84 millj­ón­ir veitt­ar í prests­þjón­ustu á Land­spít­al­an­um í fyrra

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – sa

Land­spít­al­inn varði 84 millj­ón­um króna í laun, launa­tengd gjöld og ann­an rekstr­ar­kostn­að presta og djákna við spít­al­ann á síð­asta ári. Níu prest­ar eða djákn­ar eru starf­andi við Land­spít­al­ann og sinna sálgaeslu við spít­al­ann. Að­eins prestlaerð­ir ein­stak­ling­ar inn­an hinn­ar ís­lensku þjóð­kirkju eru starf­andi við spít­al­ann. Aðr­ir trú­ar­söfn­uð­ir taka ekki gjald fyr­ir þjón­ustu sem þessa.

Fram kem­ur í skrif­legu svari Önnu Sigrún­ar Bald­urs­dótt­ur, að­stoð­ar­manns for­stjóra Land­spít­al­ans, að 6,5 stöðu­gildi presta og djákna séu við spít­al­ann sem skipti með sér sól­ar­hrings­þjón­ustu all­an árs­ins hring. „Meg­in­verk­efni þess­ara starfs­manna snúa að sálgaeslu og var heild­ar­kostn­að­ur 83,9 millj­ón­ir króna á síð­asta ári.“

Við sjúkra­hús­ið á Akur­eyri er einnig starf­andi prest­ur í 75 pró­sent starfs­hlut­falli sem sinn­ir sálgaeslu við spít­al­ann.

Þeg­ar ósk­að er eft­ir því að sjúk­ling­ar fái til sín presta eða trú­ar­leið­toga frá öðr­um söfn­uð­um á Íslandi virð­ist það vera spít­öl­un­um, baeði á Akur­eyri og í Reykja­vík, að kostn­að­ar­lausu. Sig­urð­ur E. Sig­urðs­son, fram­kvaemda­stjóri laekn­inga, seg­ir sig ekki reka minni til þess að hafa feng­ið rukk­un fyr­ir sálgaeslu annarra trú­arsafn­aða og taldi ör­uggt að ef svo vaeri, vaeri kostn­að­ur­inn alls ekki íþyngj­andi fyr­ir spít­al­ann. Að sama skapi hef­ur það auk­ist upp á síðkast­ið, sam­kvaemt LSH, að pólsk­ir sjúk­ling­ar óski sálgaeslu frá kaþólsku kirkj­unni. Inn­an þeirra trú­ar­bragða er þjón­ust­an veitt án þess að sjúkra­hús lands­ins þurfi að reiða fram fé.

Um 100 þús­und ein­stak­ling­ar standa nú ut­an hinn­ar ís­lensku þjóð­kirkju og hef­ur þeim faekk­að jafnt og þétt á síð­ustu ár­um sem vilja vera í þjóð­kirkj­unni.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/VILHELM

Prest­ar og djákn­ar eru hluti af geð­sviði spít­al­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.