Pírat­ar kynntu fram­tíð­ar­sýn sína

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – bsp

SVEITARSTJÓRNIR Pírat­ar telja sig hafa náð að fylgja stefnu­mál­um sín­um frá því í síð­ustu kosn­ing­um með því að stofna rafra­ena þjón­ustumið­stöð í borg­inni, festa emba­etti um­boðs­manns borg­ar­búa var­an­lega í sessi og end­ur­skoða mann­rétt­inda­stefnu borg­ar­inn­ar.

Pírat­ar kynntu í gaer fram­tíð­ar­sýn sína á sveit­ar­stjórn­arstigi með yf­ir­ferð yf­ir stefnu­mál sín í Reykja­vík frá ár­inu 2014. Hall­dór Auð­ar Svans­son, full­trúi Pírata á sveit­ar­stjórn­arstigi, tók sam­an upp­gjörs­skýrslu fyr­ir síð­asta kjör­tíma­bil og kynnti í gaer helstu nið­ur­stöð­ur skýrsl­unn­ar.

Pírat­ar vildu að óháð stjórn­sýslu­út­tekt yrði gerð á því hvort spill­ing vaeri til stað­ar inn­an emba­ett­is­manna­kerf­is Reykja­vík­ur­borg­ar og vildu bregð­ast við ef svo reynd­ist vera. Innri end­ur­skoð­un borg­ar­inn­ar vinn­ur nú að mati á mis­ferl­isáhaettu inn­an borg­ar­kerf­is­ins.

Sér­stök áhersla er lögð á að vakta áhaettu­svið í starf­semi og stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar. Þá vildu Pírat­ar efla fra­eðslu um þá val­kosti sem bjóð­ast í hug­bún­að­ar­geir­an­um, en ekki hef­ur ver­ið unn­ið naegi­lega mark­visst að því á kjör­tíma­bil­inu sem er að ljúka.

Pírat­ar telja enn vera margt ógert í fram­kvaemd fjár­hags­að­stoð­ar og annarr­ar þjón­ustu, en í skýrsl­unni seg­ir að baeði starfs­fólk Reykja­vík­ur og not­end­ur kvarti und­an of flóknu kerfi á innri vef borg­ar­inn­ar. „Kall­að er baeði eft­ir auk­inni rafraenni þjón­ustu og góð­um mann­leg­um sam­skipt­um.“

Pírat­ar vildu einnig efla emba­etti um­boðs­manns borg­ar­búa og að hlut­verk þess yrði út­víkk­að þannig að borg­ar­ar geti leit­að þang­að með beiðn­ir um úr­baet­ur í mál­um og mála­flokk­um. Í skýrsl­unni kem­ur fram að það hafi geng­ið eft­ir.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Odd­vit­ar Pírata boð­uðu til blaða­manna­fund­ar í gaer.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.