Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Joli@fretta­bla­did.is

Skýrsla hvers?

Það varð uppi fót­ur og fit á þing­inu í gaer þeg­ar beiðni Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manns Vinstri graenna, um skýrslu um fram­kvaemd al­þjóð­legra skuld­bind­inga við flutn­ing á vopn­um var snögg­lega kippt af dag­skrá. Beiðn­inni er beint til Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra sem virð­ist ekk­ert vilja vita af skýrsl­unni og berst um á hael og hnakka til að losna við hana. Vill hann meina að beina eigi beiðn­inni til ann­ars ráð­herra. AEtla má þó að hann muni þurfa að lúffa fyr­ir þing­mann­in­um, sem hann tel­ur ef­laust til stjórn­ar­and­sta­eð­inga, enda kofi henn­ar ekki tóm­ur þeg­ar kem­ur að ut­an­rík­is­mál­um.

Nýju kla­eð­in

„Það eru umma­eli eins og þessi, m.a. úr þess­um virðu­lega raeðu­stól, sem ein­mitt eru til þess fall­in miklu frem­ur en margt ann­að að grafa und­an trausti og trú­verð­ug­leika stofn­ana rík­is­valds­ins,“sagði Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra þeg­ar Pírat­inn Þór­hild­ur Sunna AEvars­dótt­ir minnti hana á að ráð­herr­ann hefði brot­ið lög við skip­an Lands­rétt­ar. Í svari sínu líkti Þór­hild­ur ráð­herr­an­um við allsnak­inn keis­ara H.C. And­er­sen sem kenndi barn­inu sem á það benti um ófar­ir sín­ar. Nokk­uð til í því.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.