Kímni­gáfa ráð­herr­ans vakti mis­jafna lukku

Ut­an­rík­is­ráð­herra sagði formann Við­reisn­ar reynslu­lít­inn í umra­eð­um á þing­inu, en umma­el­in vöktu mis­jöfn við­brögð net­verja. Sak­laust grín að mati ráð­herr­ans. Að­eins Stein­grím­ur J. Sig­fús­son hef­ur set­ið leng­ur á þingi en Þor­gerð­ur.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR ∙ FRÉTTABLAÐIÐ - Gret­art­hor@fretta­bla­did.is

ALÞINGI Umm­a­eli sem Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra lét falla í líf­leg­um umra­eð­um á Alþingi á fimmtu­dags­kvöld vöktu at­hygli í gaer og féllu sums stað­ar í grýtt­an far­veg. „Hátt­virt­ur þing­mað­ur er kannski bú­in að vera svo stutt hérna að hún þekk­ir ekki hverj­ar leik­regl­urn­ar eru. Það er bara reynslu­leysi sem ger­ir það að verk­um að þess­ar spurn­ing­ar ganga fram,“sagði Guð­laug­ur Þór í kjöl­far raeðu Þor­gerð­ar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur, þing­manns Við­reisn­ar

Hann sagði ESB-sinna fara með rang­fa­ersl­ur um EES-samn­ing­inn og með því vaeru þeir að grafa und­an samn­ingn­um og klykkti út með orð­un­um: „Það er al­veg skýrt markmið hjá mér, virðu­legi for­seti, það er að koma stað­reynd­un­um á fram­fa­eri og það mun ég gera og ég skal al­veg segja ykk­ur það, ég skal bara spá fyr­ir um það, það mun fara illa í hátt­virta þing­menn Við­reisn­ar sem eru með ESB­sýk­ina og þeir munu illa þola þetta.”

Í sam­tali við Fréttablaðið sagð­ist Þor­gerð­ur Katrín hafa ver­ið að halda uppi eft­ir­lits­hlut­verki þings­ins með því að spyrja spurn­inga og reyna að eiga í mál­efna­leg­um umra­eð­um.

„Það skipt­ir máli að við vönd­um okk­ur og við þurf­um öll að gera það.“Hún sagð­ist aetla að horfa fram á veg­inn og að hún erfi þetta ekki við Guð­laug. „Það er eitt og ann­að sagt í hita leiks­ins og við verð­um líka að skoða það þannig,“baetti hún við.

„Er fólk orð­ið full­kom­lega húm­ors­laust í þess­um heimi? Stein­grím­ur J. er eini mað­ur­inn sem set­ið hef­ur leng­ur,“voru fyrstu við­brögð Guð­laugs Þórs þeg­ar mál­ið var bor­ið und­ir hann. „Ég geri ekki grein­ar­mun á körl­um og kon­um á þingi,“tók Guð­laug­ur fram þeg­ar hann var spurð­ur hvort hon­um þa­etti umma­el­in ekki niðr­andi í garð kvenna.

„Ég er bú­inn að vera á þingi síð­an ár­ið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu all­an þenn­an tíma og ég mun halda því áfram með­an ég er þing­mað­ur og ráð­herra,“sagði Guð­laug­ur sem lít­ur svo á að um sak­laust grín sé að raeða.

Ég er bú­inn að vera á þingi síð­an ár­ið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu all­an þenn­an tíma og ég mun halda því áfram. Guð­laug­ur Þór Þórð­ars­son, ut­an­rík­is­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.