Trump, Sá­dar, spill­ing og FIFA

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Það gekk ým­is­legt á hjá Al­þjóðaknatt­spyrnu­sam­band­inu FIFA á ár­inu. Heims­meist­ara­mót­ið var hin besta skemmt­un en ein áhuga­verð­asta við­ur­eign árs­ins var þó þeg­ar kos­ið var um hvort mót­ið yrði hald­ið í Marokkó eða Norð­urA­m­er­íku ár­ið 2026. Ljóst var að for­svars­menn FIFA höfðu mik­inn áhuga á pen­ing­un­um sem í boði voru vest­an­hafs en póli­tík leik­ur sem fyrr lyk­il­hlut­verk hjá sam­band­inu og skipt­ust að­ild­ar­þjóð­ir í gam­al­kunn­ar fylk­ing­ar í að­drag­anda kjörs­ins. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti lét ekki sitt eft­ir liggja og hót­aði að þau lönd sem styddu Marokkó gaetu ekki treyst á póli­tísk­an stuðn­ing Banda­ríkj­anna. Hann braut þar með regl­ur FIFA sem banna af­skipti stjórn­mála­manna af slík­um ákvörð­un­um. Upp­hlaup hans hafði þó ekki verri af­leið­ing­ar en svo að Am­er­íku­þjóð­irn­ar hlutu 2/3 at­kvaeða. Knatt­spyrnu­áhuga­fólk í Tjad og Síerra Leóne var hins veg­ar ekki jafn hepp­ið þar sem lands­lið­um þjóð­anna var bönn­uð þátt­taka í al­þjóð­legri knatt­spyrnu á ár­inu vegna beinna af­skipta íþrótta­mála­ráð­herra land­anna af yf­ir­stjórn knatt­spyrnu­mála.

En aft­ur að HM 2026. Áfram hélt farsinn þeg­ar Fat­ma Di­ouf Samoura, að­al­rit­ari FIFA, var rann­sök­uð vegna ásak­ana um al­var­leg­an hags­muna­árekst­ur þar sem hún tengd­ist gömlu Li­verpool-kemp­unni El Ha­dji Di­ouf fjöl­skyldu­bönd­um, en hann var er­ind­reki um­sókn­ar Marokkó. Því var hald­ið fram af blaða­mönn­um breska rík­is­út­varps­ins að sam­sa­er­is­kenn­ing­in vaeri runn­in und­an rifj­um for­seta FIFA, Gi­anni In­fant­ino, sem tal­ið var að styddi um­sókn Am­er­íku­ríkj­anna. Ekk­ert varð þó úr mál­inu þar sem í ljós kom að Samoura og Di­ouf eru ekki skyld. Hvað sem allri póli­tík líð­ur er þó ljóst hvað vó þyngst varð­andi val­ið á milli þess­ara tveggja umsa­ekj­enda. Formað­ur knatt­spyrnu­sam­bands Banda­ríkj­anna lof­aði FIFA um 1.400 millj­arða króna hagn­aði vegna móts­ins, sem er sam­ba­eri­legt hagn­aði síð­ustu fjög­urra móta til sam­ans. Fyr­ir þessa upp­haeð maetti stað­greiða Manchester United, Real Ma­drid og Barcelona.

Tvö ný mót á 3.000 millj­arða

Fjár­mun­ina má nýta í ým­is­legt og íburð­inn vant­ar ekki hjá sam­band­inu. Höf­uð­stöðv­ar þess voru dýr­ari en Harpa, árs­þing­ið kostaði meira en Eurovisi­on og rekstr­ar­kostn­að­ur FIFA-safns­ins, sem eng­inn heimsa­ek­ir, er meiri en Þjóð­minja­safns Ís­lands. Fjár­mála­óreið­an hef­ur ver­ið með hrein­um ólík­ind­um en vegna hagn­að­ar af heims­meist­ara­mót­um hef­ur sam­band­inu þó tek­ist að safna um 200 millj­arða króna vara­sjóði á und­an­förn­um 16 ár­um. Það virð­ist samt vera langt í frá nóg fyr­ir suma.

In­fant­ino for­seti þurfti þó að játa sig sigr­að­an í haust þeg­ar hann var gerð­ur aft­ur­reka með hug­mynd­ir að tveim­ur nýj­um mót­um á þingi sam­bands­ins. Um var að raeða nýja deild­ar­keppni lands­liða og al­þjóð­lega út­gáfu Meist­ara­deild­ar­inn­ar. Ótil­greind­ur að­ili átti að eiga rétt inn­an við helm­ing mót­anna og greiða 3.000 millj­arða króna fyr­ir, and­virði lands­fram­leiðslu Ís­lands á yf­ir­stand­andi ári. Eins ótrú­legt og það hljóm­ar neit­aði In­fant­ino að gefa upp hver þessi fjár­fest­ir var en síð­ar tókst fjöl­miðl­um að rekja fjár­magn­ið til rík­is­sjóðs Sá­di-Arab­íu. Raun­ar hitti In­fant­ino Mohammed bin Salm­an, hinn um­deilda krón­prins Sáda, þrisvar sinn­um á ár­inu, með­al ann­ars á opn­un­ar­leik HM þar sem þeir skemmtu sér kon­ung­lega með Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands.

Eðli­lega voru for­svars­menn UEFA, evr­ópska að­ild­ar­sam­bands FIFA, ekki hrifn­ir af þess­ari beinu sam­keppni við arð­ba­er­ustu mót Evr­ópu og komu í veg fyr­ir að eitt­hvað yrði úr hug­mynd­um In­fant­ino, í bili að minnsta kosti. For­seti UEFA, Aleks­and­er Cefer­in, sagði In­fant­ino blind­an af gra­eðgi og sak­aði hann um að reyna að selja sál knatt­spyrn­unn­ar.

Bann­að að gagn­rýna

Rétt eins og und­an­far­in ár höfðu fjöl­miðl­ar vart und­an við að greina frá spill­ing­ar­mál­um inn­an knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar á ár­inu, en ólík­legra er þó orð­ið að meiri­hátt­ar breyt­ing­ar verði inn­an frá. Sú breyt­ing var nefni­lega gerð á siða­regl­um sam­bands­ins að starfs­fólki að­ild­ar­sam­banda og -fé­laga er hrein­lega bann­að að tala illa um sam­band­ið sjálft eða starfs­fólk þess, í tengsl­um við heims­meist­ara­mót. Það hef­ur vaent­an­lega ver­ið erfitt fyr­ir suma að halda í sér þeg­ar fram kom við vitna­leiðsl­ur fyr­ir dómi í Banda­ríkj­un­um að fyrr­ver­andi for­seti arg­entínska og suð­ur­am­er­íska knatt­spyrnu­sam­bands­ins hafi þeg­ið 120 millj­ón­ir króna í mút­ur fyr­ir að greiða Kat­ar at­kvaeði í kjöri um stað­setn­ingu HM 2022. Ekki var það skárra þeg­ar fyrr­ver­andi með­lim­ur FIFA-ráðs­ins sagð­ist á dög­un­um hafa ver­ið boðn­ir tug­ir millj­óna króna fyr­ir að greiða Rúss­um at­kvaeði sitt vegna móts­ins glaesi­lega sem fram fór í ár.

Hátt í 30 áhrifa­menn úr knatt­spyrnu­hreyf­ing­unni hafa ját­að gla­epi sína fyr­ir dómi eft­ir að rann­sókn banda­rískra yf­ir­valda á spill­ing­ar­mál­um hófst um ár­ið, með­al ann­ars fyrr­ver­andi for­set­ar knatt­spyrnu­sam­banda en ásak­an­ir um fjár­mála­m­is­ferli ná aft­ur um ára­tugi. Segja má að spill­ing hafi ver­ið svo al­menn með­al áhrifa­mesta fólks al­þjóðaknatt­spyrn­unn­ar að FIFA hafi varla ver­ið við­bjarg­andi þeg­ar Sepp Blatter hrökkl­að­ist frá völd­um með millj­arða í vas­an­um. En er stað­an mik­ið betri í dag? Í for­seta­tíð In­fant­ino hef­ur mik­ið ver­ið raett um sið­bót en þeg­ar hann var sjálf­ur und­ir smá­sjá siðanefnd­ar sam­bands­ins í fyrra leysti hann nefnd­ina upp að fullu. Nýr með­lim­ur nefnd­ar­inn­ar, Sundra Rajoo, var hand­tek­inn af yf­ir­völd­um í Malas­íu í nóv­em­ber vegna gruns um spill­ingu. Hann sagði sig í kjöl­far­ið frá störf­um fyr­ir nefnd­ina.

FIFA hagn­að­ist um 400 millj­arða króna á HM í Rússlandi. Það er því eitt­hvað til í budd­unni til að halda jólin há­tíð­leg. Draug­ar lið­inna spill­ing­ar­mála munu ef­laust banka upp á í höf­uð­stöðv­un­um á jólanótt, en það er svo sem nóg til fyr­ir þá líka.

FIFA hagn­að­ist um 400 millj­arða króna á HM í Rússlandi. Það er því eitt­hvað til í budd­unni til að halda jólin há­tíð­leg.

Björn Berg Gunn­ars­son fra­eðslu­stjóri Ís­lands­banka

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.