Ís­lensku strák­arn­ir fara til Moskvu í dag

Ís­lenska karla­lands­lið­ið í knatt­spyrnu held­ur til Moskvu í dag. Fengu frí frá aef­ing­um í gaer og marg­ir þeirra skoð­uðu sig um á reið­hjól­um. Upp­hafs­leik­ur móts­ins fer fram í dag þeg­ar Rúss­ar og Sá­di-Ara­bar maet­ast á Luzhniki-vell­in­um.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Krist­inn­pall@fretta­bla­did.is

ÍÞRÓTTIR Ís­lenska karla­lands­lið­ið í fót­bolta er á far­alds­fa­eti í dag. Lið­ið fer til Moskvu, höf­uð­borg­ar Rúss­lands, þar sem fyrsti leik­ur þess á heims­meist­ara­mót­inu gegn Ar­g­entínu fer fram um helg­ina. Strák­arn­ir okk­ar hafa eytt und­an­förn­um dög­um í aef­inga­búð­um í baen­um Ka­bar­dinka við Svarta­haf en þang­að komu strák­arn­ir að kvöldi til á laug­ar­dag­inn var. Fyrsta aef­ing­in var op­in og maettu um 2.000 Rúss­ar á öll­um aldri á hana en svo tóku við tveir aef­inga­dag­ar þar sem strák­arn­ir tóku vel á því.

Lands­liðs­menn­irn­ir fengu svo frí frá aef­ing­um í gaer þar sem sum­ir leik­menn nýttu tím­ann til að skoða ba­einn. Skelltu nokkr­ir leik­menn sér í hjólareiða­t­úr um ba­einn með ís í hendi eins og sést á mynd­inni sem fylg­ir frétt­inni. Munu þeir snúa aft­ur á aef­inga­svaeð­ið í Ka­bar­dinka í dag og taka aef­ingu fyr­ir lukt­um dyr­um áð­ur en þeir halda til Moskvu síð­deg­is að rúss­nesk­um tíma. Er flog­ið með beinu flugi og áa­etl­að að þeir lendi rétt fyr­ir kvöld­mat­ar­leyt­ið í Moskvu eða um það bil þeg­ar ver­ið er að flauta upp­hafs­leik­inn á, milli gest­gjaf­anna, Rússa, og Sá­di-Arab­íu, á þjóð­ar­leik­vangi Rússa, Luzhniki-vell­in­um.

Strák­arn­ir okk­ar fá eina aef­ingu á leik­vell­in­um þar sem leik­ur­inn fer fram um helg­ina, Spar­tak Sta­di­um sem rúm­ar 45.000 manns, á morg­un og hýs­ir Spar­tak Moskvu í rúss­nesku deild­inni. Að aef­ing­unni lok­inni maeta þjálf­ar­inn, Heim­ir Hall­gríms­son, og fyr­ir­lið­inn, Aron Ein­ar Gunn­ars­son, á blaða­manna­fund. Laug­ar­dag­ur er svo leik­dag­ur en þá maet­ir Ís­land Li­o­nel Messi, Sergio

Agüero og hinum stór­stjörn­un­um í arg­entínska lið­inu. Ar­g­entínu­menn, sem eru silf­ur­verð­launa­haf­ar frá síð­asta HM, þurfa ekki að fara langt frá aef­inga­búð­um sín­um fyr­ir leik­inn en þeir eru með að­set­ur í Bronnisty í út­hverfi Moskvu.

Ís­lensku lands­liðs­menn­irn­ir fá

lít­inn tíma til að spóka sig um í Moskvu og skoða merki­lega staði en þeir fljúga aft­ur í aef­inga­búð­irn­ar strax að leik lokn­um og hefja und­ir­bún­ing fyr­ir leik­inn gegn Níg­er­íu í Volgograd á föstu­dag­inn eft­ir rúma viku.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Sum­ir strákanna nýttu frí­ið í gaer fyr­ir hjól­reiða­t­úr.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.