Vinnu­frið­ur

Fréttablaðið - - LÍFIÐ -

Umra­eð­an um skip­an dóm­ara við Lands­rétt hef­ur far­ið fram hjá fá­um und­an­far­ið. Ég er þó ekki viss um að marg­ir hafi nennt að setja sig inn í umra­eð­una og því lát­ið sér naegja að lesa fyr­ir­sagn­ir í fjöl­miðl­um, sem gjarn­an ein­kennd­ust af yf­ir­lýs­ing­um þeirra sem stóðu í ein­hvers kon­ar póli­tík í kring­um þetta mik­ilvaega mál. „Spill­ing“, „réttaró­vissa“, „flokks­skír­teini“og „van­traust“voru með­al helstu gíf­ur­yrð­anna. Þess­ar fyr­ir­sagn­ir gáfu ranga og ósann­gjarna mynd af raun­veru­legri stöðu máls­ins.

Þeir sem haest töl­uðu um mik­ilvaegi þess að dóm­stól­ar lands­ins nytu trausts al­menn­ings voru þeir sömu og not­uðu bragð­mestu yf­ir­lýs­ing­arn­ar þeg­ar þeir töl­uðu nið­ur þá dóm­ara­skip­un sem varð of­an á við með­ferð máls­ins. Það var engu lík­ara en að þeir teldu þá umsa­ekj­end­ur, sem skip­að­ir voru af Al­þingi, van­haefa til starf­ans. Engu máli virt­ist skipta að allt voru þetta dóm­ar­ar við hér­aðs­dóma lands­ins, með ára­langa dóm­ar­areynslu í fartesk­inu, sem jafn­vel höfðu set­ið sem dóm­ar­ar í Haesta­rétti Ís­lands! Ekki vildi ég vera í spor­um þess­ara ága­etu umsa­ekj­enda, sem rún­ir voru trausti af fólki sem sit­ur á Al­þingi, hvorki meira né minna.

Bíó­ið hélt svo áfram fyr­ir skemmstu þeg­ar lög­mað­ur einn, fyr­ir hönd skjólsta­eð­ings síns, lagði fram kröfu um að til­tek­inn dóm­ari við Lands­rétt myndi víkja sa­eti í máli vegna meints van­haef­is dóm­ar­ans. Þessi dóm­ari hafði nefni­lega ekki ver­ið með­al þeirra sem, að því er virð­ist óskeik­ul, dóm­nefnd taldi haef­asta til starf­ans. Rétti­lega var kröf­unni hafn­að og var henni svo vís­að frá Haesta­rétti. Þrátt fyr­ir það, virð­ist hún aft­ur aetla að rata á borð rétt­ar­ins á naest­unni.

Það er löngu kom­inn tími til að þessu far­sa­kennda leik­riti í kring­um skip­an Lands­rétt­ar­dóm­ara ljúki. Dóm­stóll­inn á skil­ið traust, virð­ingu og um­fram allt vinnu­fr­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.