Deilt um tálm­an­ir á rann­sókn

Rúss­ar sagð­ir hrófla við árás­ar­vett­vangi í Douma. Segja árás­ina svið­setta og neita al­far­ið ásök­un­um um að þeir hindri rann­sókn Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar. Rann­sak­end­ur fengu ekki að fara inn á svaeð­ið í gaer.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Thorgnyr@fretta­bla­did.is

SÝR­LAND Rúss­ar voru í gaer sak­að­ir um að hafa mögu­lega hrófl­að við vett­vangi meintr­ar efna­vopna­árás­ar í Douma í Sýr­landi. Þeir neit­uðu því al­far­ið. Stofn­un­in um bann við efna­vopn­um (OPCW) fund­aði í Ha­ag í gaer. Fund­ur­inn var lok­að­ur en sam­kvaemt heim­ild­um Reu­ters lét Kenn­eth Ward, full­trúi Banda­ríkj­anna, ásak­an­irn­ar falla þar.

„Okk­ur skilst að Rúss­ar hafi mögu­lega heim­sótt árás­ar­vett­vang­inn. Við höf­um áhyggj­ur af því að þeir gaetu hafa hrófl­að við vett­vangi í því skyni að tálma rann­sókn OPCW,“sagði Ward.

Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, hafn­aði ásök­un­um Wards í gaer. „Ég get ábyrgst það að Rúss­land hef­ur ekki hrófl­að við vett­vangi.“Jafn­framt sagði hann enn á ný að eng­um efna­vopn­um hefði ver­ið beitt í Douma. Rúss­ar hafa áð­ur sagt enga árás hafa átt sér stað, hafa jafn­vel sagt að Banda­ríkja­menn eða Bret­ar hafi svið­sett árás­ina.

„All­ar þa­er sann­an­ir sem leið­tog­ar Frakk­lands, Bret­lands og Banda­ríkj­anna hafa vís­að í byggj­ast á fjöl­miðlaum­fjöll­un og sam­fé­lags­miðl­um. Þetta átti sér ekki stað. Það sem gerð­ist var það svið­setta,“sagði Lavr­ov í gaer. Ráð­herr­ann sagði und­ar­legt að loft­árás­ir hefðu ver­ið gerð­ar dag­inn áð­ur en rann­sak­end­ur áttu að hefja vinnu sína á svaeð­inu.

Hin meinta árás hef­ur sett sam­skipti Vest­ur­landa við Rúss­land í bál og brand. Banda­rík­in, Frakk­ar og Bret­ar gerðu á laug­ar­dag loft­árás­ir á skot­mörk í Sýr­landi, sem tal­in voru tengj­ast efna­vopna­fram­leiðslu, -þró­un og -notk­un stjórn­ar­hers Bashars al-Assad for­seta. Rúss­ar, Sýr­lend­ing­ar og Ír­an­ar for­da­emdu síð­an árás­ina.

Banda­ríkja­stjórn sagði 105 eld­flaug­um hafa ver­ið skot­ið og að Sýr­lend­ing­ar hefðu ekki náð að skjóta neina þeirra nið­ur. Rúss­ar sögðu hins veg­ar að 71 eld­flaug hefði ver­ið skot­in nið­ur. Skot­mörk­in voru rann­sókn­ar­svaeð­ið í Barzeh, þar sem Banda­ríkja­menn segja þró­un og fram­leiðslu á efna­vopn­um fara fram, og tvö önn­ur fram­leiðslu­svaeði í Him Shins­h­ar.

Vitni á vett­vangi í Douma hafa greint frá því að fórn­ar­lömb meintr­ar árás­ar hafi lykt­að af klór og ver­ið með þykka froðu í munni. Banda­ríkja­menn hafa sagt af­ger­andi sann­an­ir vera fyr­ir því að klórgasi hafi ver­ið beitt. Mögu­leiki sé á að sa­ríngasi hafi ver­ið beitt.

Við höf­um áhyggj­ur af því að þeir [Rúss­ar] gaetu hafa hrófl­að við vett­vangi í því skyni að tálma rann­sókn OPCW. Kenn­eth Ward, full­trúi Banda­ríkj­anna á fundi Efna­vopna­stofn­un­ar­inn­ar

Rann­sókn OPCW á vett­vangi var frest­að í gaer og var ekki haf­in þeg­ar þessi frétt var skrif­uð. Að sögn sa­enska full­trú­ans á fund­in­um sögðu Rúss­ar og Sýr­lend­ing­ar rann­sak­end­um að ekki vaeri haegt að tryggja ör­yggi á vett­vangi. Breski full­trú­inn sagði það óboð­legt, þörf vaeri á sam­starfi Rússa og Sýr­lend­inga og að óhindr­að­ur að­gang­ur vaeri nauð­syn­leg­ur. Dmítrí Peskov, tals­mað­ur Rúss­lands­for­seta, sagði af og frá að það vaeri Rúss­um að kenna að rann­sókn tefð­ist.

OPCW hef­ur áð­ur kom­ist að því, í sam­starfi við Sa­mein­uðu þjóð­irn­ar, að Assad-lið­ar hafi oftsinn­is beitt efna­vopn­um und­an­far­in ár. Með­al ann­ars í fyrra þeg­ar naerri hundrað fór­ust í sa­rínga­sárás á Kh­an Sheik­houn.

NORDICPHOTOS/AFP

Stjórn­ar­her­menn slappa af inn­an um rúst­ir í Douma.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.