Siggi’s skyr selt fyr­ir minnst 40 millj­arða

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN - Hörð­ur AEg­is­son hor­d­[email protected]­bla­did.is Krist­inn Ingi Jóns­son krist­inn­[email protected]­bla­did.is

Sala sviss­neska mjólk­ur­fram­leið­and­ans Emmi á 22 pró­senta hlut sín­um í The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on skil­aði fé­lag­inu 81 millj­ón­ar dala hagn­aði. Mið­að við það var sölu­verð skyr­fyr­ir­ta­ek­is­ins í það minnsta 40 millj­arð­ar króna. Ís­lensk­ir fjár­fest­ar marg­föld­uðu fjár­fest­ingu sína. 200 millj­ón­ir dala var áa­etl­að að velta skyr­fyr­ir­ta­ek­is­ins yrði á ár­inu 2018, eða jafn­virði taep­lega 24 millj­arða ís­lenskra króna

Fyr­ir­ta­ek­ið The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on, sem var stofn­að af Sig­urði Kjart­ani Hilm­ars­syni ár­ið 2006 og var í um 75 pró­senta eigu Sig­urð­ar, aett­ingja hans, vina og annarra sem þeim tengj­ast, var selt til franska mjólk­urris­ans Lactal­is fyr­ir að lág­marki 370 millj­ón­ir dala í byrj­un síð­asta árs. Það jafn­gild­ir um 40 millj­örð­um króna mið­að við þá­ver­andi gengi.

Fram kem­ur í upp­gjöri sviss­neska mjólk­ur­fram­leið­and­ans Emmi Group fyr­ir fyrri helm­ing síð­asta árs, sem birt var síð­ast­lið­ið haust, að fram­leið­and­inn hafi bók­fa­ert hjá sér hagn­að upp á 80,9 millj­ón­ir dala við sölu á öll­um 22 pró­senta hlut sín­um í skyr­fyr­ir­ta­ek­inu. Eft­ir skatta nam sölu­hagn­að­ur­inn 58,9 millj­ón­um dala. Ekki ligg­ur fyr­ir hvert virði eign­ar­hlut­ar­ins var í bók­um Emmi Group fyr­ir söl­una til Lactal­is en ljóst er að sú fjár­haeð var óveru­leg.

Mjólk­ur­fram­leið­and­inn kom fyrst inn í hlut­hafa­hóp The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on ár­ið 2012 með kaup­um á 11 pró­senta hlut en ári síð­ar fór hlut­ur fram­leið­and­ans í 24 pró­sent. Fram­leið­and­inn sá jafn­framt um fram­leiðslu á skyr­inu, sem er selt und­ir vörumerk­inu Siggi’s, í verk­smiðju sinni í upp­sveit­um New York rík­is í Banda­ríkj­un­um. Emmi Group fór með 22 pró­senta hlut í skyr­fyr­ir­ta­ek­inu fyr­ir söl­una til Lactal­is í janú­ar í fyrra og var þá eini fag­fjár­fest­ir­inn í hlut­hafa­hópn­um.

Marg­föld­uðu fjár­fest­ing­una

Ljóst er að þeir sem lögðu fyr­ir­ta­eki Sig­urð­ar til fé, líkt og Emmi, marg­föld­uðu fjár­fest­ingu sína, jafn­vel þannig að þeir fengu hana meira en hund­rað­falt til baka.

Ingi­mund­ur Sveins­son arki­tekt og fjöl­skylda voru á með­al staerstu hlut­hafa The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on með um fimmt­ungs­hlut, sam­kvaemt heim­ild­um Mark­að­ar­ins, og fengu þau því um það bil átta millj­arða króna í sinn hlut við söl­una. Fé­lag í eigu fjöl­skyld­unn­ar, Eld­hrímn­ir, setti fjár­muni í skyr­fyr­ir­ta­ek­ið á ár­un­um 2006, 2008 og 2013 og var hlut­ur fé­lags­ins met­inn á kostn­að­ar­verði, 51 millj­ón króna, í bók­um þess í lok árs 2017.

Að því gefnu að umra­edd fjár­haeð, 51 millj­ón króna, hafi ver­ið eina hluta­fjár­fram­lag fjöl­skyld­unn­ar til skyr­fyr­ir­ta­ek­is­ins nam innri ávöxt­un fjár­fest­ing­ar henn­ar hátt í 80 pró­sent­um á ári á ár­un­um 2006 til 2017, sam­kvaemt út­reikn­ing­um Mark­að­ar­ins. Ma­etti þá með öðr­um orð­um segja að fjöl­skylda Ingi­mund­ar hafi 157-fald­að fjár­fest­ingu sína.

Son­ur Ingi­mund­ar, Sveinn, var á með­al fyrstu sam­starfs­manna Sig­urð­ar Kjart­ans þeg­ar hann stofn­aði fyr­ir­ta­ek­ið í New York ár­ið 2006 og hann­aði með­al ann­ars um­búð­irn­ar um skyr­ið. Sveinn var á með­al staerstu hlut­hafa fyr­ir­ta­ek­is­ins en eign­ar­hlut­ur Sig­urð­ar Kjart­ans nam, eft­ir því sem Mark­að­ur­inn kemst naest, um 25 pró­sent­um.

Ingi­mund­ur, sem rek­ur arki­tekta­stofu í Reykja­vík, var einn nokk­urra ís­lenskra fjár­festa sem keyptu lyfja­verk­smiðj­ur á Spáni ár­ið 2005 í gegn­um fé­lag­ið In­vest Farma. Flest­ir hlut­haf­anna seldu sumar­ið 2013 sam­tals 61 pró­sents hlut í lyfja­fyr­ir­ta­ek­inu til ann­ars veg­ar Fram­taks­sjóðs Ís­lands og hins veg­ar Burða­ráss eign­ar­halds­fé­lags, sem var þá fram­taks­sjóð­ur í eigu Straums fjár­fest­inga­banka, fyr­ir ríf­lega tíu millj­arða.

Ingi­mund­ur á jafn­framt lít­inn hlut í Hval sem og í fjár­fest­inga­fé­lag­inu Alfa en síð­ar­nefnda fé­lag­ið, sem er að mestu í eigu Bene­dikts og Ein­ars Sveins­sona, bra­eðra Ingi­mund­ar, fer með um 65 pró­senta hlut í Kynn­is­ferð­um og 95 pró­senta hlut í Tékklandi bif­reiða­skoð­un.

Tók við sér á ár­inu 2013

Eins og kunn­ugt er var til­kynnt um kaup Lactal­is, staersta mjólk­ur­fyr­ir­ta­ekis heims með ár­lega veltu upp á jafn­virði 2.100 millj­arða króna, á öllu hluta­fé í The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on í janú­ar­byrj­un í fyrra. Fjár­fest­inga­bank­inn JP Morg­an leiddi sölu­ferl­ið.

Vöxt­ur skyr­fyr­ir­ta­ek­is­ins hef­ur ver­ið hrað­ur á und­an­förn­um ár­um og eru vör­ur þess nú fá­an­leg­ar í um 25 þús­und versl­un­um í öll­um ríkj­um Banda­ríkj­anna. Fram kom í Frétta­blað­inu und­ir lok árs 2017 að tal­ið vaeri að velta fyr­ir­ta­ek­is­ins yk­ist um lið­lega 50 pró­sent á ár­inu 2018 og yrði þá sam­tals um 200 millj­ón­ir dala, jafn­virði taep­lega 24 millj­arða króna.

Frá ár­inu 2013 hef­ur skyr­ið ver­ið sú jóg­úr­t­teg­und sem hef­ur vax­ið hvað hrað­ast á Banda­ríkja­mark­aði og er tal­ið að fyr­ir­ta­ek­ið sé með um það bil tveggja pró­senta markaðs­hlut­deild í jóg­úrt­sölu þar í landi.

Sig­urð­ur Kjart­an hef­ur lýst því í sam­tali við fjöl­miðla hvernig hann hóf til­raun­ir með skyr­gerð í eld­hús­inu hjá sér í New York eft­ir gam­alli upp­skrift frá ár­inu 1963 sem móð­ir hans sendi hon­um í faxi frá Íslandi.

Áð­ur en skyr­fram­leiðsl­an hófst starf­aði hann við fyr­ir­ta­ekj­a­ráð­gjöf hjá Deloitte á Wall Street en sagði upp þeg­ar skyrá­hug­inn kvikn­aði. Í kjöl­far­ið kom hann fram­leiðsl­unni af stað á mjólk­ur­búi í upp­sveit­um New York og vör­urn­ar end­uðu í hill­um stór­versl­ana á borð við Whole Foods og Tar­get.

„Auð­vit­að ef­ast mað­ur stund­um en fyr­ir mér var það í raun aldrei í boði að gef­ast upp,“sagði Sig­urð­ur Kjart­an í sam­tali við mbl.is á síð­asta ári.

Hlut­haf­arn­ir hefðu sýnt hon­um þol­in­ma­eði og skiln­ing á með­an hann byggði fyr­ir­ta­ek­ið upp og jafn­framt hefði hann ávallt feng­ið góð við­brögð við skyr­inu. „Þannig að það var margt sem gerði það að verk­um að mað­ur hélt í von­ina. Síð­an hafa síð­ustu þrjú ár ver­ið mjög góð. Þá fór að vera gang­ur í þessu.“

Sig­urð­ur Kjart­an Hilm­ars­son stofn­aði The Icelandic Milk and Skyr Corporati­on í New York ár­ið 2006.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.