Fara á fullt skrið á átján mán­uð­um

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN - Helgi Víf­ill Júlí­us­son helgi­vif­[email protected]­bla­did.is

For­svars­menn Corip­harma, sem ný­lega var stofn­að til að kaupa og reka lyfja­verk­smiðju Acta­vis í Hafnar­firði, horfa fyrst og fremst til þess að fram­leiða lyf sem hafa áð­ur ver­ið fram­leidd í verk­smiðj­unni. Þetta seg­ir Bjarni Þor­varð­ar­son for­stjóri í sam­tali við Mark­að­inn.

„Fyrr­ver­andi við­skipta­vin­ir verk­smiðj­unn­ar þekkja hana af­ar vel. Þeir vita upp á hár hvað verk­smiðj­an get­ur. Þekk­ing­in á fram­leiðsl­unni er enn til stað­ar því við réð­um fyrr­ver­andi starfs­fólk Acta­vis,“seg­ir hann.

„Við vilj­um halda áfram að fram­leiða sam­heita­lyf sem fara á mark­að í Evr­ópu. Sá mark­að­ur vex um 5-7 pró­sent á ári enda er­um við sí­fellt að verða eldri og það kall­ar á aukna lyfja­töku. Ta­ek­in og þekk­ing­in sem þarf til að stíga inn á þenn­an mark­að eru til stað­ar hér í Hafnar­firði.“

Af 37 starfs­mönn­um er Bjarni sá eini sem hafði ekki áð­ur unn­ið fyr­ir Acta­vis. „Ég segi stund­um til gam­ans að hér vinni 37 manns og 36 af þeim hafa gríð­ar­lega reynslu og þekk­ingu af því að starfa í lyfja­geir­an­um. Lang­flest­ir hafa unn­ið hjá Acta­vis og fyr­ir­renn­ur­um þess í fjölda­mörg ár, jafn­vel í 20 ár eða leng­ur,“seg­ir hann.

Guð­björg Edda Eg­gerts­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis á Íslandi, er stjórn­ar­formað­ur Corip­harma og hlut­hafi í fyr­ir­ta­ek­inu. Ottó Björn Ólafs­son, fyrr­ver­andi fram­kvaemda­stjóri Delta sem er for­veri Acta­vis, er einnig í hópi hlut-

Víða skort­ur á fram­leiðslu­getu

Er ekki erfitt að sa­ekja aft­ur í gamla samn­inga því fyr­ir­ta­ek­in hafa ef­laust haf­ið fram­leiðslu hjá öðr­um verk­smiðj­um?

„Það þarf að hafa fyr­ir því að sa­ekja þau við­skipti. Víða í heim­in­um er skort­ur á fram­leiðslu­getu fyr­ir ákveð­in lyf og því er okk­ur tek­ið fagn­andi. Okk­ar sér­haef­ing er að fram­leiða lyf sem eru flók­in í fram­leiðslu að því leyti að við er­um mögu­lega að fram­leiða sama lyf­ið fyr­ir fimm mark­aði í Evr­ópu sem all­ir hafa sitt eig­ið tungu­mál. Því þurfa pakkn­ing­arn­ar og fylgiseðl­ar að vera á ólík­um tungu­mál­um. Marg­ar stór­ar verk­smiðj­ur á Indlandi og Kína búa ekki yf­ir ferl­un­um sem þarf til að sinna slík­um verk­efn­um.“

Hvað þýð­ir Corip­harma?

„Cori er jap­anskt orð og þýð­ir ís. Það er skemmti­legt og þjált. Stefán Jök­ull Sveins­son, einn frum­kvöðl­anna sem stofn­uðu Corip­harma, lagði til þetta nafn og okk­ur lík­aði vel við hrynj­and­ina og mögu­leik­ann á að starfa und­ir því nafni.“

Hvernig kom það til að þið ákváð­uð að kaupa lyfja­verk­smiðju Acta­vis í Hafnar­firði?

„Acta­vis var gríð­ar­lega öfl­ugt fyr­ir­ta­eki sem hafði staekk­að með sí­vax­andi eig­in fram­leiðslu og fyr­ir­ta­ekj­a­kaup­um. Það hafði keypt fyr­ir­ta­eki í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um og var orð­ið ansi um­svifa­mik­ið. Acta­vis varð að lok­um sjálft skot­mark og var yf­ir­tek­ið.

Banda­ríska lyfja­fyr­ir­ta­ek­ið Wat­son reið á vað­ið og keypti það, það var síð­an yf­ir­tek­ið af Allerg­an á Ír­landi og loks keypti ísra­elska fyr­ir­ta­ek­ið Teva það. Þau kaup gengu í gegn ár­ið 2016. Teva til­kynnti að til að há­marka sam­legð í rekstri fjölda fyr­ir­ta­ekja sem höfðu ver­ið keypt í gegn­um ár­in yrði að faekka fram­leiðslu­stöð­um úr 80 í tólf. Verk­smiðj­an á Íslandi var á með­al þeirra sem var lok­að um mitt ár 2017.

Starfs­menn, stjórn­end­ur og fyrr­ver­andi stjórn­end­ur Acta­vis sáu sér leik á borði. Þeim þótti of mik­il verð­ma­eti fólg­in í fast­eign­um, taekj­um, þekk­ingu starfs­fólks og þeim kerf­um sem hafði ver­ið kom­ið á fót til að reka ekki lyfja­verk­smiðju hérna. Þessi hóp­ur tók sig sam­an og fékk fjár­festa að borð­inu til þess að fjár­magna kaup á verk­smiðj­unni og opna hana aft­ur.“

Lyf sem flók­ið er að pakka

Hvers vegna að reka verk­smiðj­una á Íslandi, þar sem kostn­að­ur er haerri en hjá keppi­naut­um frá As­íu?

„Það er ekki hag­kvaemt að fram­leiða öll lyf hér á landi. Kostn­að­ur verk­smiðja á Indlandi er mun laegri. Þa­er fram­leiða hundruð millj­óna taflna fyr­ir einn mark­að. Við reyn­um ekki að keppa við þa­er. Við mun­um fram­leiða nokkra tugi millj­óna í einu en get­um fram­leitt einn og hálf­an millj­arð taflna á ári. Okk­ar sér­staða er að fram­leiða lyf sem flók­ið er að pakka og af­henda, eins og ég kom inn á áð­an, því pakkn­ing­ar og fylgiseðl­ar eru á ólík­um tungu­mál­um. Lyf­in sem slík geta ver­ið hin sömu. Það þarf nefni­lega að sigta inn á ákveð­inn hluta mark­að­ar­ins og vera best­ur þar. Acta­vis tókst það.

Það er mik­il sam­keppni og hún fer vax­andi. Þess vegna þarf að finna sína hillu og halda sig á henni.“

Þurft­uð þið að taka verk­smiðj­una í nef­ið og kaupa ný taeki og tól?

„Alls ekki. Það var taekifa­er­ið sem við sáum. Í stuttu máli sagt, og ein­fald­að, geng­um við inn, kveikt­um á taekj­un­um og hóf­um fram­leiðslu. Það tók okk­ur hálft ár að koma verk­smiðj­unni aft­ur í gang. Það er vegna þess að henni var pakk­að nið­ur ár­ið 2017 með það fyr­ir aug­um að haegt vaeri að taka hana auð­veld­lega upp og setja sam­an. Það sem við gerð­um í þetta hálfa ár var að setja ta­ek­in sam­an aft­ur og dusta ryk­ið af gaeð­aferl­um sem voru til stað­ar. Það þurfti reynd­ar að­eins að að­laga þá að stefnu Corip­harma. Við feng­um leyfi til fram­leiðslu frá Lyfja­stofn­un í des­em­ber.

Mun­ur­inn á stefnu Acta­vis og Corip­harma er að við fram­leið­um lyf í verk­töku fyr­ir aðra. Við þró­um ekki eig­in lyf og eig­um ekki mark­aðs­leyfi held­ur tök­um við pönt­un­um frá öðr­um, sem eiga mark­aðs­leyfi og þurfa að láta fram­leiða fyr­ir sig.“

Corip­harma fram­leiddi sína fyrstu vöru í des­em­ber. Leyf­ið frá Lyfja­stofn­un var veitt á þriðju­degi og fram­leiðsla á sýkla­lyfi fyr­ir þrjú fyr­ir­ta­eki hófst á fimmtu­degi. „Við vor­um komn­ir með pant­an­ir og fram­leidd­um upp í þa­er. Við er­um með röð af samn­ing­um sem við er­um að ganga frá um þess­ar mund­ir.“

Bjarni Þor­varð­ar­son, for­stjóri Corip­harma sem keypti lyfja­verk­smiðju Acta­vis í Hafnar­firði, reikn­ar með að fyr­ir­ta­ek­ið verði rek­ið með hagn­aði á seinni hluta naesta árs. Starfs­menn eru nú 37 en stefnt er á að þeir verði um 150 við lok árs 2020.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.