Nátt­úru­vín

Nátt­úru­vín virð­ist vera á vör­um allra helstu sa­elkera lands­ins um þess­ar mund­ir og flest­ir veit­inga­stað­ir í Reykja­vík kepp­ast um að bjóða upp á þessa teg­und víns. En hvað er nátt­úru­vín og hvers vegna þessi mikla hrifn­ing?

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Stefán Þór Hjart­ar­son stef­ant­hor@fretta­bla­did.is

Tísku­bóla eða eitt­hvað meira?

Nátt­úru­vín er nýj­asta trend­ið í Reykja­vík, að minnsta kosti eru all­ir helstu hip­ster­arn­ir að þamba þessa teg­und víns að því er virð­ist í hvert ein­asta mál og tala svo um það á in­ter­net­inu. Nokkr­ir veit­inga­stað­ir eru farn­ir að bjóða upp á úr­val nátt­úru­vína og heyrst hef­ur sagt að mun­ur­inn á nátt­úru­víni og hefð­bundnu víni sé eins og á app­el­sínusafa blönd­uð­um úr þykkni og þeim sem er nýkreist­ur úr fersk­um, vel þrosk­uð­um app­el­sín­um.

Tumi Fer­rer, fra­eðslu­stjóri kaffi­húsa Te & Kaffi, er mik­ill sa­elkeri sem kann að njóta mat­ar og drykkj­ar og hef­ur mikl­ar maet­ur á nátt­úru­vín­um.

NÁTT­ÚRU­VÍN FYR­IR MÉR [ERU] EINS OG AL­VÖRU SÚR­DEIGS­BRAUÐ Á MEЭAN HEFÐBUNDIN VÍN ERU SJALDAN MEIRA EN „GLORIFIED“HEIMILISBRAUÐ.

„Nátt­úru­vín fyr­ir mér eru það sem ég myndi kalla þambvaen vín („chugga­ble“). Ég fór einu sinni í víns­mökk­un hjá fyrr­ver­andi vín­þjóni á Noma sem lét okk­ur taka einn gúl­sopa af hefð­bundnu víni og síð­an ann­an af nátt­úru­víni. Síð­an tók­um við gúl­sopa af verk­smiðju­fram­leidd­um eplasafa og bár­um sam­an við eplasafa með engu við­ba­ettu og engu teknu úr. Nátt­úru­vín­ið, al­veg eins og nátt­úru­legi eplasaf­inn, rann ljúf­lega nið­ur á með­an hitt naest­um því stopp­aði í háls­in­um, eins og lík­am­inn vaeri að hafna því.“Hvernig kynnt­istu þess­um vín­um? „Fyrsta nátt­úru­vín­ið sem ég smakk­aði, með­vit­að­ur um hug­tak-

ið, var sumar­ið 2014 í Kaup­manna­höfn á veit­inga­stað sem heit­ir Relae. Síð­an þá hef­ur Kaup­manna­höfn ver­ið ein af upp­á­halds­borg­un­um mín­um. Kaup­manna­höfn er mor­andi í nátt­úru­víni og mik­ið af vín­búð­um þar sem selja ein­ung­is þannig vín. Enda fer mani­festó nýn­orraenn­ar mat­ar­gerð­ar, eins og Relae vinn­ur eft­ir, mjög vel sam­an við hug­mynda­fra­eði nátt­úru­víns, að mínu mati.

Ég hafði kynnst hug­tak­inu þeg­ar ég vann á Dilli 2011-2013 en þá var ekk­ert til á Íslandi sem kall­að­ist nátt­úru­vín, þannig að þeg­ar gest­ir spurðu hvort við aett­um þannig vín gát­um við bara maelt með lífra­en­um eða bíó­dýna­mísk­um vín­um í stað­inn.

Með tím­an­um fór ég að kynn­ast fólki sem gat sagt mér meira frá þessu fyr­ir­baeri og það sköp­uð­ust taekifa­eri til að smakka vín­in í stór­um hópi, jafn­vel pör­uð sam­an með góð­um mat.“

Hver finnst þér vera mun­ur­inn á nátt­úru­víni og hefð­bundnu víni?

„Ef ég á að vera virki­lega neikvaeð­ur þá eru nátt­úru­vín fyr­ir mér eins og al­vöru súr­deigs­brauð á með­an hefðbundin vín eru sjaldan meira en „glorified“heimilisbrauð. En það eru auð­vit­að til und­an­tekn­ing­ar. Sum af mín­um upp­á­haldsvín­um sem ég hef smakk­að yf­ir aevina hafa ver­ið „hefðbundin“.

Hvað tel­urðu ásta­eðu þess að nátt­úru­vín eru svona vinsa­el núna?

„Ég veit hrein­lega ekki af hverju nátt­úru­vín er að ná svona mikl­um skrið­þunga núna. Ég hra­eðist mest að stemn­ing­in fari sam­an með góða­er­inu sem er í gangi núna og það verði lit­ið nið­ur á nátt­úru­vín þeg­ar kem­ur kreppa. En ég held samt að nátt­úru­vín eigi sold­ið mó­ment núna vegna þess að það hafa ver­ið mann­eskj­ur með ástríðu fyr­ir þess­um vín­um á Íslandi sem hafa ver­ið dug­leg­ar við að gauka þeim að okk­ur í þeirri von að fleira og fleira fólk verði for­vit­ið og sé til­bú­ið að stíga út fyr­ir þa­eg­ind­aramm­ann og smakka eitt­hvað skrýt­ið. Skrýt­ið er skemmti­legra.“

Tumi Fer­rer, ví­ná­huga­mað­ur

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.