Skrán­ing og gagnsa­ei við sölu bank­anna eyk­ur traust og efl­ir mark­að­inn

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Ífor­stjóri Kaup­hall­ar­inn­ar síð­ast­lið­inni viku rit­aði ég um marg­þa­ett­an ávinn­ing af sölu og skrán­ingu bank­anna fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf. En hvernig er best að standa að mál­um til að há­marka ávinn­ing ís­lensks sam­fé­lags? Vel heppn­að út­boð og tví­hliða skrán­ing Ari­on banka í Nas­daq kaup­hall­irn­ar á Íslandi og í Stokk­hólmi sýndi með óyggj­andi haetti kosti þess­ar­ar leið­ar. Skrán­ing á heima­mark­að greið­ir að­gang að ís­lensk­um fjár­fest­um og skap­ar auk­ið traust með­al er­lendra fjár­festa. Með skrán­ingu sam­hliða í Stokk­hólmi náð­ist til dreifð­ari hóps al­þjóð­legra fjár­festa en ella, en bresk­ir og banda­rísk­ir fjár­fest­ar voru fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir í út­boð­inu.

Raun­haeft er að sala á hlut­um í bönk­un­um fari fram í áföng­um á nokkr­um ár­um með hlið­sjón af um­fangi söl­unn­ar. Eign­ar­hlut­ur rík­is­ins gaeti þó minnk­að fljótt en Banka­sýsla rík­is­ins álít­ur að til að vekja at­hygli allra helstu fjár­festa þurfi frumút­boð að vera um tvö­falt staerra en ný­legt út­boð Ari­on banka, eða 70-105 millj­arð­ar króna. Auk þess að huga að mark­aðs­að­sta­eð­um hverju sinni, þarf rík­ið að gera þrennt til að draga úr óvissu og há­marka sölu­verð­ma­eti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að að­gerð­um til að gera sam­keppn­is­stöðu ís­lensku bank­anna áþekka þeirri sem bank­ar í ná­granna­lönd­un­um búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyr­ir skýr áa­etl­un um sölu­ferl­ið og í þriðja lagi grein­ar­góð lýs­ing á stefnu rík­is­ins sem eig­anda.

Í ljósi reynsl­unn­ar er eðli­legt að fólk spyrji hvort sag­an frá því fyr­ir fjár­mála­hrun­ið geti end­ur­tek­ið sig. Í því sam­bandi er rétt að hafa í huga að viða­mikl­ar breyt­ing­ar hafa ver­ið gerð­ar á reglu­verki og eft­ir­liti á fjár­mála­mark­aði frá því á ár­un­um fyr­ir hrun. Með­al þeirra eru aukn­ar kröf­ur um eig­in­fjár­hlut­föll bank­anna, bann gegn því að bank­arn­ir láni gegn veði í eig­in bréf­um, tak­mark­an­ir á lán­um til vensl­aðra að­ila, þak á kaupauka­greiðsl­ur, stífari regl­ur um gjald­eyris­jöfn­uð bank­anna, hert­ar regl­ur um lausa­fjár­hlut­föll, stór­auk­ið eft­ir­lit með fjár­mála­fyr­ir­ta­ekj­um og auk­in áhersla á þjóð­hags­var­úð ásamt mörg­um öðr­um breyt­ing­um sem sam­eig­in­lega styrkja um­gjörð um fjár­mála­kerf­ið og miða að því að girða fyr­ir þá hegð­un sem or­sak­aði fall bank­anna.

Sala bank­anna er ein­stakt taekifa­eri til að auka gagnsa­ei í fjár­mála­kerf­inu og gera ís­lensk­an hluta­bréfa­mark­að að enn betri aflvaka fram­fara og hagsa­eld­ar. Sala bank­anna gaeti einnig auk­ið þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­mark­aði, en í ná­granna­ríkj­un­um hef­ur þátt­taka al­menn­ings ver­ið lyfti­stöng fyr­ir fjár­mögn­un smárra og með­al­stórra fyr­ir­ta­ekja og er því um mik­ilvaega hags­muni fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf að raeða. Hóf­leg­ar skatta­leg­ar íviln­an­ir til al­menn­ings vegna hluta­bréfa­kaupa gaetu rið­ið baggamun­inn en á hinum Norð­ur­lönd­un­um hafa nú þeg­ar ver­ið inn­leidd­ar eða stend­ur til að inn­leiða slík­ar íviln­an­ir.

Páll Harð­ar­son

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.