Mik­ill ár­ang­ur á Vogi í átaki gegn lifr­ar­bólgu

Vel mið­ar í bar­átt­unni gegn lifr­ar­bólgu C en á Vogi hafa 473 ein­stak­ling­ar lok­ið lyfja­með­ferð við sjúk­dómn­um og eru laekn­að­ir af smit­inu. „Við er­um á góðri leið með að ná mark­miði okk­ar um út­rým­ingu,“seg­ir yf­ir­la­ekn­ir á Vogi.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Kjart­anh@fretta­bla­did.is

HEILBRIGÐISMÁL Á þeim fimmtán mán­uð­um sem liðn­ir eru frá því að átak gegn lifr­ar­bólgu C hófst á Íslandi hef­ur tíðni sjúk­dóms­ins, með­al ein­stak­linga sem sprauta eit­ur­lyfj­um í aeð, á sjúkra­hús­inu Vogi hrun­ið úr 43 pró­sent­um í 12 ár­ið 2017.

Val­gerð­ur Rún­ars­dótt­ir, yf­ir­la­ekn­ir á Vogi, kynnti fyrstu nið­ur­stöð­ur átaks­ins á ráð­stefnu lifr­ar­sam­tak­anna EASL í Pa­rís um helg­ina.

„Það leik­ur eng­inn vafi á því að þetta er krefj­andi verk­efni, en við er­um sann­faerð um að því hafi ver­ið hrund­ið af stað á vel heppn­að­an hátt og að við er­um á góðri leið með ná mark­miði okk­ar um út­rým­ingu [veirunn­ar],“sagði Val­gerð­ur í Pa­rís.

Blás­ið var til átaks gegn lifr­ar­bólgu C á Íslandi ár­ið 2015 en það hófst síð­an með form­leg­um haetti í janú­ar ár­ið 2016.

Mark­mið­ið var og er að út­rýma krón­ískri lifr­ar­bólgu C á Íslandi. Ein­stak­ling­ar sem sprauta sig með eit­ur­lyfj­um voru sett­ir í for­gang, ásamt ein­stak­ling­um með lifr­ar­sjúk­dóm á háu stigi og föng­um.

Á fyrstu fimmtán mán­uð­um átaks­ins voru 554 sjúk­ling­ar á Vogi, sem greind­ir voru með lifr­ar­bólgu C, metn­ir og í kjöl­far­ið hófu 518 ein­stak­ling­ar lyfja­með­ferð. Af þeim hafa nú 473 lok­ið með­ferð.

Níu­tíu og sex pró­sent þeirra báru ekki leng­ur veiruna tólf vik­um eft­ir lyfja­með­ferð. Þeir voru laekn­að­ir af lifr­ar­bólgu C. Þannig laekk­aði tíðn­in um 72 pró­sent tíma­bil­inu, eða úr 43 pró­sent­um ár­ið 2015 í 12 pró­sent ár­ið 2017.

„Ein­stak­ling­ar sem sprauta eit­ur­lyfj­um í aeð eru meg­in­þorri þeirra sem smit­ast af lifr­ar­bólgu C á Íslandi,“sagði Val­gerð­ur.

„Og það að ná til þessa hóps aetti að vera í for­gangi þeg­ar lit­ið er til naestu skrefa. Við vilj­um leggja áherslu á og efla sam­starf með­ferð­ar­stöðva baeði þeg­ar kem­ur að skimun og með­ferð við lifr­ar­bólgu C. Þetta er lyk­ill­inn að því að ná til þessa hóps fólks.“

NORDICPHOTOS/GETTY

Mik­ilvaegt er að ná til þeirra sem nota eit­ur­lyf í aeð ef út­rýma á lifr­ar­bólgu C.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.