Veiðirétt­ar­eig­end­ur hvetja til snið­göngu á eld­islaxi

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – smj

FISKELDI „Ég á al­veg eins von á að aðr­ir í þess­um geira muni fylgja í kjöl­far­ið,“seg­ir Har­ald­ur Ei­ríks­son, sölu­og mark­aðs­stjóri hjá Veiði­fé­lag­inu Hreggnasa, sem birti í gaer af­ger­andi stjórn­ar­sam­þykkt fé­lags­ins gegn sjókvía­eldi og af­urð­um þess.

Sjókvía­eldi á norsk­um laxi er haf­ið við strend­ur Ís­lands og seg­ir í sam­þykkt stjórn­ar­inn­ar að fjöl­mörg daemi séu um að slíkt eldi hafi neikvaeð áhrif á nátt­úru­lega stofna laxa og sil­unga. Bent er á um­hverf­isáhrif og sjúk­dóma­haettu sem fylgi slík­um iðn­aði.

„Vegna þessa er rétt að ít­reka að Veiði­fé­lag­ið Hreggnasi býð­ur við­skipta­vin­um sín­um ekki upp á slíka vör­ur í sín­um veiði­hús­um. Jafn­framt er því beint til við­skipta­vina, baeði inn­lendra og er­lendra, að snið­ganga sjókvía­eld­is­fisk og kynna sér vel upp­runa vör­unn­ar í versl­un­um og á veit­inga­stöð­um,“ seg­ir í sam­þykkt­inni sem birt var á Face­book.

Hreggnasi leig­ir með­al ann­ars Grímsá, Laxá í Döl­um og Laxá í Kjós,

„Marg­ir af er­lend­um við­skipta­vin­um okk­ar hafa mjög sterk­ar skoð­an­ir á þessu. Stór hluti við­skipta okk­ar kem­ur frá Bret­lands­eyj­um og þar er mönn­um mjög heitt í hamsi því þar horfa menn til Skot­lands og hvernig ást­and­ið er þar,“seg­ir Har­ald­ur í sam­tali við Fréttablaðið

Hann seg­ir sjókvía­eldi á laxi vera veiðirétt­ar­eig­end­um, sem og öðr­um, mik­ið áhyggju­efni og bend­ir á harð­orða yf­ir­lýs­ingu Veiði­fé­lags Víði­dals­ár á dög­un­um.

„Við er­um bara að skerpa á þessu, þetta er ekki stefnu­breyt­ing hjá okk­ur en í fyrsta skipti sem við för­um op­in­ber­lega með það að við snið­göng­um þetta og er­um ekk­ert feimn­ir við það.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.