Stefna VG verði að koma skýr­ar fram

Titr­ing­ur er inn­an VG vegna yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar um stuðn­ing við að­gerð­ir í Sýr­landi.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Ad­al­heidur@fretta­bla­did.is

„Hern­að­ar­að­gerð­ir koma ekki á friði. Póli­tísk­ar viðra­eð­ur og diplóma­tísk­ar lausn­ir koma á friði,“seg­ir Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur Vinstri graenna. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son raeddi mál­efni Sýr­lands á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gaer­kvöldi og fór yf­ir við­brögð ís­lenskra stjórn­valda vegna loft­árása Banda­ríkja­manna, Breta og Frakka um helg­ina.

Rósa seg­ir fund­inn hafa ver­ið mjög upp­lýs­andi en hann hafi þó ekki breytt af­stöðu sinni. „Ég er enn and­snú­in þess­um að­gerð­um og hef ekk­ert breytt af­stöðu minni þrátt fyr­ir fund­inn,“seg­ir Rósa og baet­ir við: „Stefna VG verð­ur að koma fram með skýr­ari haetti í ut­an­rík­is­stefnu Ís­lands, það er mín skoð­un og ég mun ekki hvika frá henni.“Rósa seg­ist hafa feng­ið mik­ið af skila­boð­um frá flokks­fé­lög­um og kjós­end­um vegna máls­ins. „Ég hef fund­ið fyr­ir mikl­um stuðn­ingi við þau sjón­ar­mið sem ég hef hald­ið á lofti.“

„Það vaeri miklu betri brag­ur á því að VG faeri að við­ur­kenna að með rík­is­stjórn­ar­setu sinni eru þau að styðja að­gerð­ir NATO. Það er lang­best að segja það hreint út. Það skað­ar ut­an­rík­is­stefnu okk­ar að vera með ein­hverja hálfvelgju,“seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur Við­reisn­ar og nefnd­ar­mað­ur í ut­an­rík­is­mála­nefnd.

Hún seg­ir yf­ir­lýs­ing­ar for­ystu­fólks rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa ver­ið mis­vís­andi.

„Það þekkja all­ir ólíka stefnu flokk­anna í þess­um efn­um, en stjórn­arsátt­mál­inn er skýr,“seg­ir Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra að­spurð­ur um sam­stöðu um mál­ið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar og af­stöðu til loft­árás­anna. Hann seg­ir eng­an titr­ing í rík­is­stjórn­inni vegna máls­ins.

SÝR­LAND Fund­um verð­ur fram hald­ið í Örygg­is­ráði Sa­mein­uðu þjóð­anna í dag til að raeða til­lögu Banda­ríkja­manna, Breta og Frakka að álykt­un um að­gerð­ir vegna Sýr­lands og auka með því þrýst­ing á Rússa um að láta af stuðn­ingi við Sýr­lands­stjórn.

Sam­kvaemt til­lög­unni yrði Al­þjóð­lega efna­vopna­stofn­un­in (OPCW) að skila skýrslu inn­an 30 daga um efna­vopna­birgð­ir Sýr­lands­stjórn­ar, sjúkra­flutn­ing­ar og ör­ugg­ir flutn­ing­ar hjálp­ar­gagna til Sýr­lands yrðu tryggð­ir og gerð krafa um að stjórn Bashars Al-Assad gangi til frið­ar­viðra­eðna í góðri trú og án allra skil­yrða.

Ut­an­rík­is­ráð­herr­ar ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins hitt­ast einnig í Brus­sel í dag og gert er ráð fyr­ir að þeir styðji álykt­un­ar­drög ríkj­anna þriggja.

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son og aðr­ir ut­an­rík­is­ráð­herr­ar Norð­ur­land­anna hitt­ast í Stokk­hólmi í dag, en þar er Guð­laug­ur Þór stadd­ur til að taka þátt í jafn­rétt­is­þingi.

Þótt flest­ir þjóð­ar­leið­tog­ar Vest­ur­landa hafi ým­ist lýst stuðn­ingi eða full­um skiln­ingi á loft­árás­um Banda­ríkja­manna, Frakka og Breta í Sýr­landi eru mjög skipt­ar skoð­an­ir um þa­er víða um heim og hafa al­menn­ir borg­ar­ar baeði í Banda­ríkj­un­um og víð­ar mót­ma­elt á göt­um úti um helg­ina.

Þing­menn í árás­ar­ríkj­un­um hafa einnig gagn­rýnt að ekki hafi ver­ið haft sam­ráð við þjóð­þing ríkj­anna um árás­irn­ar. Þá skipt­ast sér­fra­eð­ing­ar í þjóða­rétti á skoð­un­um um lög­ma­eti árás­anna.

Af yf­ir­lýs­ing­um leið­toga ríkj­anna þriggja að daema virð­ast árás­irn­ar fyrst og fremst hafa haft póli­tísk markmið; það er, að halda uppi trú­verð­ug­leika ríkj­anna, ekki síst gagn­vart leið­tog­um Sýr­lands og Rúss­lands, enda hafi lín­an ver­ið löngu dreg­in í sand­inn og Assad far­ið yf­ir þá línu með efna­vopna­árás­um á eig­in borg­ara, eins og Macron Frakk­lands­for­seti lýsti í yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far árás­anna.

Um ein­angr­aða að­gerð var að raeða en ekki lið í röð að­gerða. Þannig var ekki um að raeða að­gerð til að rjúfa sam­göngu­leið­ir eða sam­skipta­leið­ir eða aðra inn­viði. Val á skot­mörk­un­um þrem­ur virð­ist þannig ekki haft þann til­gang sér­stak­lega að hindra frek­ari efna­vopna­árás­ir held­ur hafi ver­ið val­in skot­mörk með teng­ingu við efna­vopna­fram­leiðslu.

Breska stjórn­in hef­ur þó, ein rík­is­stjórn­anna þriggja, vís­að sér­stak­lega til mann­úð­ar­sjón­ar­miða í yf­ir­lýs­ingu um lög­ma­eti árás­anna og vís­ar með því til þeirra við­horfa að heim­ilt sé í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um að beita hervaldi í öðru ríki af knýj­andi mann­úð­ar­ásta­eð­um.

Þrátt fyr­ir að stofn­sam­þykkt­ir Sa­mein­uðu þjóð­anna heim­ili ein­göngu hern­aða­r­í­hlut­an­ir þvert á landa­ma­eri ef um sjálfs­vörn er að raeða, hafa ver­ið faerð rök fyr­ir því að beita megi hervaldi af knýj­andi mann­úð­ar­ásta­eð­um.

Hern­aða­r­í­hlut­un hef­ur nokk­uð oft átt sér stað með þess­um rök­um, með­al ann­ars í Persa­flóa­stríð­inu, í stríð­inu á Balk­anskaga, í Síerra Leóne og Líberíu svo daemi séu tek­in.

Að mati Marcs Well­er, pró­fess­ors í þjóða­rétti við Ca­mebridge-há­skóla, myndu hvers kyns hern­að­ar­að­gerð­ir inn­an landa­ma­era annarra full­valda ríkja af öðr­um ásta­eð­um alltaf þarfn­ast fyr­ir­fram sam­þykk­is Örygg­is­ráðs Sa­mein­uðu þjóð­anna til að geta tal­ist samra­em­ast sam­þykkt­um SÞ, þar á með­al að­gerð­ir til að knýja önn­ur ríki til að virða al­þjóða­lög.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Það var þröngt set­ið við borð­ið á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar í gaer­kvöld. Þar gerði Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra grein fyr­ir af­stöðu stjórn­valda til hern­að­ar­að­gerða Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Frakk­lands í Sýr­landi. Sú af­staða fer þvert...

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EPA

Örygg­is­ráð Sa­mein­uðu þjóð­anna fund­aði um helg­ina og hitt­ist aft­ur í dag og raeð­ir drög að álykt­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.