Risa­skjá­ir víða í Reykja­vík

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Leik­irn­ir á HM verða sýnd­ir á risa­skjá­um víða um borg. Í frétt á vef Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að all­ir leik­irn­ir verði sýnd­ir á HM-torg­inu við Ing­ólf­s­torg en þeg­ar Ís­lend­ing­ar keppa verð­ur einnig risa­skjár í Hljóm­skála­garð­in­um. Ís­land maet­ir Ar­g­entínu laug­ar­dag­inn 16. júní, Níg­er­íu­mönn­um föstu­dag­inn 22. júní og Króöt­um þriðju­dag­inn 26. júní.

Auk HM torgs­ins og Hljóm­skála­garðs­ins verða leik­ir móts­ins einnig sýnd­ir á BOX í Skeif­unni, nýj­um mat­ar­mark­aði. Í Vest­ur­baen­um verð­ur risa­skjár á flöt­inni aust­an við Vest­ur­baejar­laug­ina og mögu­lega hafa fleiri fót­bolta­áhuga­menn boð­ið á leiki í sín­um hverf­um. Að lok­um bjóða veit­inga­stað­ir um alla borg til HM-veislu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.