St. Paul strand­ar við Með­al­land

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Þann 16. apríl fyr­ir 119 ár­um, eða ár­ið 1899, strand­aði spít­ala­skip­ið St. Paul við Með­al­land í Vest­urSkafta­fells­sýslu. St. Paul þótti með einda­em­um glaesi­legt skip: þrímastra segl­skip með litla hjálp­ar­vél. Þetta var þriðja ver­tíð St. Paul en frá því það kom hing­að til lands frá Le Havre í Frakklandi hafði það hjálp­að fjöl­mörg­um frönsk­um sjó­mönn­um í háska hér við land.

Tutt­ugu manna áhöfn St. Paul lenti í mikl­um hremm­ing­um um páska­helg­ina ár­ið 1899 þeg­ar skip­ið strand­aði í óveðri, rétt handa við ósa Kúðafljóts.

Ekk­ert mann­tjón varð en baend­ur og búalið í Með­al­landi komu áhöfn­inni til bjarg­ar. Skip­ið var hins veg­ar pikk­fast í sand­in­um og saga þurfti stór gat á skrokk­inn til að bjarga verð­ma­et­um. Þar á með­al voru dýrma­et­ir grip­ir úr skip­skap­ell­unni. Mörg skip hafa strand­að í grennd við Með­al­land og ekki hef­ur alltaf geng­ið jafn vel að bjarga sjófar­end­um úr háska þar.

Mun­ir úr St. Paul voru seld­ir á upp­boði. Yf­ir 300 manns maettu til að taka þátt í upp­boð­inu og stóð það í tvo daga. Lág­marks­boð í sjálft skip­ið var 800 krón­ur, en það fór á 150 krón­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.