Krón­prins með almúg­an­um á Pa­blo Discob­ar

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

SAMFÉLAG Frið­rik, krón­prins Dana, var stadd­ur í Reykja­vík um helg­ina og skemmti sér, að því er virt­ist, kon­ung­lega í höf­uð­borg­inni. Sam­kvaemt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins kom hann ásamt fríðu föru­neyti á skemmti­stað­inn Pa­blo Discob­ar. Þar var krón­prins­inn á gestal­ista en hann af­þakk­aði að fá borð og fór þess í stað beint á bar­inn og féll vel inn í hóp gest­anna sem fyr­ir voru.

Að sögn þeirra sem voru á staðn­um höfðu gest­ir bars­ins ekki hug­mynd um að hér vaeri sjálf­ur krón­prins Dan­merk­ur á ferð, hvað þá barna-barna-barna-barna­barn Vikt­oríu Breta­drottn­ing­ar og sá fyrsti í erfðaröð­inni að dönsku krún­unni.

Þetta var ekki fyrsta stopp hjá Frið­riki og föru­neyti hans. Heim­ild­ar­mað­ur Frétta­blaðs­ins á veit­inga­staðn­um Snaps sá prins­inn sna­eða kvöld­verð þar. Þar vakti Frið­rik mikla at­hygli með­al gesta en sum­ir fengu mynd af sér með prins­in­um.

Royal­ist­arn­ir virð­ast þannig frek­ar halda til á Snaps en á Pa­blo Discob­ar.

Krón­prins­inn verð­ur fimm­tug­ur þann 26. maí og af því til­efni verða mik­il há­tíð­ar­höld í Dan­mörku. Verða með­al ann­ars haldn­ar hlaupa­há­tíð­ir í fimm borg­um.

Frið­rik krón­prins Dana.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.