Leik­mað­ur helgar­inn­ar

Fréttablaðið - - SPORT -

Wilfried Zaha skor­aði tví­veg­is er Crystal Palace vann 3-2 sig­ur á erkifjend­um sín­um í Bright­on á heima­velli. Með sigr­in­um skaust Palace upp í 16. sa­eti en það sem mik­ilvaeg­ast er að þeir náðu sex stiga for­skoti á Sout­hampt­on sem er í fallsa­eti.

Öll mörk leiks­ins komu í fyrri hálfleik og nýtti Zaha sér sof­anda­hátt í vörn Bright­on til að skora tví­veg­is. Er hann bú­inn að skora sjö mörk í vet­ur og leggja upp önn­ur fimm. Hef­ur hann kom­ið að þriðj­ung (12/36) marka Palace í vet­ur. Ra­ett hef­ur ver­ið um áhuga staerri liða á borð við Totten­ham á Zaha en kant­mað­ur­inn sem kom upp úr ung­linga­akedemíu Crystal Palace hugs­ar sig ef­laust tvisvar um áð­ur en hann yf­ir­gef­ur upp­eld­is­fé­lag­ið.

Eft­ir mis­heppn­aða tveggja ára dvöl hjá Manchester United sneri Zaha aft­ur á Sel­hurst Park þar sem hann hef­ur feng­ið að þrosk­ast og dafna sem einn af haettu­leg­ustu kant­mönn­um deild­ar­inn­ar.

Mik­ilvaegi hans fyr­ir fé­lag­ið er ótrú­legt en án hans hef­ur fé­lag­ið ekki unn­ið leik í taep tvö ár. Allt frá sigri á Sund­erland í októ­ber 2016 hef­ur Crystal Palace ekki unn­ið leik sem hann kem­ur miss­ir af, töl­fra­eði sem sann­ar full­kom­lega mik­ilvaegi hans fyr­ir upp­eld­is­fé­lag­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.