BrewDog stefn­ir á að opna bar á Íslandi.

Eig­end­ur Brewdog til­kynntu fyr­ir fram­an 8.000 manns í Aber­deen að þeir aetl­uðu að opna bar og brugg­hús í Reykja­vík. Guð­finn­ur Sölvi Karls­son, eig­andi Priks­ins, fagn­ar komu ris­ans til lands­ins.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Bene­dikt­boas@365.is Guð­finn­ur Karls­son, eig­andi priks­ins

Brugg­hús­ið BrewDog hef­ur til­kynnt að það aetli að opna bari í Suð­ur-Kór­eu, á Spáni og Íslandi. Stofn­end­ur BrewDog, Ja­mes Watt og Mart­in Dickie, upp­ljóstr­uðu áa­etl­un­um fyr­ir­ta­ek­is­ins á hinum ár­lega Gener­al Mayhem fundi í Aber­deen í Skotlandi fyr­ir fram­an 8.000 manns.

Alls aetl­ar BrewDog að opna 17 nýja bari á ár­inu. Sex verða í Skotlandi, fjór­ir á Englandi og sjö víða um heim, með­al ann­ars í Reykja­vík.

Auk þess að til­kynna út­rás BrewDog um heim­inn upp­lýstu þeir Watt og Dickie að sal­an hefði auk­ist um 78 pró­sent á milli ára og velt­an um 55 pró­sent. Það er því von á risa inn á bar­mark­að­inn hér á landi.

Guð­finn­ur Sölvi Karls­son, löng­um þekkt­ur sem Finni, sem á og rek­ur Prik­ið seg­ist ekk­ert kvíða komu BrewDog á ís­lensk­an bar- og bjór­mark­að. „Þeir eru velkomnir á markaðinn og von­andi verða þeir bara í stuði. Einn BrewDog verð­ur gott inn­legg í barflór­una hér á landi. Hef­ur kannski áhrif á ein­hverja án þess að ég viti það. Kannski end­ar það þannig að við kaup­um af þeim bjór og bjóð­um upp á ódýr­an gaeð­a­bjór frá BrewDog,“seg­ir hann.

Finni vill þó ekki taka svo djúpt í ár­inni að þetta jafn­ist á við komu

Costco til lands­ins.

ÞEIR ERU VELKOMNIR Á MARKAÐINN OG VON­ANDI VERÐA ÞEIR BARA Í STUÐI.

NORDICPHOTOS/GETTY

Ja­mes Watt, ann­ar stofn­enda BrewDog-brugg­húss­ins sem boð­ar komu sína til Ís­lands.

NORDICPHOTOS/GETTY

BrewDog er gríð­ar­lega stórt brugg­hús og einn fyrsti IPA-bjór­inn sem Ís­lend­ing­ar gátu keypt í ÁTVR var ein­mitt frá fyr­ir­ta­ek­inu. Jafn­vel vaeri haegt að orða það sem svo að IPA-klikk­un­in sé þeim að kenna.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.