Að bjarga heim­in­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­brunb@fretta­bla­did.is

Löng­um hafa for­eldr­ar lagt börn­um sín­um hinar ýmsu lífs­regl­ur, baeði í stóru og smáu. Ein af þeim er að ganga vel um um­hverf­ið. Kyn­slóð­ir hafa feng­ið þessa ábend­ingu, en eitt­hvað gleym­ist greini­lega á veg­ferð­inni í gegn­um líf­ið því það er nokk­uð sama hvert er far­ið, rusl­ið blas­ir við. Þetta ger­ist þrátt fyr­ir að það telj­ist til al­mennra manna­siða að henda ekki frá sér rusli og skilja eft­ir í um­hverf­inu. Al­menn­ir mannasið­ir eru kannski ekki svo al­menn­ir.

Þótt út­lit­ið sé ekki fal­legt og sóða­skap­ur­inn blasi við í alltof mikl­um maeli þá glitt­ir samt í sól­ar­geisla. Þar er á ferð hóp­ur fólks sem hef­ur ekki geð í sér til að horfa upp á torg, stra­eti og nátt­úru fyll­ast af rusli. Þetta röska fólk tel­ur ekki eft­ir sér að ganga um og tína upp rusl­ið sem ná­ung­inn fleygði frá sér í hugs­un­ar­leysi. Þarna er alls kon­ar fólk á ferð og á öll­um aldri. Sum­ir vekja óneit­an­lega meiri at­hygli en aðr­ir. Það á til daem­is við um hinn unga Atla Svavars­son, sem á dög­un­um hlaut Sam­fé­lags­verð­laun Frétta­blaðs­ins í flokkn­um Frá kyn­slóð til kyn­slóð­ar. Þessi ell­efu ára gamli verð­launa­hafi stofn­aði fyr­ir rúmu ári verk­efni, sem nefn­ist hinu hug­um­stóra nafni, „Sa­ve the world“og snýst um að tína rusl úr um­hverf­inu. „Það er ekki gott fyr­ir um­hverf­ið að henda rusli á víða­vangi. Ha­ett­ið þessu og setj­ið það í rusla­tunnu. Það er ekki það erfitt,“seg­ir Atli rétti­lega.

Í ljóði eft­ir Guð­mund Böðv­ars­son stend­ur: „Ef aesk­an bregst þeirri aett­jörð sem henni var gef­in/ er ekk­ert í heim­in­um til sem bjarg­ar því landi.“AEsk­an er ekki að bregð­ast land­inu, eins og sést í verk­um hins unga Atla. Með­an full­orðn­ar sjó­að­ar sál­ir eru marg­ar hverj­ar orðn­ar frem­ur hert­ar í kald­lyndi sínu og hafa fyr­ir löngu gef­ist upp á hug­mynd­inni um að bjarga heimi sem virð­ist ekki vera við­bjarg­andi þá laet­ur Atli hend­ur standa fram úr erm­um. Hon­um tekst á hverj­um degi að gera um­hverf­ið feg­urra. Það fram­tak hlýt­ur að vekja okk­ur til um­hugs­un­ar um að ef all­ir leggja sitt litla lóð á vog­ar­skál­ar þá verð­ur ár­ang­ur um leið af­ar sjá­an­leg­ur. Það er ekki vita von­laust að bjarga heim­in­um. Það veit Atli maeta­vel og von­andi verð­ur hann alltaf á þeirri skoð­un.

Um allt land er fólk sem ann nátt­úr­unni og sit­ur ekki að­gerð­ar­laust hjá held­ur fer af stað til að tína upp rusl og fylla poka og sekki. Ein­hvers stað­ar eru þeir líka sóð­arn­ir sem stöð­ugt menga um­hverf­ið með því að henda frá sér rusli. Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörð­um sín­um og senni­lega hugsa þeir ekk­ert sér­stak­lega um það að þeir séu að skemma um­hverfi sitt, hvað þá að þeir fyll­ist votti af sekt­ar­kennd við til­hugs­un­ina um að það komi í annarra hlut að taka til eft­ir þá. Skila­boð­in til þeirra eru hins veg­ar skýr, þökk sé þeim fjölda lands­manna sem of­býð­ur ástand­ið og reyna að grípa í taum­ana með því að láta verk­in tala.

Það er ekki vita von­laust að bjarga heim­in­um. Það veit Atli maeta­vel og von­andi verð­ur hann alltaf á þeirri skoð­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.