Spá veru­legri fjölg­un skemmti­ferða­skipa til lands­ins

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – khn

Faxa­flóa­hafn­ir gera ráð fyr­ir 167 kom­um skemmti­ferða­skipa til lands­ins í ár, þar af 14 á Akra­nesi. Áa­etl­að­ur heild­ar­fjöldi far­þega ár­ið 2018 er þannig vel yf­ir 147.000. Ár­ið 2008 komu alls 59.308 far­þeg­ar með skemmti­ferða­skip­um hing­að til lands og voru skipa­komurn­ar þá 83 tals­ins. Á síð­asta ári voru komurn­ar 135 og far­þega­fjöld­inn ríf­lega 128.000 manns.

Þetta kem­ur fram í minn­is­blaði Faxa­flóa­hafna um mót­töku skemmti­ferða­skipa. Þar seg­ir jafn­framt að nú þeg­ar sé bú­ið að bóka 178 skipa­kom­ur ár­ið 2019 þar sem heild­arfar­þega­rými sé taep­lega 191.000. Þannig mun skipa­kom­um fjölga um 6,3 pró­sent og far­þega­fjöld­inn aukast um 29 pró­sent.

Þjóð­verj­ar hafa frá ár­inu 2001 ver­ið staersti hóp­ur ferða­manna sem hing­að koma með skemmti­ferða­skip­um til Faxa­flóa­hafna, en ferða­menn frá Banda­ríkj­un­um fylgja þar fast á eft­ir.

Í minn­is­blað­inu seg­ir jafn­framt að brýnt sé að baeta að­stöðu á Skarfa­bakka í ljósi þess­ar­ar fjölg­un­ar. Þetta tek­ur til betri að­stöðu til inn­rit­un­ar nýrra far­þega, geymslu á far­angri far­þega og að­stöðu til ör­ygg­is­skoð­un­ar á far­angri.

Heild­arfar­þega­rými skemmti­ferða­skipa á naesta ári verð­ur 191.000 manns.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/PJETUR

Taep­lega 180 skemmti­ferða­skip koma hing­að á naesta ári.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.