Seg­ir haett­una fel­ast í lág­um laun­um en ekki launa­haekk­un­um

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

„Því hef­ur ver­ið hald­ið fram of lengi af fylg­is­mönn­um nýklass­ískr­ar hag­fra­eði og ný­frjáls­hyggju að laun séu fyrst og fremst kostn­að­ur og að launa­haekk­an­ir séu haettu­leg­ar. Ha­ett­an felst aft­ur á móti í lág­um laun­um því þau leiða til lít­ill­ar eft­ir­spurn­ar.“Þetta seg­ir breski hag­fra­eð­ing­ur­inn Öz­lem On­ar­an sem er pró­fess­or við Greenwich-há­skóla í London. Hún hélt er­indi á veg­um Efl­ing­ar á dög­un­um en yf­ir­skrift fund­ar­ins var „Hag­þró­un á for­send­um jöfn­uð­ar og hlut­verk verka­lýðs­fé­laga“.

On­ar­an bend­ir á að hlut­fall launa af lands­fram­leiðslu hafi far­ið minnk­andi á heimsvísu und­an­far­in ár, einnig á Íslandi. Af­leið­ing þess sé auk­inn ójöfn­uð­ur og óstöð­ugt efna­hags­kerfi. „Við höf­um áhyggj­ur af þess­ari þró­un út frá sjón­ar­mið­um um sann­girni. Það er haegt að snúa þró­un­inni við og rann­sókn­ir okk­ar leiða í ljós að með því að auka hlut launa af lands­fram­leiðslu auk­um við kaup­mátt heim­ila.“

On­ar­an seg­ir þann hugs­un­ar­hátt skilj­an­leg­an að haekk­un launa­kostn­að­ar leiði til minni hagn­að­ar og fjár­fest­inga. Það sé hins veg­ar rangt þar sem auk­in neysla þýði meiri við­skipti sem aft­ur hvetji til auk­inna fjár­fest­inga og auk­ins hag­vaxt­ar.

On­ar­an legg­ur mikla áherslu á að það þurfi að haekka laun hinna laegst laun­uðu, sér­stak­lega í þjón­ustu­störf­um. „Haekk­un launa í þjón­ustu­störf­um er fjár­fest­ing í fé­lags­leg­um inn­við­um. Stjórn­völd­um haett­ir til að líta frek­ar til inn­viða eins og sam­göngu­kerf­is­ins en það er líka mik­ilvaegt að fjár­festa í fólki.“Hún seg­ir þetta líka taekifa­eri til að ráð­ast gegn kyn­bundn­um launamun og minni at­vinnu­þátt­töku kvenna.

„Verka­lýðs­fé­lög­in gegna síð­an lyk­il­hlut­verki í því að minna stjórn­völd á að þau eigi að hugsa um heild­ar­mynd­ina sem hagn­að­ar­drif­in fyr­ir­ta­eki gera kannski ekki. Verka­lýðs­fé­lög­in eiga að gera kröf­ur um haerri laun, ekki bara á grund­velli sann­girn­is­sjón­ar­miða, held­ur líka á grund­velli þess að það leiði til efna­hags­legs stöð­ug­leika.“

Að­spurð seg­ir On­ar­an að þrátt fyr­ir valda­mikla and­sta­eð­inga séu þess­ar hug­mynd­ir sí­fellt að kom­ast meira í umra­eð­una. Það sé að ger­ast á vett­vangi Sa­mein­uðu þjóð­anna, G20 og OECD. Jafn­vel Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn

Verka­lýðs­fé­lög­in gegna síð­an lyk­il­hlut­verki í því að minna stjórn­völd á að þau eigi að hugsa um heild­ar­mynd­ina.

leggi áherslu á op­in­ber­ar fjár­fest­ing­ar í inn­við­um, sér­stak­lega á tím­um lágra vaxta. „Ég held að tak­mark­an­ir nú­ver­andi kerf­is séu öll­um aug­ljós­ar en breyt­ing­arn­ar þurfa að ger­ast á vett­vangi stjórn­mál­anna.“

Hún seg­ist bjart­sýn á að breyt­ing­ar séu í nánd. „Ég hef tal­að fyr­ir breyt­ing­um á stefnu­mót­un í efna­hags­mál­um og hef séð að fólk í Bretlandi hef­ur misst trú á ný­frjáls­hyggj­una. Ef þú gef­ur fólki val­kost sem þjón­ar hags­mun­um þess bet­ur mun það fylkja liði á bak við hann. Þrátt fyr­ir allt það neikvaeða sem við heyr­um, til daem­is um Brex­it, eru jákvaeð­ar breyt­ing­ar líka að eiga sér stað. Við finn­um fyr­ir aukn­um stuðn­ingi við breytt­ar áhersl­ur í efna­hags­mál­un­um.“

FRÉTTA­BLAЭIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Hag­fra­eði­pró­fess­or­inn Öz­lem On­ar­an seg­ir að efna­hags­líf­inu stafi haetta af lág­um laun­um. Haerri laun leiði til auk­ins kaup­mátt­ar og eft­ir­spurn­ar. Hún seg­ir sér­stak­lega mik­ilvaegt að haekka laegstu laun.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.