Hanna Rún kann ým­is­legt fleira fyr­ir sér en að dansa.

Bind­ið sem Berg­þór Páls­son dans­aði með í síð­asta þa­etti af All­ir geta dans­að hef­ur vak­ið verð­skuld­aða at­hygli. Hanna Rún, dans­fé­lagi hans, dund­aði sér við að gera bind­ið eina kvöld­stund. Þetta er ekki fyrsta flík­in sem hún ger­ir og slaer í gegn.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - bene­dikt­boas@365.is

Fatn­að­ur þeirra Hönnu Rún­ar Bazev Óla­dótt­ur og Berg­þórs Páls­son­ar í síð­asta þa­etti All­ir geta dans­að sló í gegn svo eft­ir var tek­ið. Hanna var í sérsaum­uð­um svört­um kjól sem virt­ist minnka eft­ir því sem leið á dans­inn. Fatn­að­ur Berg­þórs, þó að­al­lega bleikt glimmer­bindi, vakti mesta at­hygli og jafn­vel Selma Björns­dótt­ir, einn af dómur­um þátt­ar­ins, sagð­ist vilja eign­ast bind­ið.

Þá voru fjöl­mörg umma­eli lát­in falla um glimmer­bind­ið á sam­fé­lags­miðl­um. „Það voru marg­ir að tala um þetta bless­aða bindi og ég var ána­egð að heyra það. Það eru ekki all­ir sem vilja kannski eiga svona bindi en það fer allt fal­legt Berg­þóri vel,“seg­ir Hanna sem var ný­bú­in að klára hátt í fjög­urra tíma aef­ingu fyr­ir naesta þátt.

„Mér finnst bún­ing­ar skipta máli og ég legg mik­ið upp úr þeim. Þeg­ar við döns­uð­um Cha cha cha þá stein­aði ég vesti sem Berg­þór var í og gerði skó í stíl.

Við döns­uð­um Tangó í síð­asta þa­etti þar sem venj­an er að vera í svörtu og rauðu. Ég ákvað að vera að­eins öðru­vísi með þess­um bleika tón. Mamma mín var í Þýskalandi og keypti rós­irn­ar sem ég var með á öxl­inni. Hún aetl­aði að hafa þa­er úti í garði hjá sér en ég fékk að taka þa­er og stein­aði þa­er. Þá vant­aði mig bindi svo ég spurði pabba og og hann fann eitt sem hann gaf mér sem ég stein­aði.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hanna Rún laet­ur til sín taka í fatasaum en Fréttablaðið greindi frá því fyr­ir skömmu að hún hefði saum­að brúð­ar­kjól fyr­ir vin­konu sína og var­ið 300 klukku­stund­um í þá vinnu. Þá hef­ur hún saum­að kjóla á sig sem hún hef­ur keppt í.

Hún var þó að­eins skem­ur að föndra bind­ið því hún seg­ir það að­eins hafa tek­ið sig eina kvöld­stund. Hún við­ur­kenn­ir að hún hafi gleymt að telja stein­ana sem fóru í bind­ið en þeir voru þó nokkr­ir. All­ir hand­límd­ir, hver einn og ein­asti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.