Skil­aði 15 pró­senta ávöxt­un í fyrra

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Sjóð­ur í stýr­ingu banda­ríska vog­un­ar­sjóðs­ins Bridgewater As­socia­tes skil­aði 14,6 pró­senta ávöxt­un á síð­asta ári, sam­kvaemt heim­ild­um Fin­ancial Ti­mes, á sama tíma og vog­un­ar­sjóð­ir skil­uðu að með­al­tali neikvaeðri ávöxt­un upp á 6,7 pró­sent.

Ár­leg ávöxt­un sjóðs­ins, Pure Alpha Stra­tegy, hef­ur ver­ið 12 pró­sent að með­al­tali frá því hann var sett­ur á lagg­irn­ar ár­ið 1991. Ávöxt­un sjóðs­ins á síð­asta ári var sú besta í fimm ár.

Bridgewater, sem millj­arða­ma­er­ing­ur­inn Ray Dalio stýr­ir, er staersti vog­un­ar­sjóð­ur í heimi með eign­ir í stýr­ingu upp á 160 millj­arða dala. Sjóð­ur­inn hef­ur hagn­ast um ríf­lega 50 millj­arða dala á líf­tíma sín­um, sam­kvaemt gögn­um frá LCH In­vest­ments. Stjórn­end­ur vog­un­ar­sjóðs­ins hafa um nokk­urt skeið lýst yf­ir áhyggj­um sín­um af minni vexti í heims­hag­kerf­inu og sagt marga fjár­festa vera and­vara­lausa gagn­vart að­halds­að­gerð­um seðla­banka víða um heim.

„Við eig­um eft­ir að horfa fram á tölu­vert veik­ari hag­vöxt ár­ið 2019, mið­að við okk­ar grein­ing­ar, og fjár­fest­ar eru al­mennt ekki að taka mið af því í verð­lagn­ingu sinni,“sagði Greg Jen­sen, sjóðs­stjóri hjá Bridgewater, í sam­tali við Reu­ters í fyrra.

Ray Dalio, stofn­andi Bridgewater As­socia­tes.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.