Manchester United faerði grönn­um í City titil á silf­urfati eft­ir tap gegn West Brom.

Manchester City svar­aði fyr­ir þrjú töp í röð með ör­ugg­um sigri á Totten­ham á Wembley um helg­ina. Eft­ir tap Manchester United dag­inn eft­ir gegn West Brom varð ljóst að United gaeti ekki náð City að stig­um og fimmti til að gera at­lögu að marka- og stiga­meti

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - krist­inn­pall@fretta­bla­did.is.

FÓTBOLTI Stuðn­ings­menn Manchester City þurftu ekki að lifa við svekk­elsi lengi eft­ir að hafa tap­að þrem­ur leikj­um í röð og fall­ið úr leik í Meist­ara­deild­inni í síð­ustu viku.

Fé­lag­inu mistókst að tryggja sér enska meist­ara­titil­inn á heima­velli gegn erkifjend­un­um á dög­un­um en það reynd­ist að­eins töf á því óumflýj­an­lega því City-menn eru meist­ar­ar að­eins viku síð­ar.

Áttu þeir ef­laust von á því að sig­ur gegn Sw­an­sea um naestu helgi yrði það sem myndi koma titl­in­um á Eti­had-völl­inn en ekki að United myndi mis­stíga sig gegn lé­leg­asta liði deild­ar­inn­ar á heima­velli eins og reynd­ist í gaer.

Sluppu við vafa­samt met

Manchester City fékk krefj­andi verk­efni upp í hend­urn­ar strax eft­ir að hafa dott­ið út úr Meist­ara­deild Evr­ópu. Eft­ir að hafa að­eins tap­að tveim­ur leikj­um á átta mán­uð­um komu þrír tap­leik­ir í röð. Tveir þeirra gegn Li­verpool og einn gegn Manchester United.

And­sta­eð­ing­ur­inn var Totten­ham sem hafði unn­ið síð­ustu tvo heima­leiki gegn City og var það raun­haef­ur mögu­leiki að City myndi tapa fjór­um í röð. Hefði það ver­ið í fyrsta sinn á ferli Pep Gu­ar­di­ola sem lið und­ir hans stjórn tap­ar fjór­um leikj­um í röð.

All­ar efa­semd­ir virt­ust kveðn­ar nið­ur snemma leiks, mörk frá Ga­briel Jes­us og Ilkay Gundog­an komu City í góða stöðu og fékk

Ra­heem Sterl­ing enn einn leik­inn fjölda faera til að klára ein­víg­ið en rang­ar ákvarð­an­ir komu hon­um í koll eins og í fyrri leikj­un­um.

Christian Erik­sen minnk­aði mun­inn en Ra­heem Sterl­ing baetti við marki fyr­ir gest­ina um mið­bik seinni hálfleiks og gerði út um leik­inn og kom um leið í veg fyr­ir

að City myndi tapa fjór­um leikj­um í röð. Met­ið stend­ur því enn hjá Gu­ar­di­ola sem hef­ur aldrei tap­að fjór­um leik­um í röð.

Önn­ur met í aug­sýn

Nú er ljóst að Manchester City vinn­ur tvö­falt á öðru tíma­bili Gu­ar­di­ola með fé­lag­ið. Enski deild­ar­bik­ar­inn er

skemmti­leg við­bót en þeim spa­enska tókst að landa enska meist­ara­titl­in­um í fyrsta sinn.

Gu­ar­di­ola var feng­inn til City til að skapa sig­ur­hefð og skapa lið sem gaeti gert at­lögu að Meist­ara­deild Evr­ópu. Hef­ur hon­um mistek­ist það í tvígang og eft­ir að hafa óvaent fall­ið úr leik í enska bik­arn­um fyrr í vet­ur er að litlu að keppa naestu vik­urn­ar fyr­ir ensku meist­ar­ana.

City á fimm leiki eft­ir og eru nokk­ur met í ensku úr­vals­deild­inni inn­an seil­ing­ar. Þarf lið­ið að vinna þrjá leiki af fimm til að baeta stiga­met deild­ar­inn­ar í 38 leikja deild, met sem Chel­sea setti und­ir stjórn Jose Mour­in­ho ár­ið 2005.

Chel­sea á einnig met­ið yf­ir flest mörk á heilu tíma­bili þeg­ar liðs­menn Chel­sea skor­uðu 103 mörk er þeir unnu enska meist­ara­titil­inn 2010. Vant­ar Manchester City ell­efu mörk í fimm leikj­um til að baeta met Chel­sea en nýkrýndu Eng­lands-meist­ar­arn­ir eru bún­ir að skora að með­al­tali taep­lega þrjú mörk í leik.

Þá get­ur Manchester City sleg­ið að­eins árs­gam­alt met Chel­sea sem frá­far­andi ensk­ir meist­ar­ar settu und­ir stjórn Ant­onio Conte í fyrra. Chel­sea setti met er fé­lag­ið vann 30 leiki en City hef­ur unn­ið 28 leiki þeg­ar fimm um­ferð­ir eru eft­ir.

Komn­ir til að vera

Það skyldi eng­an undra að Manchester City verði sterk­ara á naesta tíma­bili. Kjarni liðs­ins er á besta aldri og faer Gu­ar­di­ola ef­laust naeg­an pen­ing til að reyna að koma lið­inu yf­ir þrösk­uld­inn í Meist­ara­deild Evr­ópu. Gera at­lögu að eina titl­in­um sem Manchester City vant­ar í titla­skáp­inn.

Pep Gu­ar­di­ola er fyrsti spa­enski þjálf­ar­inn sem verð­ur ensk­ur meist­ari. Hafa þjálf­ar­ar frá átta lönd­um stýrt liði til sig­urs í ensku úr­vals­deild­inni.

Deild­in er það sem skipt­ir mestu máli. Í Meist­ara­deild­inni get­ur einn leik­ur breytt öllu en það er alltaf besta lið­ið sem vinn­ur deild­ina. Pep Gu­ar­di­ola

Leroy Sa­ne, Ga­briel Jes­us og Kyle Wal­ker, sem fagna hér marki Jes­us, unnu fyrsta meist­ara­titil sinn um helg­ina en ung­ur kjarni Manchester City er lík­leg­ur til alls

NORDICPHOTOS/GETTY

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.