Fjár­mála­mark­að­ir í þung­lyndi

Fréttablaðið - Markadurinn - - MARKAÐURINN -

Góð lend­ing í kjara­samn­ing­um myndi því að öll­um lík­ind­um vera mjög jákvaeð fyr­ir eigna­verð sem og á at­vinnu­stig og vaxta­stig til heim­ila og fyr­ir­ta­ekja.

Ár­ið 2018 reynd­ist um­tals­vert frá­brugð­ið því sem marg­ir spáðu – hag­vöxt­ur var ívið meiri með heil­brigð­ari sam­setn­ingu og við­skipta­af­gang­ur hélst veru­lega jákvaerð­ur. En þeg­ar líða tók á á ár­ið seig á óga­efu­hlið­ina á öðr­um víg­stöðv­um og hef­ur til að mynda ekki ver­ið um fleiri hópupp­sagn­ir að raeða síð­an 2009. Að sama skapi vakti at­hygli að upp­sagn­ir voru dreifð­ar á flutn­inga, fisk­vinnslu og iðn­að­ar­fram­leiðslu og ein­skorð­ast því ekki við flug­geir­ann eins og frétta­flutn­ing­ur virð­ist helst bera með sér. Það gef­ur til kynna ákveð­in var­úð­ar­merki en vinnu­mark­að­ur var þó far­inn að mark­ast af ákveð­inni spennu þar sem at­vinnu­leysi var orð­ið sögu­lega mjög lágt og lík­lega und­ir nátt­úru­legu at­vinnu­leysi.

Heilt yf­ir er staða Ís­lands góð og þó svo að blik­ur séu enn á lofti þá er staða hag­kerf­is, heim­ila og fyr­ir­ta­ekja sterk í grunn­inn. En þrátt fyr­ir ága­eta stöðu þá var ár­ið 2018 ekki gjöf­ult á eigna­mörk­uð­um. Veik­ing krón­unn­ar á haust­mán­uð­um smit­aði hratt yf­ir í verð­lag og end­aði verð­bólg­an í 3,7% sem er mesta ár­lega haekk­un verð­lags frá ár­inu 2013 en þá var verð­bólg­an 4,2%. Krón­an hef­ur tek­ið að styrkj­ast aft­ur á sein­ustu vik­um árs­ins, enda má rekja hraða veik­ingu henn­ar á haust­mán­uð­um til hra­eðslu­ástands vegna rekst­urs flug­fé­lag­anna og auk­ins hita í kjara­bar­áttu, og naer verð­lag mögu­lega jafn­vaegi í kjöl­far­ið á styrk­ing­unni. En þessi aukn­ing í verð­bólgu varð til þess að raunávöxt­un á inn­láns­reikn­ing­um og óverð­tryggð­um skulda­bréf­um varð slöpp og sig­ur­veg­ar­ar árs­ins urðu verð­tryggð rík­is­skulda­bréf (ann­að ár­ið í röð!). Lit­ið á dreifð eigna­söfn þá var heild­arávöxt­un verð­bréfa á fjár­mála­mark­aði maeld með Mark­aðs­vísi­tölu GAMMA 3,8% að nafn­virði sem er 0% raunávöxt­un. Hluta­bréfa­mark­að­ur veld­ur von­brigð­um þriðja ár­ið í röð en skulda­bréf, sér­stak­lega þau verð­tryggðu, halda ávöxt­un uppi ásamt vel völd­um er­lend­um fjár­fest­ing­um.

Sterk­ari und­ir­stöð­ur

Heilla­vaen­legt reynd­ist fyr­ir ís­lenska fjár­festa að kaupa gjald­eyri í byrj­un árs og fjár­festa er­lend­is en síð­an sneru mark­að­ir er­lend­is við og skil­uðu flestall­ir neikvaeðri ávöxt­un þeg­ar upp var stað­ið, til daem­is var ávöxt­un banda­rísku vísi­töl­unn­ar S&P500 -7% og þýsku vísi­töl­unn­ar DAX -18%, japönsku vísi­töl­unn­ar Nikk­ei -12% og heild­ar­vísi­tölu skulda­bréfa -1,4% (heims­vísi­tala skulda­bréfa sam­sett úr 24 lönd­um). Það skipt­ir því höf­uð­máli að skoða vel í hverju er fjár­fest er­lend­is og fara yf­ir eigna­dreif­ingu og val á gjald­miðl­um þeg­ar fjár­fest­ing­ar­ákvarð­an­ir eru tekn­ar. Er­lend­ir mark­að­ir bjóða upp á úr­val fjár­fest­ing­ar­kosta og enn meiri taekifa­eri til áhaettu­dreif­ing­ar en sá inn­lendi og því er mik­ilvaegt að skoða vel skulda­bréf, sér­haefð­ar fjár­fest­ing­ar og lána­sjóði.

Ljóst er að mik­il breyt­ing hef­ur orð­ið á ís­lensku hag­kerfi með til­komu ferða­þjón­ust­unn­ar og eru und­ir­stöð­ur ís­lensks efna­hags­lífs mun breið­ari, og um leið sterk­ari, en áð­ur hef­ur ver­ið. Með til­komu svo stórr­ar gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein­ar hef­ur nú ís­lenskt hag­kerfi snú­ið í það að vera með jákvaeða er­lenda stöðu, þ.e. meiri eign­ir er­lend­is en skuld­ir. Þetta tvennt – stór­ar gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein­ar og jákvaeð er­lend staða – hef­ur breytt jafn­vaeg­is­raun­gengi lands­ins og gert það sterk­ara en áð­ur hef­ur ver­ið. Til stuðn­ings við geng­ið er líka stór gjald­eyr­is­vara­forði ásamt áfram­hald­andi jákvaeð­um við­skipta­af­gangi. Þetta leið­ir jafn­framt af sér að jafn­vaeg­is­raun­vext­ir lands­ins eru laegri en þeir voru áð­ur enda hafa raun­vext­ir laekk­að um­tals­vert á ár­inu 2018 og voru í árs­lok í kring­um 1,4% á löng­um verð­tryggð­um rík­is­skulda­bréf­um. Raun­vaxta­stig til skemmri tíma er hins veg­ar kom­ið nið­ur í 1% og laekk­ar úr 2% frá ár­inu 2017 og vek­ur at­hygli að þessi laekk­un vaxta hafi ekki skil­að sér meira í eigna­verð. Sér í lagi er það at­hygl­is­vert að þetta lága grunn­vaxta­stig skil­ar sér að litlu leyti til heim­ila og fyr­ir­ta­ekja sem þurfa enn að fjár­magna sig á raun­vöxt­um á bil­inu 3-4% (horft til fastra raun­vaxta en ekki breyti­legra) sem þýð­ir þá að nið­ur­stað­an sé sú að áhaettu­álag á út­gef­end­ur á Íslandi hef­ur ver­ið að haekka.

Staersta óvissu­mál­ið

En áhaettu­álag­ið er lík­lega ekki að aukast bara vegna áhaettu; enn eru hér inn­fla­eðis­höft og fram­boð láns­fjár hef­ur held­ur dreg­ist sam­an vegna ým­issa sam­verk­andi þátta. Þó má nú loks gera ráð fyr­ir því að ár­ið 2019 verði inn­fla­eðis­höft­um að fullu aflétt og bú­ið að leysa úr af­l­andskrón­ustafla sem var hér enn til stað­ar. Það eru því ásta­eð­ur til bjart­sýni en staersta óvissu­mál­ið er sem fyrr úr­lausn kjara­samn­inga og því er beð­ið eft­ir nið­ur­stöðu í þeim mál­um en mark­að­ir verð­leggja inn átök og neikvaeða nið­ur­stöðu. Góð lend­ing í kjara­samn­ing­um myndi því að öll­um lík­ind­um vera mjög jákvaeð fyr­ir eigna­verð sem og á at­vinnu­stig og vaxta­stig til heim­ila og fyr­ir­ta­ekja.

Valdi­mar Ár­mann for­stjóri GAMMA

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.