Yfir­lýs­ing­ar um heim­komu fá­rán­leg­ar

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

MJANMAR Yfir­lýs­ing stjórn­valda í Mjanmar um að fimm manna Ró­hingja­fjöl­skylda hafi snú­ið aft­ur heim til Rak­hine-hér­aðs er fá­rán­leg og farsi. Þetta sögðu stjórn­völd í Bangla­dess í gaer, sögðu fjöl­skyld­una raun­ar aldrei hafa yf­ir­gef­ið Mjanmar yf­ir­höf­uð.

Hundr­uð þús­unda Ró­hingja­fjöl­skyldna hafa hins veg­ar flú­ið Mjanmar frá því í ág­úst í fyrra. Flest­ir hafa flú­ið til Bangla­dess en mjan­marski her­inn hef­ur ver­ið sak­að­ur um þjóð­ern­is­hreins­an­ir, jafn­vel þjóð­armorð á Ró­hingj­um.

Rík­in tvö hafa kom­ist að af­ar um­deildu sam­komu­lagi um að senda flótta­menn­ina heim aft­ur en slík­ir flutn­ing­ar eru ekki hafn­ir.

Að sögn Ab­ul Kalam, sem fer með stjórn á mál­efn­um flótta­manna í Bangla­dess, fór umra­edd fjöl­skylda ekki lengra en að landa­ma­era­svaeð­inu sjálfu, sem til­heyr­ir Mjanmar. „Þess vegna er ekki haegt að tala um neina heim­komu. Bangla­dess á eng­an hlut að þessu máli,“sagði Kalam við frétta­stofu AP.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.