Tryggja þurfi rétt feðra vegna fóst­ur­láta

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTA­BLAЭIÐ/VILHELM – sa

Feð­ur búa ekki yf­ir jöfn­um rétti til faeð­ing­ar­or­lofs þeg­ar kem­ur að and­vana faeð­ing­um eða fóst­ur­lát­um barna. Þessu vill Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur VG, breyta.

Andrés hef­ur spurt dóms­mála­ráð­herra um skrán­ingu fað­ern­is hjá Þjóð­skrá Ís­lands hvað varð­ar and­vana faedd börn eða fóst­ur­lát fyr­ir 22. viku faeð­ing­ar. „Það á sér ekki stað nokk­ur skrán­ing á fað­ern­inu,“seg­ir Andrés. „Því eru maeð­ur og feð­ur ekki í sömu stöð­unni þeg­ar kem­ur til þess að fá faeð­ing­ar­or­lof vegna and­vana faeð­ing­ar frá Vinnu­mála­stofn­un. Ef þau eru skráð í sam­búð eða eru gift þá er rétt­ur­inn tryggð­ur. Hins veg­ar er ekki haegt með nokkru móti fyr­ir föð­ur að vera skráð­ur fyr­ir þessu and­vana faedda barni og því hef­ur hann eng­an rétt til faeð­ing­ar­or­lofs vegna þessa skrán­ing­ar­leys­is. “

Vinnu­mála­stofn­un seg­ir að mat á því hvort for­eldr­ar eigi rétt á faeð­ing­ar­or­lofi í þess­um til­vik­um byggt á því að fyr­ir liggi hjá Þjóð­skrá Ís­lands und­ir­rit­uð yf­ir­lýs­ing móð­ur og föð­ur um fað­erni barns þeg­ar ekki er um að raeða hjú­skap eða skráða sam­búð for­eldra.

Hins veg­ar er það svo að Þjóð­skrá skrá­ir ekki and­vana faedd börn. „Börn sem faeð­ast and­vana eru ekki skráð í þjóð­skrá, en börn sem faeð­ast and­vana eft­ir 22 vikna með­göngu fá út­gefna svo­nefnda ker­fis­kenni­tölu vegna skrán­ing­ar í faeð­ing­ar­skrá Emba­ett­is landla­ekn­is. Í ljósi þess að and­vana faedd börn eru ekki skráð í þjóð­skrá er hvorki móð­erni né fað­erni þeirra skráð,“seg­ir í svari þjóð­skrár til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins um skrán­ing­ar and­vana faedda barna.

Vinnu­mála­stofn­un seg­ir jafn­framt að for­eldr­ar verði að vera gift eða skráð­ir í sam­búð til þess að fað­ir­inn eigi rétt á faeð­ing­ar­or­lofi.

„Ef þetta eru hnökr­ar á kerf­inu þarf að laga það, frek­ar en að fólk þurfi að berj­ast fyr­ir því að sa­ekja sjálf­sögð rétt­indi sín á þess­um við­kvaema tíma,“seg­ir Andrés Ingi.

Andrés seg­ir þörf að jafna rétt föð­urs og móð­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.