Trump tryllt­ur vegna bók­ar Ja­mes Comey

Bók fyrr­ver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, kem­ur út á morg­un. Banda­ríkja­for­seti og Re­públi­kana­flokk­ur­inn hafa stað­ið í um­fangs­mik­illi ófra­eg­ing­ar­her­ferð gegn for­stjór­an­um fyrr­ver­andi.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Kjart­anh@fretta­bla­did.is

Óhaett er að segja að spennu­stig­ið sé hátt í banda­rísk­um stjórn­mál­um þessa dag­ana, en þess er nú beð­ið með of­vaeni að bók Ja­mes Comey, fyrr­ver­andi for­stjóra banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar FBI, komi í bóka­hill­urn­ar á morg­un. Bók­in, A Hig­her Loyalty, bygg­ir á sam­skipt­um Comeys og Trumps. Banda­ríkja­for­seti hef­ur und­an­farna daga far­ið mik­inn á Twitter og aus­ið fúkyrð­um yf­ir Comey. Lík­lega hef­ur sitj­andi for­seti í Banda­ríkj­un­um aldrei geng­ið svo hart gegn ein­stak­ling­um á op­in­ber­um vett­vangi.

Eins og fra­egt er orð­ið ákvað Trump að reka Comey vegna rann­sókn­ar al­rík­is­lög­regl­unn­ar á af­skipt­um rúss­neskra yf­ir­valda af banda­rísku for­seta­kosn­ing­un­um. Á með­al þess sem Comey grein­ir frá í bók sinni er þrá­hyggja Trumps gagn­vart óstað­fest­um heim­ild­um al­rík­is­lög­regl­unn­ar um að Trump hafi ver­ið mynd­að­ur af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um er hann hitti vaend­is­kon­ur í Moskvu.

Í bók­inni lík­ir Comey for­seta­tíð Trumps við skógar­eld og seg­ir margoft að Trump hagi sér í raun eins og mafíósi sem sé sí­fellt að óska eft­ir holl­ustu frá starfs­mönn­um sín­um. Á fundi Comeys og Trumps í Hvíta hús­inu, stuttu áð­ur en Comey var rek­inn, ósk­aði Trump eft­ir því að Comey lýsti yf­ir holl­ustu við sig.

Bók Comeys hef­ur þeg­ar sleg­ið í gegn og hef­ur út­gef­and­inn, Flat­iron Books, lýst því yf­ir að fyrsta upp­lag henn­ar verði 850 þús­und ein­tök.

Comey fór í sitt fyrsta sjón­varps­við­tal eft­ir upp­sögn­ina á sjón­varps­stöð­inni ABC í gaer. Þar var hann spurð­ur út í við­brögð Trumps við rann­sókn­inni á hlut Rúss­lands í for­seta­kosn­ing­un­um. For­set­inn hef­ur ávallt þver­tek­ið fyr­ir að hafa þeg­ið stuðn­ing frá yf­ir­völd­um í Moskvu.

„Mögu­lega er þetta bara þver­móðska,“sagði Comey. „En mögu­lega var þetta eitt­hvað flókn­ara sem út­skýr­ir tvíra­ett orða­lag um Pútín og sí­felld­ar af­sak­an­ir í hans garð.“

Re­públi­kana­flokk­ur­inn hef­ur stað­ið fyr­ir heift­ar­leg­um áróðri gegn Comey á síð­ustu vik­um. Hann er sagð­ur hafa spillt rann­sókn­inni á tölvu­póst­þjóni Hillary Cl­int­on og lek­ið trún­að­ar­upp­lýs­ing­um.

„For­set­inn er sið­laus og blind­ur gagn­vart sann­leik­an­um og stofnana­leg­um gild­um,“rit­ar Comey í bók sinni. „For­ysta hans bygg­ir fyrst og fremst á hans eig­in sjálfs­mynd og holl­ustu annarra.“

Bók Comeys kem­ur út á morg­un.

Ja­mes Comey, fyrr­ver­andi for­stjóri FBI

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.