Guð­mund­ur Stein­gríms­son skrif­ar um óþarfa stjórn­mála­flokka.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Guð­mund­ur Stein­gríms­son

Einu sinni var ver­öld­in þannig að það fól í sér mjög sterka póli­tíska af­stöðu að ákveða á hvaða bens­ín­stöð aetti að stoppa á leið um Hval­fjörð. Ef mað­ur stopp­aði í Botns­skála var mað­ur fylg­is­mað­ur Sjálfsta­eðis­flokks­ins. Ef mað­ur stopp­aði á Þyrli var mað­ur hlið­holl­ur Fram­sókn­ar­flokkn­um. Ef mað­ur keypti bens­ín­ið á Ferstiklu var mað­ur komm­ún­isti.

Á fleiri svið­um fól dag­legt hátt­erni í sér póli­tíska af­stöðu. Það skipti vita­skuld máli hvaða dag­blöð fólk las. Víða skipti máli í hvaða baka­ríi fólk keypti sa­eta­brauð. Ekki tóku sjall­ar í mál að borða komma­snúð eða öf­ugt. Hveit­ið var póli­tískt. Líf­ið hlýt­ur að hafa ver­ið erfitt fyr­ir óákveðna, sem svitn­uðu ábyggi­lega mjög á efri vör á degi hverj­um við að taka rétt­ar póli­tísk­ar inn­kaupa­ákvarð­an­ir.

Breytt ver­öld

Nú hef­ur ver­öld­in breyst. Það eru kom­in göng und­ir Hval­fjörð og bens­ín­stöðv­arn­ar þar mega muna sinn fíf­il feg­urri. Ég held að ákaf­lega fá­ir spái í flokkapóli­tíska merk­ingu hveit­is eða dísi­lol­íu. Póli­tík er auð­vit­að samt víða, sum­ir fjöl­miðl­ar eru póli­tísk­ari en aðr­ir og við­skipta­líf­ið eins og það er. Hall­ar til haegri. Ég held að mér sé óhaett að segja að ver­öld­in hafa í öllu falli breyst þannig að ef ung mann­eskja myndi taka ákvarð­an­ir um inn­kaup hinna hvers­dags­legu hluta á grund­velli holl­ustu við stjórn­mála­flokk yrði hún álit­in spes.

Stað­reynd­in er þessi: Stjórn­mála­flokk­ar skiptu þjóð­inni í fylk­ing­ar einu sinni. Þeir skipta fá­um í fylk­ing­ar núna. Þeir eru tíma­skekkja. Upp­lýs­ing­ar flaeða yf­ir mann og mögu­leik­inn til að setja sig inn í ein­stök mál er orð­inn svo aevin­týra­lega miklu meiri. Mögu­leik­inn til að kynn­ast sjón­ar­mið­um ein­stak­linga er orð­inn miklu meiri. Stjórn­mála­flokk­ar, oft með sína löngu sögu, með sína svörtu sauði og dökku hlið­ar, flaekj­ast fyr­ir þeirri löng­un manns að fá að taka af­stöðu á bein­an og upp­lýst­an hátt til manna og mál­efna.

Eitt grín, einn hlát­ur

Ímynd­um okk­ur að grín­ist­ar vaeru með svona flokka. „Hla­eið til fram­tíð­ar með Mið-Íslandi!“„Steypu­stöð­in er rétta grín­ið fyr­ir þig!“Sjá­ið Ara El­d­járn! Ekki fíla Steinda! Vissu­lega get­ur smekk­ur fólks ver­ið mis­mun­andi en hvers vegna í ósköp­un­um skyldi mað­ur hafa svo ákveðn­ar skoð­an­ir á gríni að mað­ur gengi í sér­stak­an grín­flokk, styddi hann og neit­aði að hla­eja að öðru?

Hvers vegna ekki að njóta allra lit­anna? Er ekki Anna Svava fynd­in líka, Pét­ur Jó­hann, Tví­höfði, Lolla og Sarah Sil­verm­an? Ég á í mjög mikl­um erf­ið­leik­um með að sa­etta mig við það, að þeg­ar kem­ur að grunn­gerð sam­fé­lags­ins, skoð­un­um á því hvað þurfi að gera og hvernig eigi að gera það, gildi önn­ur lög­mál en ann­ars stað­ar í líf­inu. Má ekki laeka margt?

Til­vist stjórn­mála­flokka set­ur kjós­end­um óeðli­lega afar­kosti. Þeir njörva kjós­end­ur nið­ur í hólf sem eiga sér litla sam­svör­un í raun­veru­leik­an­um. Enda fer stuðn­ing­ur við stjórn­mála­flokka þverr­andi. Sta­ersta bylt­ing stjórn­mál­anna á und­an­förn­um ár­um felst í hverf­andi holl­ustu við flokka. Lang­flest­ir kjós­end­ur ákveða sig rétt áð­ur en þeir fara í kjör­klef­ann.

Í kom­andi kosn­ing­um í Reykja­vík aetla vel á ann­an tug flokka að bjóða fram lista. Fullt af fólki vill gefa sig að sveit­ar­stjórn­ar­mál­um. Lög­gjaf­ar­vald­ið átti ekki í vandra­eð­um með að taka ákvörð­un um að fjölga sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um um heil­an hell­ing. Besta gjöf­in til kjós­enda vaeri þó sú að gefa kjós­end­um frelsi til að velja úr öll­um þess­um hóp­um þá ein­stak­linga sem þeir treysta best. Svo vinna þeir sam­an.

Hin feiga hönd

Ég get bor­ið vitni um það að auk þess að vera hamlandi og óeðli­leg­ir, með hlið­sjón af nú­tíma­sam­fé­lagi, eru flokk­ar líka til hreinn­ar óþurft­ar að öðru leyti: Í þeim öll­um rík­ir and­rúms­loft óba­eri­legra leið­inda. Flokk­ar drepa allt þokka­legt fólk úr leið­ind­um. Það er bara tímaspurs­mál. Hin kaef­andi krafa um að kyngja eig­in lífs­við­horf­um í þágu flokks­holl­ustu verð­ur smám sam­an óba­eri­leg, um að ganga í takt við alls kon­ar fólk sem manni lík­ar jafn­vel illa við, um að brosa fram­an í heim­inn þótt flest­ir viti að til þess séu fá­ar ásta­eð­ur. Að vera ein­hver allt ann­ar en mað­ur er.

Þannig gera flokk­ar. Nú síð­ast hef­ur Björt fram­tíð orð­ið leið­ind­un­um að bráð. Sá flokk­ur var stofn­að­ur í þeirri von að haegt vaeri að skapa stjórn­mála­flokk sem vaeri meira eins og op­inn, af­slapp­að­ur vett­vang­ur, laus við þrúg­andi kröf­ur, byggð­ur á löng­un fólks til að þjóna sam­fé­lagi sínu á heil­brigð­an og óþving­að­an hátt.

Það tók nokk­ur ár fyr­ir leið­ind­in – ill­girni, deil­ur og ríg – að vinna fulln­að­ar­sig­ur yf­ir fögr­um hug­sjón­um og góðu fólki.

Hvernig virka þá hinir flokk­arn­ir sem enn standa? Jú, einn af þeim skrimt­ir því hann er klíka um völd. Hinir hanga á leik­ara­skap.

Til­vist stjórn­mála­flokka set­ur kjós­end­um óeðli­lega afar­kosti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.