Upp­gjör við Pál Magnús­son í Eyj­um

Páll Magnús­son sit­ur ekki leng­ur í full­trúa­ráði Sjálfsta­eðis­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um. „Fullu van­trausti“lýst á þing­mann­inn og odd­vita í Suð­ur­kjör­da­emi á auka­að­al­fundi í Eyj­um í gaer. Krefjast sam­tals við flokks­for­yst­una vegna stöð­unn­ar í höf­uð­vígi flokk

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – aá

Full­trúa­ráð Sjálfsta­eðis­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um lýs­ir yf­ir van­trausti á Pál Magnús­son, al­þing­is­mann og odd­vita Sjálfsta­eðis­flokks­ins í Suð­ur­kjör­da­emi, sem tek­inn var úr full­trúa­ráð­inu með lófa­klappi á auka­að­al­fundi í Eyj­um í gaer­kvöldi.

Í harð­orðri álykt­un full­trúa­ráðs­ins seg­ir með­al ann­ars: „Vegna for­da­ema­lausr­ar fram­göngu odd­vita flokks­ins í Suð­ur­kjör­da­emi í ný­liðn­um sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um lýs­ir auka­að­al­fund­ur full­trúa­ráðs Sjálfsta­eðis­fé­lag­anna í Vest­manna­eyj­um fullu van­trausti á 1. þing­mann Suð­ur­kjör­da­em­is, Pál Magnús­son. Full­trúa­ráð­ið get­ur ekki lit­ið á þing­mann­inn sem trún­að­ar­mann Sjálfsta­eðis­flokks­ins og ósk­ar eft­ir fundi með for­ystu flokks­ins vegna þeirr­ar al­var­lega stöðu sem upp er kom­in.“

„Ég mun raeða þetta mál við mitt fólk,“seg­ir Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur flokks­ins, en vildi ekki tjá sig frek­ar um mál­ið þeg­ar Frétta­blað­ið náði tali af hon­um skömmu eft­ir fund­inn.

Eins og Frétta­blað­ið greindi frá í síð­ustu viku, eru Sjálfsta­eðis­menn í Vest­manna­eyj­um reið­ir odd­vita sín­um fyr­ir fram­göngu hans í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga en þeir segja hann hafa stutt klofn­ings­fram­boð Íris­ar Ró­berts­dótt­ur en hunds­að fram­boð Sjálfsta­eðis­flokks­ins í Vest­manna­eyj­um með öllu, þvert á það sem al­mennt tíðk­ast með­al þing­manna kjör­da­em­is­ins í sín­um heima­byggð­um.

Í kosn­ing­un­um tap­aði flokk­ur­inn þeim meiri­hluta sem hann hef­ur haft í baej­ar­fé­lag­inu und­an­far­in tólf ár. Fram­boð Íris­ar, Fyr­ir Heima­ey, hlaut góða kosn­ingu og mynd­aði meiri­hluta með Eyjalist­an­um og Ír­is sett­ist í stól baejar­stjóra í Eyj­um, en þar hef­ur Elliði Vign­is­son set­ið und­an­far­in 12 ár.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Nú þeg­ar að­eins tveir dag­ar eru í fyrsta leik ís­lenska lands­liðs­ins á HM í Rússlandi eru lands­menn orðn­ir spennt­ir fyr­ir við­ur­eign­inni við Messi og fé­laga í arg­entínska lands­lið­inu. Strák­arn­ir okk­ar eru öllu ró­legri, til allr­ar ham­ingju, og fóru nokkr­ir sam­an í hjóla­t­úr til þess að taka út rúss­neska menn­ingu í gaer, þeg­ar ljós­mynd­ari blaðs­ins hitti þá fyr­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.