Hvað býr í huga raðmorð­ingja?

Dr. Ann Bur­gess er á leið­inni til lands­ins.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana@fretta­bla­did.is

Páll Ósk­ar Hjálm­týs­son býr nán­ast í Borg­ar­leik­hús­inu um þess­ar mund­ir. Hann fer með hlut­verk Frank-N-Furt­er í upp­fa­erslu leik­húss­ins á Rocky Horr­or. Sýn­ing­arn­ar eru fimm í viku og því hef­ur Páll Ósk­ar hlúð vel að sér í bún­ings­her­bergi sínu.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Páll Ósk­ar bregð­ur sér í þetta skemmti­lega og krefj­andi hlut­verk því fyr­ir 27 ár­um reim­aði hann á sig kor­selett­ið með leik­fé­lagi MH.

„Ég er af­ar hraerð­ur og upp með mér. Líka hissa, hrein­lega vegna þess að ég hef aldrei upp­lif­að mig sem aktív­ista í at­lögu gegn for­dóm­um. Ég er ekki að gera at­lögu að ein­um né nein­um. Ég er eng­inn bar­áttu­mað­ur, en ég er fyrst og fremst í liði með kaer­leik­an­um. Ka­er­leik­ur­inn mun ekki nást gegn­um stríð. Ég hata stríð í hvaða mynd sem það birt­ist. Ég meika ekki fólk sem til daem­is leit­ar uppi átök á spjall­rás­um. Ég forð­ast daeg­ur­þras og rifr­ildi. Þetta er orka sem ég get ekki ver­ið í, því hún laet­ur mig hrein­lega deyja inn­an í mér. Ég upp­lifi mig fyrst og fremst sem söngv­ara og lista­mann. Það starf verð­ur til þess að mað­ur get­ur stund­um nýtt glugga til þess að láta í sér heyra, ég vona að ég hafi gert það til að koma á fram­fa­eri lífs­við­horf­um sem ég hef,“seg­ir Páll Ósk­ar.

Hann seg­ist snemma hafa tek­ið ákvörð­un um að vera sam­kvaem­ur sjálf­um sér. „Ég vildi ein­fald­lega troða upp fyr­ir alla. Þjóð­fé­lags­staða, stétt, ald­ur, kyn­hneigð, húðlit­ur. Allt þetta skipt­ir mig engu máli. All­ir fá sama sjóvið. Á sama tíma, þá vildi ég ekki gefa neinn af­slátt af homm­an­um í mér. Ekki held­ur gagn­vart börn­um, ung­ling­um, há­um, lág­um, rík­um jafnt sem jað­ar­sett­um,“seg­ir Páll Ósk­ar og vík­ur að því sem raun­veru­lega skipt­ir hann máli.

„Ytra út­lit þitt og að­sta­eð­ur skipta engu. Hjarta­lag og karakt­er skipt­ir mestu máli. Ertu heið­ar­leg mann­eskja, mað­ur orða þinna? Ég á mjög erfitt með að vera í sama her­bergi og fólk sem býr yf­ir ill­um ásetn­ingi. Á sama tíma þoli ég það ekki þeg­ar ég er mál­að­ur sem ein­hver eng­ill. Ég er það ekki baun. Ég er full­ur af brest­um sem ég þarf að díla við á hverj­um degi. Eina leið­in til að díla við brest­ina er heið­ar­leik­inn,“legg­ur Páll Ósk­ar áherslu á.

„Í gegn­um þetta allt sam­an, öll

þessi millj­ón við­töl sem ég hef far­ið í, þá hef ég ef til vill náð að víkka sjón­deild­ar­hring fólks sem hafði kannski rör­sýn á ákveðna hluti. Ef það gerð­ist ein­hvern tíma á leið­inni síð­ustu ár þá er það frá­ba­ert. En ég laerði það fyr­ir löngu að þú get­ur ekki stjórn­að við­brögð­um fólks við því sem þú ger­ir. Ég get ekki stjórn­að því hvort fólk klapp­ar fyr­ir mér eða ekki. En ég er bú­inn að laera það að ég get stjórn­að mín­um við­brögð­um við því sem ann­að fólk seg­ir og ger­ir við mig. Mitt við­horf gagn­vart því öllu skipt­ir mestu máli. Ég raeð al­veg hvort jafn­vel árás­ir ann­ars fólks hafa áhrif á mig eða ekki. Þetta er staersti laer­dóm­ur sem ég hef til­eink­að mér í líf­inu,“seg­ir Páll Ósk­ar.

Ég til­eink­aði mér þessi við­horf fyr­ir um það bil fimmtán ár­um. Þá tók ég við­horf mitt til lífs­ins al­gjör­lega í gegn. En vinn­an við það var ein­fald­ari en marg­an gaeti grun­að. Ég fór ein­fald­lega að þakka fyr­ir allt.

Þetta hljóm­ar mjög vaem­ið, ég geri mér grein fyr­ir því,“seg­ir Páll Ósk­ar og bros­ir. „Ég vakna á morgn­ana og þakka fyr­ir það að hafa vakn­að. Og ég segi já takk við öllu. Ég segi já takk við því að ég hafi sjón og heyrn. Ég þakka fyr­ir það að geta stig­ið fram úr rúm­inu vegna þess að það geta það ekk­ert all­ir. Svo þakka ég fyr­ir allt sem verð­ur á vegi mín­um um dag­inn. Ég þakka fyr­ir kött­inn minn, Fréttablaðið sem kem­ur inn um lúg­una, rign­ing­una. Ég sé það jákvaeða, það er svo mik­ið líf í rign­ing­unni.

Þeg­ar þú ferð svo út í dag­inn, drekk­hlað­inn af þakkla­eti þá er ósköp lít­ið pláss fyr­ir reiði og gremju í sál­ar­tetr­inu. Allt þetta daeg­ur­þras sem sa­ek­ir að manni á hverj­um degi. Allt þetta rex og pex hef­ur ósköp lít­il áhrif á mann ef mað­ur pass­ar sig á því að lifa í þakkla­eti. Í þakkla­et­inu er svo miklu auð­veld­ara að díla við erf­iðu verk­efn­in þeg­ar þau koma – og trúðu mér, þau munu koma,“seg­ir Páll Ósk­ar frá.

Við­horf­ið seg­ir hann hafa gagn­ast sér vel. „Ég hugsa alltaf, hvaða við­horf aetl­ar þú að hafa gagn­vart þessu verk­efni. AEtl­arðu að leggj­ast í kör og fara í fýlu? Eða aetl­ar þú að laga á þér hár­ið og gera þitt besta? Með þessu við­horfi þá finnst mér ég hafa sigr­ast á mjög erf­ið­um hindr­un­um í líf­inu. Hindr­un­um sem ég hélt við fyrstu sýn að ég gaeti ekki yf­ir­stig­ið,“seg­ir Páll Ósk­ar.

„Eins og að vera í þess­um bransa í hátt í 30 ár. Að meika naesta gigg. Nú er ég að gera fimm sýn­ing­ar í hverri viku. Því fylg­ir veru­legt álag. Ég þarf að bera naega virð­ingu fyr­ir verk­efn­inu til þess að bera ábyrgð á sjálf­um mér. Ég maeti ekki kald­ur á svið held­ur und­ir­bý mig vel. Þar með sýni ég sam­starfs­fólki mínu og því góða fólki sem hef­ur keypt sér miða á sýn­ing­una virð­ingu. Uppsker­an er því­lík gleðisprengja á hverju kvöldi. Það er ótrú­leg orka sem leys­ist úr laeð­ingi á sýn­ing­um hér.“

Páll Ósk­ar seg­ir ákveðn­um hring lok­að með því að hann hafi tek­ið að sér hlut­verk Frank-N-Furt­er. „FrankN-Furt­er kom til mín þeg­ar ég var fjór­tán ára gam­all. Í gegn­um VHSvíd­eó­spólu sem ég leigði á Holts­göt­unni. Rocky Horr­or varð fyrsti glugg­inn minn inn í ákveð­inn heim sem ég vissi ekki að vaeri til. En í þess­um heimi fann ég fólk­ið mitt. Þetta var fyrsti vís­ir­inn að því að ég fór að hugsa um það að koma kannski út úr skápn­um.

Rocky Horr­or er verk­ið sem hef­ur gef­ið mörgu hinseg­in fólki rými. Stökkpall og kjark til þess að koma út. Á hverju kvöldi er ég hér á svið­inu að þakka fyr­ir mig. Og gefa það áfram. Til ein­hvers ann­ars, ég veit ekki hvort það er ein­hver fjór­tán ára gam­all strák­ur úti í sal sem er í ná­kvaemlega sömu stöðu og ég var í. Það má vel vera að við sé­um að gera það nú þeg­ar,“seg­ir Páll Ósk­ar.

„Leik­hóp­ur­inn faer frá­sagn­ir af börn­um, sem hafa kom­ið hing­að á sýn­ing­ar til okk­ar, hafa átt erfitt með að sýna til­finn­ing­ar sín­ar og raeða mál­in en hafa opn­ast. Maett í skól­ann bein í baki og sýnt á sér allt aðr­ar hlið­ar! Það er eins og sýn­ing­in hafi leyst áð­ur óþekkt­ar og jafn­vel baeld­ar til­finn­ing­ar úr laeð­ingi. Ef það er uppsker­an þá er ég al­veg til­bú­inn til að vera Frank-N-Furt­er fimm sinn­um í viku,“seg­ir hann að lok­um.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Páll Ósk­ar með verð­launa­grip­inn góða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.