Kínóa- og svartbaunachilli

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Uppskrift Amöndu Cortes

Am­anda Cortes er 27 ára lyfja­fra­eð­ing­ur. Hún hef­ur ver­ið gra­en­metisa­eta í 10 ár en fyr­ir um ári ákvað hún að ger­ast veg­an.

„Ég er að­al­lega veg­an fyr­ir dýr­in og iðn­að­inn í kring­um það, en einnig fyr­ir um­hverf­ið og eig­in líð­an. Mér líð­ur bet­ur baeði and­lega og lík­am­lega á þessu faeði.“

Am­anda blogg­ar hjá osku­buska.is um upp­skrift­ir, snyrti­vör­ur, fatn­að og fleira sem teng­ist veg­an lífs­stíl.

KÍNÓA- OG SVARTBAUNACHILLI

„Þetta er einn af mín­um upp­á­halds­rétt­um en ég er hrifn­ust af rétt­um sem eru fljót­leg­ir og þa­egi­leg­ir í eld­un.

Það er auð­velt að sníða rétt­inn að eig­in smekk og gam­an að baeta við hann með­la­eti eins og lyst­ir. Gvaka­móle, sýrð­ur rjómi frá Oatly, nachos flög­ur og sal­at eru t.d. allt með­la­eti sem myndi henta vel með slík­um rétti.“

Fyr­ir þrjá til fjóra

1 rauð­lauk­ur

2 paprik­ur

3 hvít­lauks­geir­ar

1 tsk. salt, óreg­anó, kúmen, chilli­duft

1 dós svart­ar baun­ir

425 g ca. tóm­at-passata (t.d. frá Him­neskri holl­ustu)

1⅓ boll­ar vatn

¾ boll­ar ósoð­ið kínóa

Ol­ía á pönn­una

Fínsax­að­ur lauk­ur er mýkt­ur á með­al­heitri pönnu með smá­veg­is ólífu­olíu. Sax­aðri papriku, hvít­lauk og krydd­um er baett við. Hra­er­ið hrá­efn­in vel sam­an og eld­ið í 5 mín.

Baun­ir og kínóa er skol­að í sigti og loks baett út á pönn­una. Vatn og tóm­at-passata fylg­ir rétt á eft­ir og öllu hra­ert vel sam­an. Ná­ið upp smá­veg­is suðu og leyf­ið rétt­in­um að malla með loki á pönn­unni í um 30 mín. eða þar til kínó­að er soð­ið og mest­ur vökvinn er guf­að­ur upp. Ber­ið fram með með­la­eti.

„Þetta er einn af mín­um upp­á­halds­rétt­um en ég er hrifn­ust af rétt­um sem eru fljót­leg­ir og þa­egi­leg­ir í eld­un,“seg­ir Am­anda.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.