lét af störf­um sem stjórn­ar­mað­ur í Ari­on banka fyrr á ár­inu, tek­ur við for­stjóra­starf­inu af Björg­vini Skúla Sig­urðs­syni. Hann lét af störf­um hjá Korta­þjón­ust­unni í síð­asta mán­uði eft­ir að hafa ver­ið ráð­inn til fé­lags­ins í árs­byrj­un.

Sem kunn­ugt er keypti Kvika banki og hóp­ur einka­fjár­festa Korta­þjón­ust­una á eina krónu í fyrra og lögðu fé­lag­inu um leið til naerri 1.500 millj­ón­ir í nýtt hluta­fé. Korta­fyr­ir­ta­ek­ið stóð frammi fyr­ir al­var­leg­um lausa­fjár­vanda í kjöl­far greiðslu­stöðv­un­ar Mon­arch Air­lines en fyr­ir­ta­ek­ið var á með­al átta fyr­ir­ta­ekja sem sáu um faerslu­hirð­ingu fyr­ir flug­fé­lag­ið.

Rekstr­ar­tekj­ur Korta­þjón­ust­unn­ar, sem fékk leyfi frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu sem greiðslu­stofn­un á ár­inu 2012, námu ríf­lega 4,5 millj­örð­um á síð­asta ári og naer tvö­föld­uð­ust frá fyrra ári þeg­ar þa­er voru taep­ir 2,3 millj­arð­ar. Tap fé­lags­ins nam hins veg­ar um 1,6 millj­örð­um króna. Heild­ar­eign­ir sam­sta­eð­unn­ar námu 1.520 millj­ón­um í árs­lok og eig­ið fé fé­lags­ins var rúm­lega 400 millj­ón­ir.

Áð­ur en ráð­ist var í hluta­fjáraukn­ingu Korta­þjón­ust­unn­ar voru staerstu hlut­haf­ar fé­lags­ins, fyr­ir ut­an Kviku banka, fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Óska­bein með tíu pró­senta hlut. Fé­lag­ið, sem er stór hlut­hafi í VÍS, er með­al ann­ars í eigu Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar, eig­anda Sa­emarks sjáv­ar­af­urða, Gests Breið­fjörð Gests­son­ar, eig­anda Sp­arn­að­ar, og Andra Gunn­ars­son­ar, lög­manns og fjár­fest­is. Þá áttu hjón­in Svan­hild­ur Nanna Vig­fús­dótt­ir og Guð­mund­ur Örn Þórð­ar­son, sem eru stór­ir fjár­fest­ar í Kviku og VÍS, um 6,7 pró­senta hlut í Korta­þjón­ust­unni í gegn­um fé­lag­ið K2B fjár­fest­ing­ar.

Aðr­ir helstu hlut­haf­ar fyr­ir­ta­ek­is­ins eru fé­lög í eigu Sig­urð­ar Bolla­son­ar fjár­fest­is, sem fór með taep­lega sex pró­senta hlut fyr­ir hluta­fjáraukn­ing­una, og bra­eð­urn­ir Lýð­ur og Ág­úst Guð­munds­syn­ir, í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Frigus, áttu lið­lega fimm pró­senta hlut. Þá var Sig­urð­ur Val­týs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Ex­ista og við­skipta­fé­lagi Bakka­var­ar­bra­eðra, með fimm pró­sent í gegn­um fé­lag­ið Svalt ehf. og fjár­fest­ing­ar­fé­lag­ið Varða Capital, sem er í meiri­hluta­eigu Jónas­ar Hag­ans Guð­munds­son­ar og Gríms Garð­ars­son­ar, átti sömu­leið­is fimm pró­senta hlut.

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Jakob Már Ás­munds­son var for­stjóri Straums fjár­fest­ing­ar­banka á ár­un­um 2013 til 2015.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.